Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1999, Síða 20

Skinfaxi - 01.02.1999, Síða 20
Uppbygging íþróttamannvirkja í Austur-Héraði Jóhann Ingi Árnason hitti bæjarstjóra Austur-Héraös, Björn H. Guðmundsson, að máli og spurði hann út í undirbúning mótsins. svæðinu en áætlunin var að gera það á fleiri árum. Þetta er stórt og erfitt Landsmótið mun hafa jákvæð áhrif fyrir fjórðunginn í heild að þarf að leggja út í miklar og dýrar framkvæmdir til að halda Landsmót nú til dags og bæjarfulltrúar titra við tilhugs- unina um að byggja nýja íþrótta- velli og jafnvel íþróttahús. En hvað þýðingu finnst bæjarstjóra Austur-Héraðs svona mót hafa fyrir samfélagið? „Ég lít þannig á að Landsmótið muni hafa jákvæð áhrif fyrir fjórðunginn í heild. Ég myndi vilja að sem flest svæði hér nyti góðs af mótinu með því að dreifa keppnis- greinunum eins og hægt er á sem flesta staði.“ - Nú þarf að ráðast í miklar framkvæmdir fyrir mótið, er það ekkert sem hræðir menn? „Það hefur nú alltaf verið talað um að þessum mannvirkjum yrði komið upp hér á fjárhagslegt dæmi og þess vegna stóð það lengi í mönnum að taka þessa ákvörðun. Þá er aðallega verið að tala um kostnað við að leggja gerviefni á hlaupabrautir og fáist fjármagn til þess lítur dæmið allt öðruvísi út.“ - Liggur fyrir einhver fjárhagsáætlun um hversu mikið þetta muni kosta? „Það liggur fyrir fjárhagsáætlun og þrátt fyrir að ég vilji ekki fara neitt nákvæmlega út í þau atriði hér get ég upplýst að þessar framkvæmdir munu kosta á annað hundruð miiljónir króna. Til að gefa fólki mynd af því hversu dýrt þetta er fyrir okkur má nefna að ráðstöfunartekjur okkar eru um 180 milljónir á ársgrundvelli." - En ríkið mun nú eitthvað koma til móts við ykkur, er það ekki rétt? „Það liggur fyrir á fjárlögum þessa árs að ríkið borgi 8 milljónir og við teljum okkur hafa heimildir fyrir því að sú upphæði greiðist einnig næstu tvö ár á eftir. Samtals gerir það um 24 milljónir." - Hvernig finnst þér viðhorf almennings hafa verið við þessum áætlunum? „Það fer kannski eftir því hvaða áhugamál menn hafa en almennt hefur mér fundist fólk vera jákvætt enda held ég að flestir séu á því að þessa aðstöðu vanti - hitt er annað mál hvað hún má kosta.“ 20

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.