Skinfaxi - 01.06.1989, Síða 22
knattspyrnunni. í 9. grein laga KSÍ
stendur orðrétt: “Stjóm KSI skal strax
að loknu ársþingi skipa eftirtaldar
nefndir:
Aganefnd
Dómaranefnd
Kvennanefnd
Landsliðsnefnd
Mótanefnd
Tækninefnd
Unglinganefnd”
Og hverjar eru efndimar við þessa 9.
grein?
Það var skipað í allar nefndimar nema
Kvennanefnd. Ástæður þess eru ekki
kunnar en vissulega hafa heyrst raddir
um að enginn stjómarmanna KSI hafi
viljað taka starfið að sér.
Neyddir í starfið
Það hefur verið altalað meðal þeirra
sem bera hag kvennaknattspymunnar
fyrir brjósti að þeir stjómarmenn innan
KSI sem hafa gengt formennsku í þessari
nefnd hafi verið hálfpartinn neyddir til
þess að taka starfið að sér. Þrátt fyrir það
er næstum óhætt að fullyrða að þeir sem
hafa starfað með stúlkunum hafa undrast
á getu þeirra og öðlast meiri skilning á
framgangi kvennaknattspyrnunnar. í
ársskýrslu KSÍ 1987 segir m.a.: “Út á
víð er liðsheildin sterk og samhent og
mjög til fyrirmyndar í allri framgöngu
og knattspymulega séð ekki svo miklir
eftirbátar hinna þýsku stallsystra
sinna...en reynslan var ekki söm og
undirbúningur okkar allur minni en
þeirra... Nokkrir aðilar hafa látið sig
skipta íslenska kvennaknattspymu, en
ekki nógu margir, leyfi ég mér að segja,
en þökk sé KSI fyrir þetta framtak og
þökk sé þeim sem studdu til átaka
konurnarokkar, sem börðust og börðust,
en þarf ekki að kalla fleiri til verka? Ég
er nú heldur betur á því hafandi sjálfur
verið í áranna rás fremur fáskiptinn um
þessi mál og jafnvel lagt eyrun við
úrtöluröddum. Þar skortir mig víðsýni
og jafnvel þor, sem ég vil nú gjarnan
bæta fyrir með því að leggjast á sveif
með þeim sem vel vilja kvenna-
knattspyrnu á íslandi. Okkur ber skylda
til að hlúa vel að þeim frjóanga sem
skotið hefur kolli úr jörð, hann skal
verðameiðurhár, sem teygirgreinarum
landið allt.
Gefum íslenskum knattspymukonum
Þeirra er framtíðin!
fleiri tækifæri til að sanna sig í keppni
við stöllur sínar erlendar, þar er verk að
vinna.”
Það skyldi þó aldrei vera að Rafn
Kvennaknattspyrna
á Landsmótinu í
Mosfellsbæ
Ákveðið hefur verið að á 20.
Landsmóti UMFÍ að Varmá í
Mosfellsbæ verði keppni I krtatt-
spymu kvenna. Á undanfömum
Landsmótum hefur verið keppt í
knattspymu karla en nú skal bætt þar
víð og verður keppt í tvemur riðlum,
A og B. riðli.
Hjaltalín, sem á heiðurinn að
ofangreindri skýrslu, hafi hitt naglann á
höfuðið þegar hann játar að hann hafi
skorl víðsýni og jafnvel þor til þess að
hlúaað íslenskri kvennaknattspyrnu. Er
það kannski aðeins kjarkleysi og skortur
á víðsýni sem er þess valdandi að í dag
er ekkert kvennalandslið, aðeins 7 lið í
l.deild kvenna og 2 lið í 2. deild (nei,
þetta er ekki prentvilla það eru aðeins 2
lið í 2,deild). Ef svo er þá ættu
stjórnarmenn KSI og þeirra félaga sem
ekki hafa kvennaknattspyrnu á sínum
snærum að hleypa í sig kjarki til þess að
búa vel að stelpunum sent vilja leika
knattspyrnu, þeirra er framtíðin.
Ingibjörg Hinriksdóttir
Höfundur hefur mikið starfað að
knattspyrnumálum, m.a. innan
Breiðahliks..
22
SKINFAXI