Skinfaxi - 01.06.1989, Blaðsíða 23
Við hugsum
Rætt viö Jónas Þórhallsson, stjórnarmann í
knattspyrnudeild Ungmennafélags
Grindavíkur, um stóra drauma og
raunverulegar staðreyndir um mikið starf
Það eru ekki mörg félög sem hafa
verið byggð upp af jafn miklu harðfylgi
og dugnaði á undanfömum árum og
Ungmennafélag Grindavíkur. I dag eru
Grindvíkingar með eitt besta
körfuknattleikslið á landinu, meistara-
flokkur karla er í Urvalsdeildinni og
yngri flokkarnir lofa góðu. Knattspyrn-
an er í mikilli uppsveiflu, þar misstu
Grindvíkingar naumlega af sæti í annari
deild í fyrra en eru ofarlega í 3 deild
þegar þetta er skrifað.
Og það er knattspymudeildin sem hefur
vakið sérstaka athygli fyrir snöfur-
mannlega uppbyggingu á sinni keppnis-
og æfingaaðstöðu. Það er ekki langt í að
aðstaðan verði nákvæmlega eins og sést
á þeirri teikningu sem er á næstu opnu.
Það eina sem vantar upp á að þessi
teikning sé nákvæm lýsing á
raunverulegum aðstæðum er trjá-
gróðurinn. Knattspyrnumenn hyggjast
hins vegar ráða bót á því mjög fljótlega
með gróðursetningu.
Draumsýn Jónasar
Fyrir tæpum tveimur árum var talað
um þessa teikningu sem „draumsýn
Jónasar”. Jónas þessi Þórhallsson er
einn af þeim kraftamönnum sem nú eru
í forvígi knattspyrnudeildarinnar í
Grindavík. Við tókum hann tali fyrir
nokkru í hinu glæsilega félagsheintili
knattspyrnudeildarinnar við Austurveg
í Grindavík sem inniheldur skrifstofu,
funda, og veitingasal og eldhúsaðstöðu.
Jónas varbeðinn að lýsa tilurð svæðisins
sem inniheldur vallarhús með geymslu
og sturtum, félagsheimilinu fyrrnefnda
og tveimur knattspyrnuvöllum, malar-
og grasvelli.
„ Við erum nú búnir að vera með þessar
hugmyndirfrá 1983. Þágengum viðvel
Jónas Þórhallsson,
lengst til hœgri með
þeim Gunnlaugi
Hreinssynii
formanni UMFG
og Guðjóni
Ólafssyni, þjálfara
meistaraflokksliðs
UMFG í hinu
glœsilega
félagsheimili þeirra
Gindvíkinga.
frá malarvellinum en umhverfið var þá
svo að segja bert hraunið. Síðan höfum
við tekið þetta í áföngum. Það var 1986
sem við tókum félagsheimilið í notkun
og einn þeirra sem átti hvað mestan þátt
í þessari uppbyggingu og var nokkurs
konar vítamínsprauta á okkur hin heitir
Sigurður Ólafsson. Hann er látinn fyrir
rúmu ári síðan en ég vil nú líta á hann
sem e.k. föðurknattspymu-deildarinnar.
Að hugsa eins og
1. deildarmenn
Ég held það sé ekki hallað á neinn
annan af þeim tjölmörgu sem hafa lagt
hér hönd á plóginn þó Sigurður hafi
þetta viðurnefni. Hann sagði einhverju
sinni að Grindavíkurliðið væri eina 3.
deildar liðið á landinu þar sem hugsað
værieinsoghjál.deildarliðum. Égheld
að það sé ekki fjarri sanni. Sigurður
hugsaði stórt og smitaði út frá sér.
Vinnan við félagsheimilið var um 90%
í sjálfboðaliðsvinnu. En við fram-
kvæmdum þetta þannig að við sjálfir
megnið af vinnunni en réðum síðan á
lokasprettinum einn af félögum okkar,
Hilmar Knútsson, húsasmíðameistara í
vinnu og komum síðan á kvöldin og
hjálpuðum honum. Við vorum búnir að
setja fastan dag sem vígsludag hússins,
26. júlí 1986, og svona fórunt við að því.
SKINFAXI
23