Skinfaxi - 01.02.1999, Side 7
Falur Harðarson
Bestur í deildinni
Ungmennafélaginn Falur Harðarson og félagar hans hjá Keflavík fóru á
kostum í DHL-deildinni í vetur. Valdimar Kristófersson hringdi í Fal
nokkrum dögum eftir að sigurinn í deildinni var í höfn
Falur Harðarson körfu-
knattleiksmaður í Keflavík
stendur á þrítugu og hefur
sjálfsagt aldrei verið betri.
Hann lék geysilega vel í vetur
og átti einna stærstan þátt í því að Kefl-
víkingar innbyrtu íslandsmeistaratitilinn
eftir æsispennandi leiki við erki-
fjendurna úr Njarðvík. í lokahófi
Körfuknattleikssambands íslands
var Falur síðan valinn besti leik-
maður íslandsmótsins, af leik-
mönnun DHL-deildarinnar.
Keflvíkingar og Njarðvíkingar hafa lengi
eldað grátt silfur saman og leikið ófáa
leikina sín á milli. Undanfarin tvö ár
hafa nágrannarnir úr Reykjanesbæ
leikið til úrslita um íslands-
meistaratitilinn þar sem ekkert
hefur verið gefið eftir, enda stoltið
mikið og leikmenn barist til síðasta
blóðdropa En hvernig skyldi vera
að spila við Njarðvík?
„Þetta eru stærstu leikirnir ár hvert.
Það er miklu meiri spenna fyrir þessa
leiki en aðra og menn eru betur stemmdir.
Menn vilja aldrei tapa fyrir Njarðvík og
Njarðvík aldrei fyrir Keflavík. Það er mikill
rígur á milli fyrrum bæjarfélaganna og
hvorugur aðilinn vill láta í minni
pokann."
Þið lékuð til úrslita við Njarðvík í ár
þar sem úrslitin réðust ekki fyrr en í
fimmta og síðasta leik. Þessir leikir
fóru fram á 12 dögum og það voru
yfirleitt sömu einstaklingar sem
voru að berjast á móti hvor öðrum á
vellinum og það var oft stutt í að upp úr
syði á milli leikmanna. Er það pirrandi
að spila svona oft á móti sama
andstæðingnum á stuttum tíma?
„Nei, nei, en það er rígur á milli leikmanna
> leikjunum og eðlilega vill hvorugur gefa
eftir. Þetta er bara keppni þar sem menn
leggja sig alla fram en slíðra síðan sverðin
þegar leikurinn er búinn. T.d. komu nokkrir
leikmenn úr hvoru liði saman í lokahófi
sem stuðningsmenn beggja liða héldu eftir
úrslitaleikina og það lýsir kannski best
hversu miklir félagar við eru utan vallar þótt
að félagsskapurinn líti ekki alltaf vel út inn
á vellinum.”
Keflavík byggir á öflugu
starfi yngri flokka
Keflvíkingar hafa verið lengi á toppnum
þrátt fyrir þó nokkrar mannabreytingar á
undanförnum árum. Hver er formúlan
fyrir slíkri velgengni?
Eg lék reyndar meö KR eitt
tímabil og þar kynntist ég
ákveðnu metnaðarleysi
og við þurfum því ekki að örvænta í náinni
framtíð. Og svo er það bara undir félaginu
komið að halda þessu góða starfi áfram.”
Nú hafa Suðurnesjaliðin Grindavík,
Keflavík og Njarðvík einokað deildina
undanfarin ár. Er meiri metnaður til
staðar hjá þessum félögum en
öðrum í deildinni?
,,Ég get í raun ekkert sagt um það
enda þekki ég ekki til þar. Ég lék
reyndar með KR eitt tímabil og þar
kynntist ég ákveðnu metnaðarleysi.
Það getur reyndar vel verið að ég hafi hitt á
slæman tíma hjá KR en ég var ekki tilbúinn
að vera þar nema í eitt ár vegna þessa. Ég
hafði metnað til að vinna titla og fór því
aftur í Keflavík þar sem mikill metnaður er.
Ég trúi reyndar ekki að það sé
metnaðarleysi hjá öðrum félögum.
Ég held að það hljóti allir að vera í
körfuboltanum til að gera sitt besta og
ná árangri.”
„Keflavík byggir á öflugu starfi yngri flokka.
Þeir leikmenn sem eru í liðinu í dag er
margir hverjir aldir upp hjá félaginu og hafa
Þú varst valinn besti leikmaður
íslandsmótsins af leikmönnum
DHL-deildarinnar á lokahófi Körfuknatt-
leikssambandsins. Ertu að leika þitt
besta ár að þínu mati?
Það er mikill rígur á milli
fyrrum bæjarfélaganna og
hvorugur aðilinn vill láta í
minni pokann
„Ég vil helst ekki gera upp á milli
þriggja síðustu ára. Ég get ekki tekið
eitt ár fram yfir annað en ég held þó
að ég hafi verið stöðugri í vetur en oft
áður.”
Hefur þú verið að toppa þessi
síðustu þrjú ár eða áttu meira
inni?
verið sigursælir í yngri flokkunum. Okkur
hefur tekist að halda í þennan mannskap
og það sem þessir strákar eiga allir
sameiginlegt er mikill metnaður fyrir hönd
þeirra sjálfra og félagsins. Þeir sætta sig
ekki við neitt annað en sigur. Ég held að
þetta sé lykilinn að góðum árangri
Keflvíkinga í gegnum árin. Við erum enn
að fá góða stráka upp úr yngri flokkunum
„Ég get alltaf bætt mig á meðan ég er í
körfunni. Ég er sannfærður um að á
meðan menn leggja rækt við æfingarnar og
fara með því hugarfari að bæta sig þá
kemur sá einstaklingur til með að verða
betri leikmaður. En á meðan leikmenn fara
á æfingar bara til að fara og vera með þá
ná þeir aldrei langt.”
7