Skinfaxi - 01.06.1985, Síða 20
Spjallad viö
Helga Aingiímsson
Borgarfjörður eystri er senni-
lega með fegurstu fjörðum lands-
ins, ef ekki sá fegursti, en þar búa
ekki margir eða um 240 manns.
Og er aðalatvinnan sjósókn og
landbúnaður, þó er þar starfrækt
fyrirtæki sem heitir Álfasteinn.
Það fyrirtæki framleiðir alls kon-
ar muni unría úr islensku grjóti.
Þar sem þetta fyrirtæki hefur
framleitt marga gripi fyrir
íþróttafélög fannst okkur tilvalið
að kynnast því aðeins nánar. Því
tókum við Helga Arngrímsson
framkvæmdatjóra þess tali er
hann kom einn daginn í heimsókn
til okkar á skrifstofuna.
— Hvenœi byijuöu þiö
meö þetta fyiiitœki?
Það var 'árið 1981, en við byrj-
uðum ekki að vinna fyrr en 1982.
— Hvaö standa rnargii aö
þessu fyiiitœki?
Það eru um 80 til 90 hluthafar,
en fyrirtækið er hlutafélag, og er
hreppurinn stærsti hluthafi með
um 40%.
— Hvaö vinna maigii hjá
ykkui?
Þetta eru þrjú fu!l störf og er
það nokkuð há prósent af íbúa-
tölu staðarins. Og það munar
mjög mikið um þetta í ekki stærra
byggðarlagi.
— Hvaö fiamleiöiö þiö
aöallega?
Einkum eru það minjagripir
sem gerðir eru vegna einhverra
ákveðinna tilefna. Eins og af-
mælisgjafir og viðurkenningar.
Helgi Arngrímsson.
— Veisla íþióttafélög mik-
iö viö ykkui?
Já töluvert, þó ekki mikið í
sambandi við verðlaun heldur
frekar sem viðurkenningar og
gjafir til einstaklinga og á milli
félaga.
— Hvaö getiö þiö útbúiö
stóiai plötui?
Við getum slípað stærst 20 x 35
cm. En við erum að gera smá leg-
steinsprufu núna og fáum þá slíp-
að annars staðar, og eru þeir
30x40 cm.
— Eiuö þiö aö hugsa um
útflutning?
Hann er ekki raunhæfur á
þessu stigi, ef ætti að gera það
myndum við verða að stækka við
okkur. Því útlendingar panta
yfirleitt svo mikið magn í einu, og
eins og er ráðum við ekki við það.
Við seljum eingöngu beint frá
okkur í pöntunum.
Guðmundur Gíslason
— Eiu möig slík fyiiitœki
til eins og þetta?
Nei, ég hef ekki heyrt um neitt
annað fyrirtæki neins staðar í
heiminum, sem gerir þetta eins og
við.
— Hvaöan fáiö þiö stein-
ana?
Mest í fjörunum heima eins og
basaltið, en gabbróið fáum við frá
Hornafirði og hrafntinnuna á
Kröflusvæðinu.
— Hvaöa steintegund ei
eifiöust i vinnslu?
Það er hrafntinnan, hún er svo
stökk og viðkvæm í vinnslu. Hún
er jafnframt dýrasta steintegund-
in okkar í útsölu.
Aímœlisgjöf.
—- Hvaö ei lengi veiiö aö
slípa einn stein?
Það getur tekið a.m.k. 5 daga
að slípa einn stein til að hægt sé
að grafa á hann.
— Jívað eiuö þiö meö
margar steintegundír?
Við erum mest með fjórar, þ.e.
hrafntinnu, jaspis, gabbró og
basalt.
20
SKINFAXI