Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.06.1989, Page 31

Skinfaxi - 01.06.1989, Page 31
Sigurbjöm segir mesta vandamál deildarinnar vera að hún er ekki með sérstakan sal. Inn með dýnur. Út með dýnur „Við æfum núna niðri í íþróttaúsi í ágætis sal en málið er að við þurfum að alltaf að vera á ferðinni með dýnurnar, inn og út úr salnum á hverri æfingu. Fyrir nokkrum árum höfðum við sal fyrir okkur, vorum með mjög færan rússneskan þjálfara og þá voru 125 félagar í deildinni. Síðan misstum við salinn og í framhaldi af því fækkaði iðkendum mikið. Þetta helst alveg í hendur. Þess vegna er það forgangsmál hjá okkur að fá sal sem við höfum út affyrirokkur. Viðerumaðvinna að því, eigum í viðræðum við bæjaryfirvöld hér í Keflavfk og erum vongóð. Gylfi við hlið þjálfara síns, Mikhael, sem liann metur mikils. Undir sundlaugina Nú er ekki langt í að sundlaugin komist í gagnið í Keflavík og Sigurbjörn segir að þar sé 100 fm salur í kjallaranum sem þeir geri sér vonir um að fá.” „Það átti ekki að taka nema helminginn af húsinu í notkun í fyrstu”, segir Sigurbjörn. „Sundlaugina sjálfa og búningsherbergi. Við erum að gera okkur vonir um að komast í kjallarann. Þaðerekki svomikill aukakostnaður sem felst í því að taka hann í notkun en myndi breyta öllu fyrir okkur.” Þeir Keflvíkingar hafa gott samstarf við Grindvíkinga í júdóinu. Æfa meö UMFG „Viðerum með samaþjálfarann. Hann heitirfjórum snúnum nöfnum og ég segi þérþaðeinfaldasta, Mikhael. Viðæfum þrisvar í viku undir hans stjórn og erum með samæfingu einu sinni í viku, þar sem Mikhael þjálfarhópanasaman. Það hefur gengið mjög vel. Þetta er fyrst og fremst til að fá meiri fjölbreytni, svo menn spreyti sig ekki alltaf á sömu mönnunum. Mikhael er mjög góður þjálfari og við erum að vona að við fáum hann áfram. Honum hefur líkað vel hér og ætlar að vera hér í sumar. Æfingar í sumar Við ætlum að gera tilraun með æfingar fram ásumarmeðGrindvíkingum þannig að það er mikill hugur í okkar mönnum. Við höfum líka góða reynslu af austantjalds-þjálfurum. Þeireru agaðir, hafa góða yfirsýn á það sem þeir eru að gera og ætla sér að gera. Við vorum með Rússa fyrir nokkrum árum, eins og ég sagði áðan og hann reyndist mjög vel. H vað varðar þessar samæfingar verðum við að gera eitthvað slíkt til að láta enda ná saman.” Gylfi ermjöghrifinn af Mikhael. „Hann er fínn þjálfari og við kennum honum íslensku”, segir Gylfi. „Hann segir eitthvað á ensku og þegar við vitum hvað það þýðir segjum við honum það strax á íslensku. Hann hefur verið að læra svona í allan vetur. Eg ætla alveg örugglega að æfa í sumar ef það veröur hægt’segir Gylfi að lokum. IH SKINFAXI 31

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.