Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.05.2000, Side 18

Skinfaxi - 01.05.2000, Side 18
lOára dópinu -Hvernig stóö á þvi aö Mummi fór út í þessa sálma? „Upphaflega byrjaði ég með Mótorsmiðjunni eftir að ég hafði horft upp á fjölda krakka úr 10. bekk sem fengu lága einkunn úr skóla enda úti á götu, atvinnulausa og með litla sjálfsvirðingu. Ég ákvað því að einbeita mér að framhaldsskólaaldrinum og beina sjónum að atvinnuúrræðum. Við opnuðum Mótorsendla og vildum með því fá þessa krakka inn til okkar og útvega þeim vinnu sem gæti verið stökkpallur fyrir þau inn í sjálft atvinnulífið og eflt félagslega þáttinn. Þetta gekk vel en svo var það ákveðin sendibílastöð sem kærði okkur þannig að við þurftum að leggja Mótorsendla niður. Það voru mikil vonbrigði því krakkarnir voru mjög ánægð." - Hvaö gerðir þú í framhaldinu? „Ég og konan mín tókum eftir því, á þessum tíma, að það voru æ fleiri krakkar sem komu til okkar og dvöldu hjá okkur allan daginn vegna þess að þau áttu hvergi heima. Dag einn sagði ég við konuna mína að það gengi ekki lengur að loka klukkan 18.00 og senda krakkana út á götu. Við yrðum að bregðast við og í framhaldinu opnuðum við athvarf sem var hugsað sem samastaður fyrir þau, þar sem þau gætu fengið mat og gistingu. Hugsunin var sú að búa þeim þannig aðstæður að þau þyrftu ekki að stela eða brjótast inn til að framfleyta sér. Með þessu komumst við einnig hjá því að horfa upp á þessa krakka frjósa í hel í bakgörðum en það hafði gerst þrisvar á þessum tíma. Við rukum því af stað með Götusmiðjuna sem athvarf og gerðum það af hugsjóninni einni saman. Kerfið var frá upphafi alveg brjálað út í okkur IGuðmundur Þórarinsson, eða Mummi eins og allir þekkja hann, rekur meðferðarheimilið Götusmiðjuna á Árvöllum ásamt konu sinni Marsibil Sæmundsdóttur. Mummi þekkir vel til fíkniefna enda var hann sjálfur dóphaus fyrir mörgum árum, eins og hann orðar það. En batnandi mönnum er best að lifa og Mumma tókst að losa sig út úr vítahringnum. Hann hefur þó ekki sagt skilið við þennan vágest því í dag hjálpar hann ungu fólki sem hefur lent í klóm fíkniefnanna. Hann rekur meðferðarheimilið Götusmiðjuna á Árvöllum og er með 18 starfsmenn á sínum snærum. Hátt í 200 unglingar hafa komið í meöferð til Mumma í þau tvö ár sem meðferöarheimilið hefur verið starfrækt. vegna þess að menn voru ekki tilbúnir til að viðurkenna að til væru krakkar á Islandi sem væru á götunni. Stór hluti af þeim krökkum sem leituðu til okkar var að flýja erfiðar heimilisaðstæður eins og ofbeldi, misnotkun eða mikla neyslu. Þau gátu sennilega borðað heima hjá sér og gist þar en þá þurftu þau að búa í umhverfi sem gerði þeim ekki gott. Þau völdu því frekar götuna en heimili sín. Við gerðum okkur grein fyrir því að þessir krakkar yrðu fljótt félagslegt Litla-Hraunsdæmi ef ekkert yrði að gert. Samviska okkar sagði að við þyrftum að bregðast við og því fórum við af stað með athvarfið. Við rákum það af veikum mætti enda lítið fjármagn til eftir að kerfið hafði ráðist á okkur í fjölmiðlum. Við gátum því aðeins starfað í tvo mánuði en á þessum stutta tíma sóttu 60 krakkar athvarfið markvisst." - Lokuöuö þiö á þá sem komu til ykkar undir áhrifum vímuefna? „Nei, við gerðum það ekki enda var maður þá að leika sér að eldinum. Með því að loka þau úti gat maður ekki vitað hvað verið var að ýta þeim út í. Við tókum því á móti krökkunum þótt þau væru undir áhrifum en þau þurftu þá að fara beint að sofa. Við vorum með fáar reglur en krakkarnir máttu aldrei nota vímuefni á staðnum og einnig var bannað að sukka í athvarfinu." - Hvenær ákváðuö þiö aö breyta Götusmiðjunni í meðferöarheimili? „Það gerðum við m.a. vegna þess að af þessum 60 sem komu til okkar fóru 11 í meðferð með okkar hjálp en þau komu jafnhratt út úr meðferðinni aftur. Meðferðarformið þá var í raun ekki sniðið fyrir svona unga krakka og voru þau rekin út fyrir að rífa kjaft. Auðvitað rifu þau kjaft því þau kunnu ekkert annað. Okkur leist ekki á þetta og ákváðum að opna meðferðarheimili sem tók allan okkar kraft, orku og allt það sem við áttum í þessu jarðlífi. Meðferðarheimilið á Arvöllum er nú orðið tveggja ára gamalt og þar hafa komið yfir 180 einstaklingar í meðferð. 70% prósent af þeim eru edrú í dag sem er reyndar ekki marktækt því meðferðarheimilið hefur bara verið starfrækt í tvö ár." - Hvernig er meöferöin byggö upp? „Krakkarnir dvelja hjá okkur í níu vikur á meðan á meðferðinni stendur. Á

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.