Skinfaxi - 01.06.1989, Side 11
Þórdís yfir ránni meðan húnvar enn íIR. DV mynd.
góðu fólki og líkar vel. En margir mínir
bestu vinir eru líka í ÍR.”
Landsmótið á Húsavík er því fyrsta
Landsmót Þórdísar sem keppanda.
„Mér fannst það dálítið kyndugt þegar
við vorum í rútunni á leiðinni til
Húsavíkur að fólk var að tala um fyrri
Landsmót, einhverjir höfðu verið á þetta
og þetta mörgum Landsmótum. Þarna
var ég líka búin að vera í frjálsíþróttum
í 15 ár og var að fara á mitt fyrsta
Landsmót sem keppandi!
Landsmótsrómantík
Ég hafði tvisvar verið áhorfandi á
Landsmóti, það var á Selfossi og síðan á
Akureyri. Selfosslandsmótið varð
reyndar sögulegt og skemmtilegt því þar
kynntist ég Þráni fyrst. Svona dálítil
Landsmótsrómantík!
Svo var það einnig að ég var að jafna
mig eftir meiðslin á Ólympíuleikunum
þegar ég skaddaði liðþófa í hné, eins og
ég sagði frá hér fyrr. Ég átti að fara í
uppskurð bráðlega og mátti eiginlega
ekki fara áþetta Landsmót. En hugsunin
um að komast í mörg þúsund manna
tjaldbúðir á þessu mikla íþróttamóti var
ómótstæðileg.
Ég var að vinna í banka þetta sumar,
gat varla stigið í fótinn og sama dag og
ég ætlaði austur á Landsmótið þurfti
faðir minn að sækja mig í bankann. Ég
átti að fara í myndatöku vegna þess að
það var nýbúið að ákveða að ég skyldi
skorin upp. Ég var hins vegar óð í að
komast austur. Ekki bætti það úr skák að
ég festi mig í liðnum þar sem ég sat við
vinnu mína. Það lagaðist reyndar um
leið og ég hreyfði mig eitthvað. En ég
hljóp um stofurnar heima til þess að sýna
fram á að ég gæti vel farið á Landsmótið,
væri stálslegin. Það gat sem sagt ekkert
stöðvað mig og það varð úr að ég fór. Og
þar kynntist ég Þráni.
Erfitt aö byrja aftur
í 1.30
En næstu jól var ég skorin upp og svo
fórum við út árið eftir til Kanada til að
æfa. Ég þurfti að ná mér upp eftir
uppskurð og það var erfitt að þurfa að
byrja að stökkva 1.30 þegar ég átti best
1.76m. En Þráinn hjálpaði mérgeysilega
mikið, var þolinmóður og laginn við að
stappa í mig stálinu. Áður en við fórum
til Kanada fórum við í þriggja vikna
æfingabúðirtil Italíu, vorið '79. Á Ítalíu
kynntumst við kanadíska lands-
liðsþjálfaranum í hástökki og hann bauð
okkur að koma til sín næsta vetur, sem
varð úr. Kanadadvölin varð árangursrík
sem sýndi sig í því að seinni hluta þess
sumars stökk ég aftur 1.76, á mínu fyrsta
móti. Þetta ár bætti ég mig mikið því ég
fór þá upp í 1.80 m. Það var stúlknamet
og stendur enn.”
Við rœðum nœst neikvæðu hliðina á
ströngum íþróttaferli.
„Meiðslin eru það sem setur strik í
reikninginn varðandi það að njóta þess
að eyða öllum þessum tíma í íþróttir. Ég
hef lent einum 4 til 5 sinnum í meiðslum
sem hafa sett mína æfingaáætlun úr lagi.
Ég hef oft byrjað vel. Náð góðum
stökkum á fyrstu mótum sumarsins og
lofað góðu en svo hefur engin breyting
orðið, engin framför. Þá veit fólk kannski
ekki að því að ég hef átt í meiðslum eins
og hefur gerst hjá mér. Sérstaklega
seinni árin og það er töluvert spælandi.
Til dæmis þegar Evrópubikarinn var hér
1985, þegar ég náði 2. sæti í hástökkinu
með 183 m. Þá voru hásinarnar á mér í
skralli eftir að ég hafði meiðst alvarlega
á móti erlendis. En það munaði miklu
hvort ég keppti eða einhver önnur. Mér
versnaði a.m.k. stórlega eftir þessa
keppni.
Tefldi á tæpasta vað
Kannski var ég að tefla á tæpasta vað
en mér fannst það skylda mín að vera
með. Við svona aðstæður hefur verið
gott að hafa þjálfaraeins og Þráin. Þegar
maður var farinn að halda að maður
kæmi ekki aftur eftir þessi meiðsli, þá
sagði Þráinn: „Víst kenturþú aftur. Þetta
SKINFAXI
11