Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.06.1985, Qupperneq 10

Skinfaxi - 01.06.1985, Qupperneq 10
Brídge Svörtu kóngarnír í svidsljósinu Guömundur P. Ainarson Það kannast allir spilarar við þá tilfinningu að sitja með kóng blankan á eftir ás í blindum og bíða þess í ofvæni hvort sagnhafi svínar eða tekur upp á þeim óskunda að fella kónginn undir ásinn. Oftast svínar sagnhafi, sem er eðlilegt, þar sem hann sér ekki öll spilin. En einstaka sinn- um blasir við að fella kónginn, eins og til dæmis í þessu spili hér: Noður s AG106 h KG t D87 I D842 Vestur Austur s 873 s K h 8432 h D1075 t 96 t AK10532 1 10975 1 A6 Suður s D9542 h A96 t G4 I KG3 Norður 3 spaðar Vestur Pass Austur — 1 tígull Pass Pass Pass Suður 1 spaði 4 spaðar Pass Vestur spilaði út tígulníu, sem austur drap á kóng og tók síðan ásinn og spilaði þriðja tíglinum til að eyðileggja tíguldrottninguna í borðinu. Sagnhafi stakk frá með trompdrottningunni og var ekki höndum seinni að spila næst trompi á ás og þakka pent fyrir sig. Suður hafði fulla ástæðu til að vera þakklátur. Austur lagði sig allan fram um að kjafta frá spaðakóngnum sínum — þegar hann spilaði þriðja tíglinum og vestur gat ekki yfirtrompað var orðið augljóst að vestur átti ekki spaðakónginn. Vörn austurs var ekkert til að hrópa húrra fyrir, hann hefði bet- ur drepið á tígulásinn og skipt síðan yfir í hjarta eða lauf. En gegn snjöllum sagnhafa hefði það samt ekki dugað. Útspil vesturs, tígulnían, lítur út eins og toppur af tveimur hundum, og það hlýt- ur að vekja ákveðnar grunsemdir hjá vakandi spilara ef austur hættir við tígulinn. II Suður hafði snör handtök við að tapa fjórum spöðum í eftirfar- andi spili. Láttu það ekki henda þig: Norður s — h D9752 t AK105 I 7542 Suður s AKDG1097 h — t 63 I K863 Norður Pass Vestur Austur — 1 tígull Pass Pass Suður 4 spaðar Vestur spilaði út laufníunni, sem austur drap á ás og sendi drottninguna til baka. Suður lagði kónginn heldur snarlega á og kastaði þar með frá sér eina vinningsmöguleikanum. Ertu með á nótunum? Það þarf ekki að fara í neinar grafgötur um það að laufnía vest- urs er einspil. Með G109, G9 eða 109 hefði hann ekki spilað út 10 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.