Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.06.1989, Page 17

Skinfaxi - 01.06.1989, Page 17
röð en það að úthaldið sé ekki lengra en þrjú ár er ekki vænlegt til árangurs í hlaupa- greinum. Það er hins vegar skoðun mín við núverandi aðstæður sé ekki hægt að gera miklar kröfur lil framfara hjá hlaup- urum hér á landi a.m.k. þeim sem hlaupa lengra en 200 metra. Veðurfar og aðstaða eru þannig, að auðvelt er að missa áhugann og hætta. Stundum kemur það því upp í hugann hvort Landsmótin halda hlaupurunum nægilega vel við efnið og hvort þrjú ár í næsta Landsmót sé of langur tími að stefna að í okkar stormasama landi. Helga - íris - Ragnheiður - Þórdís Hér áður fyrr byrjuðu stelpur seint að keppa í frjálsum íþróttum. Þær hafa annan grunn að byggja á og fyrir stuttu síðan hættu þær í íþróttum fyrir tvítugt og fóru margar að eiga böm. Nú eru breyttir tímar og síðustu tvo áratugi hafa konur getað frestað bameignum og þær sem hafa náð lengst á frjáls- íþróttabrautinni í dag hafa stundað íþrótt sína frá unglingsaldri og í einn áratug eða lengur. Þessi breyting hefur valdið byltingu í árangri í kvennaíþróttum og þær Helga, íris, Ragnheiður og Þórdís hafa sannarlega markað spor í íslenskri kvennafrjálsíþróttasögu og eiga miklar þakkir skyldar. Þær hafa fórnað miklu fyrir íþrótt sína. Þær hafa nýtt sér tækifæri til þess að nema og æfa erlendis (í betra veðurfari) og árangur hefur ekki látið á sérstanda. Meðvinnusinniímörgárvið æfingar og keppni hafa þær náð svipuðunt árangri og bestu karlmenn okkar (miðað við alþjóðamælikvarða) sem sýnir okkur það, að hafi konur aðstæður og metnað til að ná langt á íþróttabrautinni, þáer það hægt nú síðari ár. Stelpur! Ef þið ætlið, þá getið þið þetta líka. viku. Síðurnar voru alls 44 og voru birtar 67 myndir af körlum en aðeins 5 myndir af konum og ef Ragnheiður Run- ólfsdóttir sundkona hefði ekki unnið afrek á Kýpur þá vikuna, hefði myndunum fækkað um þrjár. Fjölmiðlafræðingar segja að myndefni fjölmiðla sé áhrifamikið og ef allar vikur ársings á íþróttasíðum dag- blaðanna eru eins og sú vika sem ég athugaði þásýnirþað okkur einn hlut. Karlar eru það sem við eigum að sjá myndir af í íþróttum. Og þá kemur aftur upp í hugann setningin hans Sigurðar Greipssonar sem ég vitnaði til hér fyrr í greininni um óhugnarlegu strekktu vöðvana á konum. Er þetta e.t.v. hlutur sem er körlum á móti skapi. Yfir90% stjórnenda íþróttaefnis í fjölmiðlun eru karlmenn. Það er því umhugsunarefni hvort við eigum áfram að eftirláta þeint að ákveða hver sé þess virði að fá birta mynd af sér í blöðunum, á þann hátt stjórna almenningsálitinu. Eða eigum við að koma á þeirri hugarfarsbreytingu að það sé jafn eðlilegt að konur stundi afreksíþróttir og karlar? Umræöur um kvennaíþróttir Það er ekki af ástæðulausu að Svavar Gestsson, menntamálaráðherra, ásamt ráðherrum íþróttamála í Evrópu, héldu þing hér á landi í lok maí, þar sem m.a. var fjallað um það hvernig megi auka hlut kvenna í íþróttum og öllu íþróttastarfi. Einhvers staðar er pottur brotinn og ég fagna því að hér í Skinfaxa skuli tekin upp umræða um konur í íþróttum. Ef það er skoðun okkar að íþróttir séu fyrir alla, þá þurfa efndir að fylgja orðum og umfjöllun að vera í jafnvægi. Unnur Stefánsdóttir er frjálsíþróttamaöur úr HSK. Ingibjörg ívarsdóttir, HSK, er ein af þeim sem hafa nú stundað frjálsíþróttir afkrafti um árabil.. Eru eingöngu karlaíþróttir fyrir fjölmiöla? Fyrir rúmum 40 árum voru konur ekki meðífrjálsum íþróttum. Núerþátttaka þeirra svipuð og hjá körlum. Því má spyrja hvort fjölmiðlar hafi haft einhver áhrif og hvort þeir sinni kvenna- og karlaíþróttum jöfnum höndum. Að gamni mínu tók ég það saman um daginn hvernig væri háttað myndbirtingum á íþróttasíðum tveggja dagblaða í eina Bryndís og Hugrún Ólafsdœtur og Ragnheiður Runólfsdóttir. Fá þœr þá umfjöllun sem þœr eiga skilið ífjölmiðlum. SKINFAXI 17

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.