Skinfaxi - 01.02.1999, Síða 28
Vanda Sigurgeirsdóttir
Mikið misrétti
Knattspyrnuþjálfarinn Vanda Sigurgeirsdóttir vakti meðal annars athygli
ritstjóra Skinfaxa, Jóhanns Inga, á menntaþingi frjálsra félagasamtaka
þegar hún flutti fyrirlestur um mismunandi áherslur sem lagðar eru á karla-
og kvennaíþróttir. Fyrirlesturinn birtist hér í upprunalegri útgáfu
Vanda Sigurgeirsdóttir heiti
ég, knattspyrnuþjálfari og
er hér komin til að tala um
muninn á körlum og konum
í hlutverki stjórnanda og
leiðtoga. Þetta er reyndar
ekki það sem mig langar
að tala um, því eins og margir hér vita þá er
ég ötul talskona jafnréttis í íþróttum og nota
flest tækifæri til að ræða um þau mál.
Þannig að það sem mig langar að tala um
er eftirfarandi.
Málið er það að við erum hér til að ræða um
frítímann. Á þessu þingi verður m.a. rætt
um mikilvægi fyrirmynda, að styrkja þurfi
stöðu þeirra aðila sem bjóða upp á
æskulýðs-, íþrótta- og félagsstarf og hvaða
áhrif þátttaka í þessu starfi hefur á
einstaklinginn. Þeir sem fylgst hafa með
niðurstöðum rannsókna vita að heilbrigðar
tómstundir hafa mikið forvarnargildi og
stuðla að ánægju og vellíðan.
Öll börn ættu því að hafa tækifæri til að
leggja stund á þá tómstundaiðju sem þau
hafa áhuga á. Og þannig er það oftast... í
skátunum skiptir ekki máli hvort þú ert
stelpa eða strákur, í æskulýðsstarfi
kirkjunnar, tónlistarskólum og félags-
miðstöðvum ekki heldur en í íþróttum
skiptir það höfuðmáli, sérstaklega í
boltagreinum.
Þær stelpur sem stunda íþróttir:
•Hafa betra sjálfstraust, jákvæðari sjálfs-
mynd og meiri sjálfsvirðingu. Varðandi
sjálfsvirðinguna er sterkari fylgni hjá
íþróttastelpum en íþróttastrákum. Sjálfs-
traustvandræði stúlkna er vel þekkt, þannig
að íþróttirnar hjálpa þeim greinilega og
vinna á móti þessari dæmigerðu kvenlegu
hógværð.
•Líður betur í skólanum, minni sálvefræn
einkenni (kvíði, magapína, höfuðverkur).
•Gengur betur í skóla, læra meira.
•Halda lengur áfram í skóla (kannanir frá
Bandaríkjunum)
•Passa sig betur á að verða ekki óléttar á
unga aldri (kannanir frá Bandaríkjunum).
•Læra að vinna með öðrum, samvinna,
liðsandi og umburðarlyndi.
•Stuðla að sterkari beinum, hjarta, æðum
og lungum, sem kemur sér vel á efri árum
•Reykja minna, drekka minna og færri
prófa ólögleg fíkniefni - því til viðbótar hafa
kannanir leitt í Ijós að þær sem reykja ekki
og drekka ekki prófa ekki fíkniefni! -
Þannig að hér má greinilega sjá að
íþróttirnar eru forvarnarstarf í sjálfu sér. Já
þetta er eitthvað sem við hljótum að vilja
fyrir börnin okkar, eða hvað? Samt er það
þannig að samfélag okkar í dag leggur fullt
af hindrunum sem vinna gegn því að
stelpur stundi og haldist í íþróttum fram á
fullorðinsár.
Hindranirnar eru:
•Hvatning mæðra, fjölskyldu og vina.
•Hvatning hefur meiri áhrif á íþrótta-
stelpuna en strákinn en þær fá samt minna
af henni. Þetta er ein af ástæðunum fyrir
miklu brottfalli af unglingsstúlkum úr
íþróttum. Hvatning móður skiptir mestu
máli.
Fjölmiðlaumfjöllun:
Fjölmiðlaumfjöllun er hlægilega, grátlega
lítil og ekki í neinu samræmi við þátttöku.
Umfjöllunin er 5% en þátttakan að
meðaltali 36% (Viðar Halldórsson 1997).
Umfjöllun hefur ekki aukist í takt við aukna
þátttöku. Fjölmiðlar eru í lykilhlutverki
varðandi það kynjaójafnvægi sem skapast
hefur í íþróttum. Samkvæmt Gallupkönnun
frá '95 sögðu 71% af þeim sem tóku
afstöðu að kvennaíþróttir fengju of litla
umfjöllun.
Skortur á fyrirmyndum:
Vegna lítillar umfjöllunar vantar ungar
stúlkur fyrirmyndir af eigin kyni.
Fyrirmyndir eru gríðarlega mikilvægar og
nú t.d. þegar reykingar í kvikmyndum hafa
aukist verulega veitir okkur ekkert af að fá
jákvæðar fyrirmyndir til að vinna á móti.
Þjálfarar:
Þjálfarar stúlkna eru oft verr launaðir en
þjálfarar drengja. Oft þýðir það minni
menntun og stundum einnig minni metnað.
Þjálfarar skipta miklu máli, t.d. varðandi
framhald á íþróttaiðkun, að halda þeim frá
vímuefnanotkun o.fl.
Aðstæður:
Stelpur fá oft færri tíma/æfingar og færri
leiki en strákarnir. Auk þess er minni
metnaður innan margra félaga fyrir
kvennaíþróttunum og sums staðar svo lítill
að það er ekki einu sinni boðið upp á
fþróttir fyrir stelpur.
Peningar:
Mun minni peningar fara í kvennaíþróttir en
karla, minna hlutfallslega en hlutfall kvenna
af heildarþátttöku. í Gallupkönnun frá '95
kom í Ijós að 88% þeirra sem tóku afstöðu
fannst að eyða ætti jafnmiklum peningum í
íþróttir fyrir konur og íþróttir fyrir karla. Það
er mjög langt frá því að vera þannig í dag.
Að loknu þessu þingi eru félagasamtök og
opinberir aðilar hvattir til þess að
endurmeta eigið starf í Ijósi þess sem fram
hefur komið á menntaþingi. Mér finnst
kominn tími til að ríki, sveitarfélög og
fyrirtækin í landinu geri það og hætti að
taka þátt í þessu óréttlæti. íþróttafélögum,
sem eru rekin að stórum hluta af styrkjum
hins opinbera og styrkjum fyrirtækja ber
siðferðisleg skylda til að bjóða upp á jafna
möguleika fyrir öll börn, óháð kyni.
En ég ætla auðvitað ekki að tala um þetta,
heldur muninn á körlum og konum í
hlutverki stjórnanda og leiðtoga.
Einu sinni var mikill munur. Þá stjórnuðu
flestir karlar með skýrri verkstýringu þar
sem allir fengu að vita nákvæmlega hvað
þeir áttu að gera. Valdapýramídar voru
ráðandi. Konum fannst þetta ekki sniðug
aðferð.
Núna, á tímum gæðastjórnunar, nýtingar
mannauðs og símenntunar er gamla
harðstjóraaðferðin úrelt. Karlar- og konur
28