Skinfaxi - 01.06.1985, Page 9
Ásta Kata hœttii og Svana tekui vlö
Nú í byrjun júní hætti Ásta
Katrín Helgadóttir störfum hérna
á skrifstofunni, en nún hafði
unnið hér undanfarin ár. Hún
hefur nú flutt til Siglufjarðar og
ætlar að búa þar um ókomna
framtíð. Við starfi Ástu tók Svan-
hildur Kristjónsdóttir frjáls-
íþróttakona úr UMSK. Um leið
og UMFÍ þakkar Ástu fyrir góð
störf og óskar henni alls hins
besta í framtíðinni býður UMFI
Svanhildi velkomna til starfa.
Ásta Katrín og Svanhildur.
Rœktun lýös og lands
Saga UMFÍ Ræktun lýðs og
lands sem kom út fyrir tæpum
tveimur árum hefur ekki fengið
þá sölu sem við var búist. Er eins
og ungmennafélagar hafi ekki
tekið eftir því að bókin sé komin
út. Er þetta miður þar sem hér er
um að ræða mjög góða bók sem
hver ungmennafélagi ætti að eiga.
í henni er saga UMFÍ frá upphafi
rakin í máli og myndum. Er bók-
inni skipt niður í efniskafla eins
og landsmótin, iþróttir og Skin-
faxi og svo frv. Því vill Skinfaxi
benda mönnum á að þessi eigu-
lega bók fæst á skrifstofu UMFÍ
og einnig hjá héraðssamböndum
og kostar kr. 1.000.
Góöar
skýrslur
í apríl s.l. komu út skýrslur yfir
öll ungmenna- og íþróttafélög í
landinu, einnig skýrsla yfir öll
íþróttamannvirki. Eru skýrslur
þessar unnar af Þorsteini Einars-
syni fyrrum íþróttafulltrúa og
fjölfaldaðar í Menntamálaráðu-
neytinu. Er mjög mikill fengur í
skýrslum sem þessum þar sem
þær auðvelda mjög að gera sér
grein fyrir iþróttastarfsemi í land-
inu. En í skýrslum þessurn er
greint frá öllu því helsta í sam-
bandi við félög og íþróttamanna-
virki, stærð, byggingarár og stað-
setningu mannvirkja og stofnára
og starfsemi félaga. Vill Skinfaxi
þakka Þorsteini fyrir þetta mikla
verk sem gerð slikra skýrslna hlýt-
ur að vera.
SKINFAXI
9