Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.06.1985, Qupperneq 5

Skinfaxi - 01.06.1985, Qupperneq 5
fjölgar ört, en þeir eru nú um 58 talsins. Geysilega mikil sjálf- boðavinna hefur verið unnin við þennan völl frá upphafi og þá einkum nú síðustu árin. Hafa fé- lagar haft eitt kvöld í viku á sumr- in sem vinnukvöld, og hafa þá mætt inn á völl til að vinna við völlinn. Það þarf ekki að taka það fram að bæði kynin stunda þessa íþrótt á Eskifirði sem og annars staðar þar sem golfvöllur er, en þó mætti kvenfólkið vera fleira. Klúbburinn hefur í nokkur ár haft starfsmann við völlinn á sumrin sem sér um að völlurinn sé alltaf í sem bestu standi. Hér hef- ur stuttlega verið sagt frá golf- íþróttinni á Eskifirði og eru hér á síðunni nokkrar myndir frá þess- um falleg velli, en þar hefur eng- um tekist ennþá að fara holu í höggi. Að lokum vil ég hvetja alla þá sem eiga leið þarna um að skoða þennan völl, hvort sem þeir hafa áhuga á golfi eða ekki, því svæði sem Byggðarholtsvöllur er á er mjög fallegt. Bjarni Stefáns setur beint ofan í. Á félagsmálanámskeiöi meö hjúkrunarfrœöingum. Tll áskriíenda Að undanförnu hefur borðið þó nokkuð á því að við höfum fengið Skinfaxa endursendan vegna þess að áskrifandi er fluttur og ekki er vitað hvert. Því viljum við biðja áskrifendur að láta okkur vita ef þeir breyta um heimilisfang og vilja fá blaðið áfram.__________________________ Áskriftargiald 1985 Með þessu blaði fylgir gíróseðill fyrir áskriftargjaldi 1985. Viljum við því biðja áskrifendur að greiða gjaldið sem fyrst, þar sem útkoma blaðsins byggir að mestu leyti afkomu sína á áskriftinni. Það verður því miður að segjast að innheimta áskrifta s.l. ár var ekki mjög góð og barst hún frekar seint. Áskriftargjaldið hækkar nú um 150 kr. fer úr 350 kr. í 500 kr. Veistu svarið? 1. Hverjir fara með forsetavald í forföllum forseta íslands? 2. Hvað þýðir latneska orðið video? 3. Hvað hétu Reynisstaðabræður sem urðu úti á Kili seint á átjándu öld? 4. Hver uppgötvaði það fyrstur manna að jörðin snýst kring- um sólu en ekki öfugt? 5. Hver samdi söguna um Greif- ann af Monte Cristo? 6. Hver var foringi liðsins er stóð að Njálsbrennu? 7. Hvernig er eyrnarmarkið and- fjaðrað? 8. Hver er höfundur tungumáls- ins Esperanto og hverrar þjóð- ar var hann? 9. Hvaða land í Suður-Ameríku heitir eftir breiddargráðunni? 10. Hvernig er ártalið 1985 skrifað með rómverskum tölum? 11. Hver mælti þessi orð „Ríkið, það er ég“? 12. Hvað er hringvegurinn langur? 13. Við hvaða fjörð er Hólmavík? 14. Hver er eina alíslenska barr- plantan? 15. Hvernig hljóðar seinni partur- inn af þessum húsgangi? Við það augun verða hörð. Við það batnar manni strax. Svör á bls. 21 SKINFAXI 5

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.