Skinfaxi - 01.02.1999, Qupperneq 14
Björgúlfur, það vakti þó mikla athygli í
fyrra þegar þið KR-ingar selduð bjór á
heimavelli ykkar er þið lékuð gegn ÍBV í
síðasta leik íslandsmótsins í fyrra?
,,Það segir samt ekkert hvað mér finnst um
þetta. Ég tel að áfengi og íþróttir og
íþróttamannvirki eigi ekki samleið.”
En hvað skyldi hinum finnast um sölu
bjórs á kappleikjum hér á landi?
Þorgrímur: „Mérfinnst
íþróttafélögin sem
uppeldisstofnanir ekki
vera nógu trúverðug í
augum þeirra sem
treysta þeim fyrir
börnunum sínum, ef sá
tvískilningur er við-
hafður að annars vegar
sé verið að ala upp
ungt fólk sem á að vera
heilsteypt innan vallar
sem utan og svo hins
vegar koma þau
skilaboð að það sé allt í lagi að drekka
áfengi á leikjum. Á meðan íþróttafélögin
eru að sækja um styrki til ríkisins og
sveitarfélaga í Ijósi þess að þau séu að ala
upp heilbrigða unglinga þá geta þau ekki
verið með önnur skilaboð hinum megin við
borðið.”
Skúli: ,,Mér finnst það í sjálfu sér ekkert
óeðlilegt. Það þurfa reyndar að vera mjög
stífar reglur varðandi þetta en ég er ekki á
móti þessu.”
Þorgerður: „Hjá Afengis- og vímu-
varnaráði ríkir einhugur um að íþróttir og
neysla áfengis- og annarra vímuefna eigi
ekki saman. Niðurstöður rannsókna á
áfengis og vímuefnaneyslu unglinga benda
til þess að unglingar sem stunda íþróttir
neyti síður áfengis og annarra vímuefna.
íþróttahreyfingin ber því mikla ábyrgð og er
mikilvægt að hún sýni gott fordæmi í vinnu
með börn og unglinga. Á íþróttaviðburðum
eru börn og unglingar yfirleitt stór hluti
áhorfenda og það
hvernig fullorðnir
haga sér innan um
þau hlýtur að hafa
áhrif á hugmyndir
þeirra almennt.
Fullorðnir, sér-
staklega uppal-
endur, verða að
gera sér grein fyrir
að þeir eru
fyrirmyndir barn-
anna sem þeir
hafa undir sínum
verndarvæng. Ef
reglan er að fullorðnir horfi helst ekki á
kappleiki nema undir áhrifum áfengis þá
gefur það börnunum hugmynd um að
þannig eigi það að vera. Sala á bjór á
íþróttaviðburðum hérá landi þjónar því ekki
markmiðum heilbrigðis, félagsmótunar eða
vímuvarna. Það er í raun erfitt að sjá að
hún þjóni öðrum markmiðum en þeim að
græða peninga.”
Eggert: ,,Mér finnst það ekki fara saman.
Það eru í raun mjög strangar reglur í
fótboltanum, á alþóðavettvangi, um að
Þessar reglur eru til
komnar vegna þeirra
vandamála sem upp
hafa komið á
knattspyrnuleikjum
varðandi ofbeldi og
annað
fótbolti og áfengi fari ekki saman. Þessar
reglur eru komnar vegna þeirra vandamála
sem upp hafa komið samhliða knattspyrnu-
leikjum varðandi ofbeldi og annað.”
Eggert, ertu að segja að menn tengi
ólæti á knattspyrnuleikjum við áfengi?
,,Já, það er afstaða manna í mörgum
löndum. Sala á áfengi er t.d. bönnuð í
Evrópukeppnunum og það kæmi ekki til
greina hjá okkur í KSÍ í sambandi við
landsleiki og Evrópukeppni að selja áfengi,
enda er það bannað.”
Þorgrímur, heldur þú að bjórsala á
leikjum hafi einhver áhrif á börnin sem
eru á leikjunum?
,,Það er ekki hægt að mæla þau skilaboð
sem fara til barnanna með þessum hætti.
Við vitum ekki hvort þetta hafi áhrif til lengri
tíma litið en eigum ekki að taka neina
áhættu. Ég hef engar vfsindalegarsannanir
fyrir því að bjórsala á leikjum komi til að
auka möguleika á því að börn sem eru á
leikjum byrji frekar að drekka en mér finnst
að félögin þurfi að vera trúverðug hvað
þetta varðar.”
Víða erlendis er seldur bjór á leikjum.
Er ekki erfitt fyrir okkur að sporna við
þessari þróun?
Þorgrímur: ,,Of fáir íslendingar kunna að
fara með áfengi. Út frá minni stöðu sem
fyrrum íþróttamaður og maður sem vinnur
við forvarnir þá hef ég einarða afstöðu í
þessum málum og er á móti þessu. En
kannski verða rýmri reglur varðandi þetta í
framtíðinni en ég get ekki séð það gerast á
næstunni.”
Þorgerður: „Það tíðkast að selja bjór á
íþróttaviðburðum víða erlendis en reynslan
af því hefur verið æði misjöfn. Ölvun á
íþróttakappleikjum leiðir stundum til
uppþota, slagsmála og og líkamsmeiðinga
bæði á áhorfendapöllunum og í kringum
leikvanga. Hver hefur ekki heyrt talað um
upphlaup, “holligana”. Er þetta ekki víti til
að varast? Við þurfum ekki að taka upp
ósiði annarra þjóða.“
Eggert, eru reglur varðandi bjórsölu á
knattspyrnuleikjum hérna heima?
,,Það er ekkert inni í okkar reglugerð sem
bannar þetta en ég held að það sé almennt
virt á meðal félaga hérna heima að selja
ekki bjór á leikjum. Eina dæmið sem ég
þekki um þetta er í fyrra á leik KR og ÍBV.”
Félögin hérna heima bjóða oft
árskorthöfum og helstu styrktaraðilum
bjór í lokuðum sal fyrir leik og í hálfleik
á leikjum. Hvernig horfið þið á það?
Eggert:
14