Skinfaxi - 01.06.1989, Síða 10
vandræðunum. Þær stelpur áttu mikið
hærri stökk en 1.73. Hástökkskeppnin
vannst síðan á 1.93 m. En ég man að
þegar ég var að ganga út af vellinum
einsetti ég mér að þetta sky ldi ekki gerast
aftur. Ég sagði við sjálfa mig: „Þórdís,
þetta kemur aldrei fyrir aftur. Annað
hvort gerir þú eitthvað í þessu eða hættir.”
Það kom svona mikill metnaður í mig
við þessa lífsreynslu.”
Olympíufarar tala allir um þá miklu og
ógleymanlegu reynslu sem
opnunarhátíðir Olympíuleika eru. Hin
15 ára Þórdís Gísladóttir var engin
undantekning.
„Opnunarhátíðin varalvegstórkostleg
upplifun og engu öðru lík. Þegar við
komum inn á völlinn gengum við eina
200 metra eftir brautinni og stilltum
okkur síðan upp inni á vellinum. Mér
fannst hins vegar eftir á að við hefðum
gengið marga hringi. Þetta var allt svo
stórt og mikið að ég missti alla yfirsýn.
En þetta var lífsreynsla sem maður býr
að alla æfi.
Fráleitt að keppa á
Ólympíuleikum
Eftir á hef ég hins vegar áttað mig á því
að ég var ekki nægilega vel undirbúin
fyrir þessa leika. Þetta gerðist mjög
óvænt. Ég setti Islandsmet í hástökki
um sumarið, á Norðurlanda-bikarkeppni
kvenna sem vakti mikla athygli og náði
þar með lágmarki fyrir leikana. Þar með
var það svo til sjálfgefið að ég keppti
þar. En mér hefði auðvitað þótt það
fráleitt að keppa á Ólympíuleikunum ef
það hefði verið nefnt við mig nokkru
fyrr. En þegar slíkt var orðið staðreynd
var auðvitað ekkert annað að gera en að
standa sig.
Annars var það dálítið einkennilegt að
ég var eftir hástökkskeppnina næstum
viss um að ég ætti ekki eftir að fara aftur
á Ólympíuleika. Ég hugsaði sem svo að
þá væri ég a.m.k. búin að fara á
Ólympíuleikana og ég hafði á
tilfinningunni að það gerðist ekki aftur.
Það er auðvitað kannski sérkennilegt að
15 ára stelpa sem er komin á
Ólympíuleikana sé að velta því fyrir sér
að þessir séu hennar síðustu. Síðan hef
ég farið í annað hvort skipti. Ég var
tveimur sentimetrum frá lágmarki
Moskvuleikanna. Þá var valið á milli
þeirra sem voru næst lágmörkunum, ég
var ekki valin og var fegin því. Ég vildi
ekki fara nema hafa náð lágmarki. Svo
komst ég til Los Angeles '84 en ekki til
Seoul. Kannskiégkomisttil Barcelona”,
segir Þórdís hlæjandi. „Ætli það fari
samt ekki helst eftir því hvernig mér
gengur með barnið”, segir Þórdís og
tekur um magann.
Hvernig var með aðrar greinar? Nú
hefur þú verið meira en liðtœk í
fjölmörgum greinum, t.d. stuttu
hlaupunum.
„Já. Ég fór að hlaupa með hástökkinu
mjög fljótlega og mér finnst það hafa
komið mér mjög vel. Ætli Guðmundur
hafi ekki vitað þetta þegar hann setti mig
með íaðrargreinar. Svo ég fengi nú ekki
leið á hástökkinu of fljótt. Ég æfi svo
alltafgrindahlaupiðmeðhástökkinu. Það
er mjög gott upp á taktinn að gera í
stökkinu.
Ekki lengur
unglingsgrey
Svo skipti ég um þjálfara 1979 þegar
Þráinn (Hafsteinsson, frjáls-
íþróttaþjálfari, íslandsmethafi ítugþraut
og eiginmaður Þórdísar) fer að þjálfa
mig. Þá kemur inn í minn feril mikið
öðruvísi og markvissari þjálfun. Ég var
ekki lengur unglingsgrey og kynntist nú
meiri skipulagningu í æfingaáætlun,
uppbyggingu fyrir keppnistímabil og
öðru þess háttar. Það var kannski happ
fyrir mig að Guðmundur Þórarins var
einn með alla IR þjálfun og hafði því
ekki tíma til að einbeita sér um of að mér.
Það er nauðsynlegt að taka þetta í
þrepum, sérstaklega þegar ferillinn er
svona langur. Það er hægt að eyðileggja
efnilegt fólk með því að keyra með það
í of stranga þjálfun á unga aldri. Það
verður að vera hægt að taka hlutina í
þrepum kynnast nýjum hlutum í
áföngum, fá alltaf eitthvað nýtt að glíma
við. Ég var svo heppin að geta það.”
Það hefur ekki verið um aðrar
íþróttagreinar að rœða hjá þér?
„Það er náttúrulega dálítið óvenjulegt
með mig að ég er komin á Ólympíuleika
15 ára og þar með búin að velja mína
grein mjög snemma. Það þýðir ekki
fyrir mig að vera síðan að hlaupa út um
allt á alls konar æfingum. En ég æfði
blak aðeins með þessu, einnig sund áður
en ég varkomin á fullt ífrjálsum. Blakið
var ágætt með hástökkinu til að byrja
með, ekki svo erfið íþrótt og góð fyrir
stökkkraftinn. Enþaðvarfljótlegaorðið
þannig að ég var að koma koma heim
klukkan tólf á svo til hverju kvöldi af því
að ég fór á blakæfingu eftir
frjálsíþróttaæfingu. Það gekk auðvitað
ekki lengi. Þetta var á skólaárunum í
Versló.”
En hvencer skiptir þú úr IR yfir í
Skarpéðin ?
„Það var '85, held ég.” Nú brosir
Þórdís. „Það má segja að ég hafi gifst
inn í HSK”, segir hún og hlær. „Það var
um svipað leyti og ég giftist Þráni. Við
fluttum á Selfoss og rákum þar fyrirtæki
með foreldrum Þráins. En ég hef alltaf
taugar til ÍR þó mér finnist alveg jafn
skemmtilegt í HSK, þar hef ég kynnst
Þórdís á Vormóti HSK á Selfossi í vor ásamt Oddnýju Arnadóttur, IR og
Geirlaugu B. Geirlaugsdóttur, Armanni.
10
SKINFAXI