Skinfaxi - 01.06.1989, Page 38
Hlaupið fyrir fari
í byrjun júni mánaðar lögðu hópar fólks úr
Skagafirðí og S-Pingeyjarsýslu upp í nokkuð
langt hlaup. Þau voru á leið á
frjálsíþróttaæfingu í Bernkastel í V-
Þýskalandi og til að minnka nú kostnaðinn
við æfingaferðina hlupu þau til Reykjavíkur.
Hér fylgir pistill frá Jóhannesi Sigurjónssyni,
ritstjóra Víkurblaðsins á Húsavík. Nánar
verður sagt frá ferðum héraðssambanda til
Þýskalands í næsta blaði en auk HSÞ og
UMSS fór fólk frá UÍA og UMSE í slíkar
æfingferðir.
Þingeyingar í HSÞ hefja hlaupiðfrá Laugum í S-Þingeyjarsýsllu - á leið til
Reykjavíkur. Mynd JS. Víkurhlaðið.
Föstudaginn 23. maí lagði hópur
frjálsíþróttafólks frá HSÞ upp frá
Laugum og ákvörðunarstaðurinn var
Þýskaland.nánartiltekiðMoseldalurinn,
þar sem hópurinn mun dvelja í
æfingabúðum í hálfan mánuð. Það sem
vareftil villóvenjulegt.vðþettaferðalag
var fyrsti áfanginn, frá Laugum til
Reykjavíkur. Unglingarnir ætluðu sem
sé að hlaupa þennan spotta og að
sjálfsögðu í fjáröflunarskyni.
Aheitasöfnunin gekk vel og þegar upp
er staðið munu þessi hlaup greiða fæði
og húsnæði hópsins í Þýskalandi og hefur
oft verið hlaupið með minni árangri.
Stundvíslega klukkan fimm lagði
hópurinn af stað hlaupandi frá
íþróttahúsinu á Laugum og hljóp þaðan
upp á þjóðveg. Þar fóru flesitir í bíla en
fyrsti hlauparinn tók á rás niður í dal og
sem leið lá upp á Fljótsheiði. Síðan var
skiptst á að hlaupa næsta sólarhring og
gott betur því komið var til Reykjavíkur
á sunnudag. A mánudag var svo haldið
yfir hafið og þá þótti affarasælla að
ferðast fremur fljúgandi en á fæti.
VERÐLAUNAPENINGAR
stærð 42 mm.
Verð 195 kr. stk.
með áletrun
Einnig mikið úrval af bikurum
og öðrum verðlaunagripum.
Pantið tímanlega.
GULLSMIÐIR
Sigtryggur & Pétur.
Brekkugötu 5 - Akureyri.
Sími: 96-23524.
38
SKINFAXI