Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.06.1989, Page 20

Skinfaxi - 01.06.1989, Page 20
Kvennaknattspyrna Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar um ástandið í knattspyrnu kvenna 4.flokkur Breiðabliks íkvennaflokki 1988. Gott starfer nú unnið innan Breiðabliks í kvennaknattspyrnu. Eitt dœmið er Gull og Silfur mótið sem haldið hefur verið árlega fyrir 3. og 4.flokk kvenna síðustu 4 ár. 1982. Hlutdeildkvennaíknattspyrnunni í heild er kannski ekki mikil en engu að í sumarbyrjun ár hvert fyllast allir fjölmiðlar sem fjalla um íþróttir af umfjöllun um knattspymu. Spáð er í spilin, hvar ætli þetta eða hitt liðið hafni í deildinni. Tekst Fram að verja titilinn eða verða Valsarar sterkari. Falla FH- ingar eða verða það Víkingar sem þurfa að bíta í það súra epli. Misvitrirknattspymuspekingarskeiða fram á ritvöllinn eða setjast fyrir framan hljóðnemann og spá um úrslit ieikja. Spárnareru að sjálfsögðu misjafnar, hver og einn á sitt uppáhaldslið og fæstum þessara manna tekst að spá rétt til um úrslit enda er enginn leikur unninn fyrirfram. En allir þessir spekingar eiga eittsameiginlegt, þettaerualltkarlmenn að spá um úrslit í leikjum annarra karlmanna. Toppurinn á karlmennskuímyndinni? Knattspyman hefur oft verið álitin toppurinn á karlmennskuímyndinni í íþróttum. Það voru karlmenn sem fyrstir léku knattspyrnu, það eru karlmenn sem þjálfa ungadrengi íþessari göfugu íþrótt og síðast en ekki síst það eru karlmenn sem halda um stjórnvölinn á toppnum, bæði í félögunum og hjá Knattspyrnu- sambandinu. Það sem oftast gleymist er það að það eru fleiri en karlmenn sem æfa og leika knattspyrnu. Nú á síðari árum hefur knattspyrnan notið æ meiri vinsældahjástúlkum. Leikiðhefurverið í deildakeppni frá 1972 og leikið hefur verið í yngri flokkum kvenna frá árinu síður athygli verð. Lítil athygli Stúlkur koma aldrei til með að standa jafnfætis karlmönnum í knattspyrnu og er þar líkamsburðum fyrst og fremst um að kenna, eða þakka! Engu að síður standa þær þeim Iítt að baki hvað varðar tækni og kunnáttu á leiknum sjálfum. Þessi kunnátta þeirra og leikni fær því miður alltof litla athygli fjölmiðla og forystumanna knattspyrnuhreyf- ingarinnar. Þeirsem hafahaftafskipti af kvennaknattspyrnu hafa oft hreinlega gefist upp vegna þess að störf þeirra hafa ekki hlotið þá athygli sem þeim hefur fundist að hún ætti skilið. Þessir aðilar hafa oftar en ekki verið karlmenn. Karlmenn, sem eru vanir því að hljóta meiri athygli fyrir störf sín, bæði innan þess félags sem þeir starfa fyrir og stjómar KSÍ. Það er þessi skortur á athygli sem helst hefur verið umkvörtunarefni þeirra sem starfa að málefnum kvennaknattspyrnunnar sem og stúlknanna sjálfra. KSÍ er langfjölmennasta sér- sambandið innan Iþróttasambands Islands. Stjórn þess er skipuð karlmönnum sem líta á knattspyrnuna sem sitt annað líf og völlinn sem sitt annað heimili. Þessi menn hafa átt veg og vanda af þvf að byggja upp marga af þeim knattspyrnumönnum sem nú gera garðinn frægan erlendis. Framtak þessara manna verður seint fullþakkað og störf þeirra eru meðal þeirra óeigingjörnustu sem fyrirfinnast. En betur má ef duga skal. Margir þessara manna hafa aldrei séð stúlkur leika knattspymu og fæstir þeirra hafa nokkru sinni haft afskipti af kvennaknattspyrnu. Afstaða KSÍ Vegna þessa líta stúlkur sem iðka knattspyrnu oft hornauga til þeirra sem stjóma og mörgum þeirra er beinlínis meinilla við forystu KSÍ. Þessi afstaða á að mörgu leyti rétt á sér. Afstaða KSI til kvennaknattspyrnu hefur ekki verið 20 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.