Skinfaxi - 01.06.1989, Blaðsíða 24
Framtíðin hjá UMFG? S.flokkurinn ásamt þjálfara sínum Pálma Ingólfssyni.
Það var rigning og rok þegar Skinfaxi var á ferðinni en þeir létit það ekki aftra
sér strákarnir og voru hressir.
Þó eru hæðir og lægðir í
byggingarsögu þessa húss. Það stóð í
tvö ár, sem einföld grind og sumir hér í
bæ voru farnir að tala um að það væri
ekkert annað að gera en að kveikja í
þessu, þetta yrði ekkert annað en grind.
Þá settumst við niður hér í knattspymu-
deildinni '86 og skipulögðum fram-
kvæmdir. Síðan tilkynntum við íviðtali
við Dagblaðið að við ætluðum að klára
húsið á næstu mánuðum og fara síðan í
að gera stóran grasvöll með haustinu. Þá
héldu menn að við værum annað hvort
famir að kalka eða það væri allt of mikið
loft í okkur. En við vígðum húsið og
fórum síðan í ágúst í völlinn. I lok ágúst
höfðu bæjarstarfsmenn lokið við að mæla
út framtíðarvöllinn. Þá kom ýta frá
bænum og ruddi fyrir svæðinu. Síðan
komu vörubílar og skutluðu undirlagi í
völlinn og þegar það var komið tókum
við við. Það var eftir að jafna út
undirlaginu, tína grjót og svo framvegis.
Síðan sáum við um þökurnar. Þó það
hafi verið svona fjögurra manna kjarni
sem kom þessu áfram mættum við mjög
jákvæðum anda frá fólki og fyrirtækjum
hér í bænum. Vörubílstjórar gáfu mikla
vinnu svo aðeins fáir séu nefndir. En ég
vil sérstaklega fá að þakka Boga
Hallgrímssyni fyrir hans óeigingjarna
starf. Hann er um sextugt, á son í
meistaraflokknum og mætti í svo til
hverja einustu klukkustund sem unnin
var hér. Hann er ekki í stjóm eða neinu
slíku. Það var bara hans áhugamál eins
og margra annarra að sjá fal legan gras völ 1
rísa hér í Grindavík.
120 auglýsingaskilti
Það eru um það bil 250 fyrirtæki í
Reykjavík og nágrenni sem byggja
afkomu sína á þjónustu við sjávarútveg.
Við erum nú með um 120 aug-
lýsingaskilti hérávellinum. Viðgerðum
fasta samninga við þessi fyrirtæki til
mislangs tíma. Greiðslan fyrir afnotin á
vellinum til auglýsinga var í mörgum
tilfellum í formi efnis til vallarins og
hússins. Við sömdum t.d. þannig við
BM Vallá um auglýsingaspjald til
þriggja ára fyrir steypu á kanti og stéttum
hér kringum húsin.
Félagsheimilið er mikið notað af
ýmsum félögum hér á staðnum, þannig
að nýtingin er mikil. Þegar farið var að
huga að innréttingum í húsið voru sumir
að tala um að við gætum fengið stóla hér,
sófa og borð þar og svo framvegis. En
við vildum ekkert túsk á hlutunum og
keyptum allt nýtthérinn. Og sú ákvörðun
hefur sannað gildi sitt, fólk úr ýmsum
hópum bæjarfélagsins gengur hér vel
um og enn er hér allt eins og nýtt. Ef við
hefðum fengið gamla hluti í húsið hefði
þetta verið eins og úr sér gengin verbúð
í dag og fólk hefði gengið um húsið í
samræmi við það. Við náðum
hagstæðum samningum við fyrirtæki í
þessu sambandi sem er með
auglýsingaskilti viðvöllinn. Viðfengum
húsgögn á niðurgreiddu verði vegna
auglýsingaskiltanna.
Jákvæður stuðningur
fyrirtækjanna
Samhliða þessari framkvæmd vorum
við með rekstur deildarinnar á fullu. En
við gætum auðvitað ekki staðið í svona
framkvæmdum nema með miklum og
jákvæðum stuðningi fyrirtækja og
sveitarfélagsins hér í Grindavík.
Forstjórar stærslu fiskvinnslu-
fyrirtækjanna hér, Þorbjörnsins og
Fiskaness, eru miklir knattspyrnu-
áhugamenn og þeirra fyrirtæki eru
stærstu styrktaraðilar knattspyrnunnar
hér í bæ. Dagbjartur Einarsson í
Fiskanesi er til dæmis einn al harðasti
stuðningsmaðurinn í bænum og setur
skemmtilegan svip á heimaleikina með
skemmtilegum hrópum og hvatningum.
Dagbjarturvarforseti bæjarstjórnarlengi
og hann talaði alltaf um að þegar við
værum komnir í 2. deildina gengi ekki
annað en við hefðum grasvöll. Við
vorum að verða á eftir í þessum málum
héráSuðumesjum. Þaðerusvotilöll lið
komin með grasvöll en við gátum ekki
einu sinn æft á grasi. Þannig að við
tókum af skarið sjálfir og nú erum við
komnir með grasvöllinn og stefnum á 2.
deildina að ári."
Fóikið er með okkur
Jónas segir að þorri almennings styðji
vel vcið bakið á þeim. „A síðasta sumri
vorum við að fá á milli 500 og 700
áhorfendur á eina 3 eða 4 leiki . Þó
höfum við ekki gert nógu vel við
áhorfendur. I fyrra varð fólk að hafast
við í hraunnibbum utan við völlinn. Nú
eru komnir skjólgarðar og og aflíðandi
brekka sem á að rúma um 800 áhorfendur.
En um leið og grindvískir áhorfendur
styðja vel við bakið á okkur eru þeir
einnig mjög kröfuharðir. Við fáum því
að heyra það ef við stöndum okkur ekki.
Eg er með ákveðnar hugmyndir um
framhaldið sem sumir blása nú á eins og
er. En það var líka gert þegar við vorum
að kynna grasvöll og félagsheimili. Það
sem vantar nú er stórt félagsheimili með
góðri aðstöðu fyrir allar deildir
ungmennafélagsins. Körfuknattleiks-
deildin sem hefur nú náð bestum árangri
hefur enga almennilega aðstöðu fyrir
sína starfsemi. Þeireru að hittast heima
hjá sér til að halda fundi. Nú eru uppi
hugmyndir um að bæjarfélagið geri upp
gamla kaupfélagshúsið hér og afhendi
það öllum deildum félagsins til afnota.
Mér finnst það ófært. Við höfum sýnt
fram á að það er hægt að gera þetta á
eigin spýtur með ákveðinni aðstoð frá
utanaðkomandi aðilum. Þegar varverið
að leggja drögin að þessu félagsheimili
24
SKINFAXI