Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.06.1985, Side 11

Skinfaxi - 01.06.1985, Side 11
níunni. Auk þess velur vestur frekar að koma út í laufi en i opn- unarlit austurs, og það segir sína sögu. Gott og blessað, en hvað getur sagnhafi grætt á því að gefa laufdrottninguna? Norður s — h D9752 t AK105 1 7542 Vestur s 6543 h KG8643 t 84 1 9 Suður s AKDG1097 h — t 63 1 K863 Hann getur komið á réttri hrynjandi fyrir kastþröng á aust- ur í láglitunum. Hann gefur einu sinni, leggur svo kónginn á næst. Vestur trompar og spilar væntan- lega hjarta. Nú rennir sagnhafi trompunum í botn og nær fram þessari stöðu þegar eitt tromp er eftir: Norður: s — h D t AKIO 1 — Vestur Austur s — s — h KG h — t 84 t DG9 1 — 1 10 Suður s 7 h — t 63 I 8 í spaðasjöuna kastar sagnhafi hjarta úr blindum, en austur má ekkert spil missa. Hann getur ekki bæði haldið valdi á tíglinum og varðveitt hæsta laufið. Með því að setja strax upp lauf- kónginn eyðilagði sagnhafi möguleikann á því að ná fram þessari þvingun, eins og lesand- inn getur gengið úr skugga um með því að bæta við einu laufi á hendi sagnhafa og austurs. „Tempóið“ er ekki rétt fyrir þvingunina. III Við getum dregið þann lærdóm af þessum tveimur spilum að það er viturlegt að skoða útspilin vel. I báðum þessum spilum á sagn- hafi að geta fundið réttu leiðina ef hann gerir sér grein fyrir frá hverju verið er að spila út. En það þýðir ekki að menn eigi að leggja niður hefðbundnar útspilsreglur og taka upp handahófsreglur eins og að spila alltaf út þriðja spili frá vinstri. Alls ekki, því þegar litið er til lengri tíma kostar það meira að blekkja makker en vinnst við það að villa um fyrir sagnhafa. Austur s 82 h AIO t DG972 I ADGIO Fréttabréí HSH Nú nýlega sendi HSH frá sér myndarlegt fréttabréf sem er í brotinu A-4 og er prentað. í þessu bréfi er getið þess helsta sem er á döfinni í sumar hjá HSH, eins og sumarbúðir sem verða að Lýsuhóli í Staðarsveit. Þá verða veittir verð- launapeningar fyrir 3 efstu sætin í öllum greinum frjálsra íþrótta og einnig í sundi. Formaður HSH er Ingi Hans Jónsson í Grundarfirði. Skinfaxi óskar HSH til hamingju með þetta fréttabréf og vonar að framhald verði á. fþróttir á myndbandi Hjá FRÍ eru til nokkrar mynd- bandsspólur með ýmsum íþrótta- greinum, t.d. um stöng og frá Evrópumeistaramóti í Englandi. Spólur þessar eru fyrir VHS myndbandskerfið. Þeir sem hafa áhuga á að sjá þessar myndir geta snúið sér til skrifstofu FRÍ en sim- inn þar er 91-83686 og 83386. SKINFAXI 11

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.