Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.06.1989, Page 4

Skinfaxi - 01.06.1989, Page 4
Frá ritstjóra... Er það ekki sjálfgefið að allt sé á réttri leið hvað varðarstöðu kvenna innan íþróttanna? Að í nútíma þjóðfélagi sé ekki lengur um þá fordóma og fáfræði að ræða sem áður voru fyrir hendi? Það væri nú ánægjulegt ef myndin væri þetta ánægjuleg sem við bregðum upp hér í blaðinu. Að þessu sinni er tekin fyrir staða kvenna í íþróttum. Hún er að sjálfsögðu ákaflega mismunandi. Samkvæmt því sem Ingibjörg Hinriksdóttír segir í grein hér í blaðinu um knattspyrnu kvenna, fær kvenna- knattspyrnan allt of litla athygli fjölmíðla og forystumanna í knattspyrnuhreyfingunni. Oft haldast þessi tvö atriði í hendur; athygli fjölmiðla og athygli ráðamanna. Hjördís Árnadóttír, íþróttafréttamaðurá RÚV, svarar þessu fyrir sína hönd í viðtali á þann veg að athygli fjölmiðla fari fyrst og fremst eftir því hvernig íþróttamennirnir standi sig, karlar sem konur. Hjördís bendir einnig á að ráðamenn félagannasetji oft mestfjármagnið í meistaraflokk karla í boltaíþróttum, síðan í yngri strákana og afganginn, sem þá er oft orðinn rýr, til kvenfólksins. Það er því margs að gæta í þessum málum. Þórdís Gísladóttir, frjálsíþróttamaður, bendir á það í viðtali hér í blaðinu að það vanti konur f stjórnir félaganna. Þórdís segir að konur hafi ekki verið nógu duglegar að koma sér í áhrifastöður í íþróttahreyfingunni þarsem það er oft ákveðið hverjir fá athyglina. Þórdís bendir eínníg á að hlutskípti kvenna sé ekki saman að jafna í frjálsíþróttum og flokkaíþróttum. Árangurkvenna ífrjálsíþróttum miðast ekki við næsta félaga jafn mikið og í flokkaíþróttum. Frjálsíþróttakonan er metin á eigin árangri. Konur í flokkaíþróttum þurfa hins vegar á mun meíri stuðningi að halda frá sínu félagi og sínum félaga. Það sem færir þessi mál.til betri vegar er opin og fjörleg umræða þar sem fólk viðrar ólíkar skoðanir og kemst að einhverri sameiginlegri niðurstöðu. Á þetta hefur skort nokkuð að undanförnu. Skinfaxi er opinn fyrir þessari umræðu. Útgefandi: Ungmennafélag íslands. - Ritstjóri:lngólfur Hjörleifsson. - Ábyrgöarmaður: Pálmi Gíslason. - Stjórn UMFÍ: Pálmi Gíslason, formaður, Þórír Haraldsson, varaformaður, Þórir Jónsson, gjaldkeri, Guðmundur H. Sigurðsson, ritari. Meðstjórnendur:Dóra Gunnarsdóttir, Kristján Yngvason, Sigurbjörn Gunnarsson. Varastjórn: Magndís Alexandersdóttir, Hafsteinn Pálssson, Matthías Lýðsson, Sæmundur Runólfsson. - Afgreiðsla Skinfaxa: Öldugata 14, Reykjavík, S:91-12546 - Setning og umbrot: Skrifstofa UMFÍ. - Prentun: Prentsmiðjan Oddi. - Pökkun: Vinnustofan Ás. Allar aðsendar greinar er birtast undir nafni eru á ábyrgð höfunda sjálfra og túlka ekki stefnu né skoðanir blaðsins eða stjórnar UMFÍ. 4 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.