Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.06.1985, Blaðsíða 4

Skinfaxi - 01.06.1985, Blaðsíða 4
Golí á Eskiíirði Guðmundur Gísiason Guöni Þór, Magnús B. Ævar Auöbjörns og Stuart Palmer viö 9. holu. Þegar komið er að Eskifirði frá Reyðarfirði og keyrt er fyrir botn fjarðarins getur mann ekki grun- að það að aðeins innar í firðinum sé góður 9 holu golfvöllur. En það er eigi að síður staðreynd og það mjög góður og skemmtilegur völlur með golfskála og áhalda- geymslu. Það var árið 1974 að fyrst var farið að slá gólfkúlu á Eskifirði og var það Ævar Auð- þjörnsson sem var þar að verki. Hann hafði útbúið 3 holur í tún- inu á býlinu Byggðarholti sem þá var farið í eyði. Fljótlega bættust fleiri í lið með Ævari og var mikið slegið og leitað. Það er svo haust- ið 1975 sem þessir menn ákveða að stofna golfklúbb, og sækja til bæjarstjórnar Eskifjarðar um leyfi til að útbúa völl að Byggðar- holti sem þá var komið í eigu Eskifjarðarkaupstaðar. Einnig sóttu þeir um leyfi til að nota íbúðarhús fyrir golfskála og úti- hús fyrir áhaldageymslur, bæjar- stjórn tók máli þessu vel og veitti leyfi. Það var svo 8. des. 1975 að haldinn var undirbúningsfundur að stofnun Gólfklúbbs Eskifjarð- ar, fyrir þeim fundi lá m.a. teikn- ing að velli í landi Byggðarholts sem Hannes Þorsteinsson hafði gert. Svo var það 16. apríl 1976 að Golfklúbbur Eskifjarðar var formlega stofnaður og voru stofnfélagar 17 og var Ævar Auð- björnsson kosinn fyrsti formaður klúbbsins. Vorið 1977 verða nokkur þáttaskil í sögu klúbbs- ins, en þá gefur Golfklúbbur Akureyrar golfklúbbnum braut- arsláttuvélar, en þeir voru þá að endurnýja. Upp úr þessu fer öll aðstaða að breytast bæði hvað varðar völlinn sjálfan sem þá varð 9 holur og húsakynnin, og hefur síðan farið ört batnandi. Árið 1979 gengur golfklúbburinn í UÍA og öðlast þar með rétt til að taka þátt í mótum. Fyrstu árin var nú ekki mikið um mót á vegum klúbbsins, en nú í dag eru haldin um 18 mót yfir sumarið. Auk móta innan klúbbsins er keppt við Golfklúbb Hornafjarðar bæði heima og heiman, og einnig er bæjarkeppni við Neskaupstað og Húsavík. Nú í dag er völlurinn kominn í endanlegt horf, búið er að hlaða upp og þekja 5 flatir og girða völlinn með rafmagnsgirð- ingu. Þá hefur gamalt fjós verið tekið undir vagnageymslu og veitti ekki af þar sem félögum 4 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.