Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.06.1989, Blaðsíða 33

Skinfaxi - 01.06.1989, Blaðsíða 33
áhuga og metnað fyrir hönd þeirra sem æfa þar. Á Húsavík er hins vegar aðeins 16 m laug og æfingatímar takmarkast af opnunartíma laugarinnar. Það er því draumur sundfólks á Húsavík að fá sem fyrst 25 m laug, því það þarf verulegan áhuga og dugnað hjá sundfólkinu til að stunda æfingar nær eingöngu á kvöldin. Þjálfaramál Húsvíkinga hafa þangað til í vetur verið leyst með sjálfboðavinnu og hefur Gunnar Rafn Jónsson unnið þar verulega gott og fórnfúst starf. I vetur voru ráðnir tveir launaðir þjálfarar til sunddeildarinnar, þau Pálmi Jakobsson sem sá um þjálfun eldri barna í vetur og Regína S igurðardóttir sem þjálfaði y ngri börnin. í surnar eru þrír þjálfarar hjá sunddeildinni og er æft alla virka daga eftirlokun laugarinnarogfjórumsinnum í viku í hádeginu, en þá hefur sunddeildin til umráða 2/3 af lauginni. Það er fyrst og fremst að þakka velvilja ráðamanna sundlaugarinnar að mögulegt er að æfa svona oft. Það er ánægjulegt fyrir okkur sem störfum að sundmálum hjá HSÞ að sjá hversu mörg börn hafa áhuga fyrir sundíþróttinni og sérstaklega hversu margirefnilegireinstaklingareru í yngri flokkum. Því horfum við bjartsýn til framtíðarinnar hvað varðar sundl ið HSÞ á komandi árum. ÚR SKART Bankastræti 6. Simi 18600 Þáttur foreldra í starfi sunddeildanna beggja er ómetanlegur, ef þeirra nyti ekki við væri erfitt að halda starfi deildanna gangandi. Það ríkir mikill félagsandi meðal keppenda hjá HSÞ og er verulega gaman að fylgjast með hvernig hópurinn verður ein heild þegar komið er á stærri mót. Sundfólkið æfir á tveimur stöðum og keppir innbyrðis á héraðsmótum og þá er keppni milli félaga mikil og hörð. Vonandi heldur sundlið HSÞ áfram að eflast og dafna og það er ljóst að þrátt fyrir erfiðar aðstæður er allt hægt ef viljinn er fyrir hendi. Regína Sigurðardóttir, formaður sundráðs HSÞ. SAMVINNUBANKI ÍSLANDS HF. SKINFAXI 33

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.