Skinfaxi - 01.06.1989, Blaðsíða 28
framkvæmd óvenjuleg að því leyti að
ein brautanna verður upphituð fyrir
skokkara og aðra hlaupara yfir veturinn
svoþeirþurfi ekki aðlátasnjóalög koma
í veg fyrir iðkun íþróttar sinnar. Þetta
tíðkast ekki erlendis og er því tilraun.
Það verður spennandi að sjá hvað kemur
út úr því dæmi.”
Jón Asbjörnsson, bæjartæknifræðingur
Mosbellsbæjar, var einnig á umræddum
blaðamannafundi og sagði m.a. að þessi
framkvæmdværiótrúleganákvæm. Hér
er um að ræða framkvæmd þar sem
frávik mega ekki vera meiri en plús eða
mínus 2 millimetrar hvað snertir beinar
láréttar lfnur. Þá má gap ekki vera meira
en 4 m i 11 imetrar ef 6 ti 110 metra réttskeið
er lögð á brautina. Þetta er því svolítið
nákvæmara en að leggja malbik á
Laugaveginn. Oftast er nú orðið notast
við leysi geyslastýrðar malbikunarvélar
við malbikunarframkvæmdir undir
gerviefni af þessu tagi. Slík vél er ekki
til hér á landi en við teljum okkur samt
geta lagt malbikið sómasamlega.”
IH
Frá Landsmótinu á Laugum í S-Þingeyjarsýslu 1961. Þá var synt í lauginni.
Afmælismót
Árið 1940 var Landsmót ungmenna-
félaganna endurvakið, í þeirri mynd
sem við þekkjum þau nú, þ.e. stórmót
sem aðildarfélög Ungmennafélags
Islands standa að. 4. Landsmótið var
haldið í Haukadal 1940. Landsmótið
í Mosfellsbæ 1990 verður þannig
afmælismót í tvennum skilningi. Auk
þess að vera 20. Landsmót Ung-
mennafélags íslands þá verða liðin 50
ár frá endurreisn landsmóta þegar
Landsmótið verður sett á næsta ári.
Sigur í stigakeppni
UMSK vann stigakeppnina á
Landsmótinu í Haukadal. Á 7.
Landsmótinu í Hveragerði 1949 hófst
hins vegar sigurganga Héraðs-
sambandsins Skarphéðins, HSK, á
Landsmótum sem staðið hefur óslitið
síðan, með þeirri undantekningu þó
að UMSK sigraði eftir harða keppni á
15. Landsmótinu á Akranesi 1975.
Auk þessara tveggja sambanda hafa
Ungmenna- og íþróttasamband
Austurlands, UIA, og Héraðssamband
Suður-Þingeyinga, HSÞ, sigrað í
stigakeppni landsmótanna.
Landsmótin stækka
Umfang Landsmóta hefur vaxið mikið
frá því það var endurreist í Haukadal
1940. Þar voru keppnisgreinar aðeins
11 og keppendur 73. Á Landsmótinu á
Húsavík 1987 voru keppnisgreinamar
komnar upp í 66 og keppendur voru
rúmlega 1200.
Tugþúsundir
áhorfenda
Þátttaka almennings í þeirri þjóðhátíð,
sem Landsmót ungmennafélaganna eru,
hefur jafnan verið mikil. Gífurlegur
fjöldi umsjónarmanna, starfsmanna og
áhorfenda streymir jafnan að þar sem
Landsmót eru haldin. Á mótinu á
Laugarvatni 1965 er talið að um 25.000
manns hafi mætt til leiks í sérstöku
blíðskaparveðri. Síðan hefur
þátttakendaskarinn, gestir, keppendur
og starfsmenn, verið frá 11.000 til
17.000 manns.
Samantekt; Omar Harðarson,
framkvæmdastjóri Landsmóts UMFI
1990.
Leiðrétting
I síðasta tölublaði var farið rangt
með tölur í myndatexta sem varðar
Landsmótin. Þarvarsagtaðmyndin
væri frá Landsmóti UMFÍ á
Laugarvatni 1956 og að HSK hefði
sótt um að halda landsmótið 1996.
Það er að sjálfsögðu rangt. Mótið á
Laugarvatni varhaldið 1965, HSK
sótti um og mun halda Landsmótið
1993, eins og rétt var greínt frá í
meginmáli greinarinnar. Beðist er
velvirðingar á þessum mistökum.
Landsmótin í 40 ár
Fyrsta Landsmótið
Fyrsta landsmótið var haldið á
Akureyri árið 1909, tveimur árum eftir
stofnun Ungmennafélags Islands,
UMFI. Fram að fyrri heimsstyrjöld
voru síðan haldin 3 landsmót. Þessi
fyrstu landsmót voru með nokkuð öðru
sniði en nú þekkist. í þeim gátu allir
tekið þátt, án þess að vera skráðir í
nokkurt íþrótta- eða ungmennafélag.
í fyrri heimsstyrjöldinni þótti ekki
fært að halda landsmót. Þau féllu síðan
niður og urðu ekki endurvakin fyrr en
ný heimsstyrjöld hafði skollið á.
28
SKINFAXI