Skinfaxi - 01.02.1999, Qupperneq 31
Bergsveinn Bergsveinsson
Vítabaninn
Bergsveinn Bergsveinsson var sínum gömlu félögum í FH erfiður í
úrslitakeppninni. Valdimar Kristófersson hitti hann að máli stuttu eftir að
hann hampaði íslandsmeistaratitlinum með Aftureldingu
Lið Aftureldingar hefur verið
vel mannað undanfarin ár en
uppskeran verið að sama
skapi rýr. En á þessu varð
breyting í ár þegar liðlð small
loks saman og þrír titlar af þremur
mögulegum fóru í Mosfellsbæinn. Hver
skyldi ástæðan vera fyrir þessa góða
gengi liðsins í vetur?
„Heppni! Það urðu miklar breytingar á
liðinu fyrir tímabilið og það komu því nyir
leikmenn til liðsins sem við vorum sérlega
heppnir með t.d. leikmenn eins og Bjarki
Sigurðsson, Troufan og útlendingarnir
Gintas og Gintaras sem voru ótrúlega
seigir. Þessir strákar féllu allir vel inn í
hópinn og það myndaðist góð liðsheild. Þá
bættu hinir leikmennirnir nokkuð mikið við
sig frá því í fyrra og má líklega rekja það til
þess að við lengdum æfingatímann úr 1 1/2
klukkustund í 2 tíma.”
Eins og þú segir urðu breytingarnar
miklar á liðinu og níu leikmenn fóru.
Áttirðu von á þessum árangri samfara
þessum breytingum?
,,Nei, ekki eins og þetta leit út fyrir tímabil
en síðan fann maður þegar við byrjuðum
mótið að það bjó mikið í þessu liðl og við
fórum að gera meiri kröfur.”
Þú fórst fyrir þínum mönnum í
úrslitakeppninni og varðir tæp hundrað
skot þ.ám 21 víti í úrslitakeppninni.
Hefurðu alltaf verið mikill vítabani?
,,Já, ég held það nú. í fyrra tók ég næst
flest vítin, tveimur minni en Lee. Þannig að
ég hef verið að taka eitt, tvö víti í leik.”
Æfirðu þetta eitthvað sérstaklega?
,,Nei, nei, ég stend meira segja aldrei í
marki þegar víti eru tekin á æfingu. Ég er
alltaf með sjálfur að skjóta og læt aðra
standa í markinu. Ég er alveg hörku
vítaskytta.”
Þið unnuð þína gömlu félaga úr
Hafnarfirðinum í úrslitunum. Voru það
blendnar tilfinningar að taka á móti
titlinum í Kaplakrika?
,,Já, það var það. Ég er alinn upp í
Hafnarfirðinum og bý hérna og vinn enn í
dag. Ég er því mjög tengdur þessu enn þá
og þekki mikið af Hafnfirðingnum og fólkinu
sem starfar í kringum handboltann í
Hafnarfirði. Þetta var því mjög sérstakt og
hálf furðulegt.”
Það gerðist nokkrum sinnum í
úrslitakeppninni að þú fékkst boltann í
andlitið. Verður þú ekkert smeykur
þegar næsta skot kemur á markið?
Ég er bæði örvhentur
og markvörður
þannig að ég hlýt að
vera snarklikkaður í
hans augum.
,,Nei, alls ekki. Maður er aldrei hræddur.
Og í raun er ekkert sérstaklega vont að fá
hann í andlitið á meðan nefið fer ekki út á
hlið því maður er yfirleitt orðinn vel heitur
þegar leikurinn byrjar og tilbúinn í hvað
sem er.”
Það hefur löngum verið sagt að
markverðir í handknattleik þurfi að vera
dálítið sérvitrir eða skrýtnir til að standa
á milli stanganna. Tekurðu undir þetta?
,,Sko, Bogdan ( innsk. blm. fyrrverandi
landsliðsþjálfari íslands) sagðl eitt sinn að
að örvhentir væru vitleysingar og mark-
menn væru skrýtinir. Ég er bæði örvhentur
og markvörður þannig að ég hlýt að vera
snarklikkaður í hans augum a.m.k. Annars
var alltaf sagt í gamla daga að þeir sem
gátu ekkert í handbolta færu í markið.”
Átti það við þig?
,,Ætli það hafi ekki verið eitthvað svoleiðis.
Aftuelding hefur verið á mikilli uppleið
undanfarin misseri. Er vel staðlð að
handboltanum í Mósó?
,,Já, ég held að það sé ekki hægt að finna
jafn öfluga stjórn og er hér hjá Aftureldingu.
Menn hafa verið að fórna ótrúlegum tíma í
sjálfboðavinnu til að hafa þetta gott. T.d.
hefur Jóhann Guðmundsson formaður
verið í þessari uppbyggingu frá upphafi og
lagt mikla vinnu í þetta. Það er ekki hægt
að ná svona árangri nema að hafa svona
öfluga menn innanborðs. Það er vel staðið
að öllu hérna og manni líður eins og blóma
í eggi.”
Það er vel staðlð á bak við ykkur og þlð
eru með fjársterk fyrirtæki sem styrkja
deildina sem gerir ykkur í raun kleift að
fá öffuga leikmenn til félagsins ár hvert.
Sérðu fyrir þér að Afturelding verði á
toppnum á næstu árum?
,,Já, eins og staðan er í dag. Á næsta ári
verðum við með óbreytt lið sem er mjög
sterkt því það má segja að þetta sé orðlð
vinningslið.”
Þú varst valinn í landsliðið aftur eftir 1
1/2 árs fjarveru. Ertu kominn aftur í þitt
gamla form?
,,Ég verð reyndar ekki með landsliðinu
núna vegna anna í vinnu Ég var að taka
að mér stórt verkefni því ég átti ekki von á
að ég væri inni í myndinni hjá Þorbirni.”
Kollegi þinn í Valsmarkinu, Guðmundur
Hrafnkelsson er farinn í atvinnu-
mennskuna. Hefur þú ekkert verið að
velta þessum hlutum fyrir þér?
,,Ég fékk tilboð frá Valencia sem ég
hafnaði. Ég fer ekki út nema að ég fái
eitthvað verulega spennandi tilboð.”
31