Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.2000, Blaðsíða 3

Skinfaxi - 01.08.2000, Blaðsíða 3
ritstjórinn ANNASAMT SUMAR AÐ BAKI að má svo sannarlega segja að nóg hafi verið að gera hjá Ungmennafélagshreyfingunni í sumar. Verkefni sumarsins voru meðal annars: Kulture & Ungdom, Loftskipið og Unglingalandsmótið sem í fyrsta skipti var haldið um verslunarmannahelgina. Oll verkefnin tókust vel og lesa má um þau hér á síðum þessa þriðja tölublaðs ársins. Þegar einu verkefni lýkur tekur annað við og nú er til dæmis undirbúningur Landsmótsins á Egilsstöðum í fullum gangi. Mótið verður haldið næsta sumar og hafa verið gerðar miklar endurbætur á íþróttamannvirkjum bæjarins fyrir rnótið. Má þar nefna að byggt hefur verið við íþróttahúsið og miklar framkvæmdir hafa átt sér stað við frjálsíþróttasvæðið. Einnig hafa áhorfendasvæði við keppnisvöllinn verið endurbyggð. Sigurð Geirdal þekkja flestallir ungmennafélagar. Að margra mati reif hann, ásamt fleirum, ungmennafélags- hreyfinguna upp af værum svefni fyrir um það bil 30 árum síðan. Hann situr nú sem fastast í bæjarstjórastóli Kópavogs þar sem hann hefur vægast sagt einnig tekið til hendinni. I blaðinu er skemmtilegt viðtal við Sigurð þar sem hann rifjar upp gamla tíma og horfir til framtíðar. Jóhann Ingi Arnason Skinfaxi ritstjóri Jóhann Ingi Árnason blaðamaður Ijósmyndir Valdimar Kristófersson Sigurjón Ragnar Umbrot og hönnun Jóhann Ingi Árnason Framkvæmdastjóri Ábyrgðarmaður Sæmundur Runólfsson Þórir Jónsson Auglýsingar Markaðsmenn Prentun Svansprent Pökkun Vinnustofan Ás Dreifing Blaðadreifing ehf. Ritstjórn Sigurbjörn Gunnarsson Anna R. Möller Vilmar Pétursson Sigurlaug Ragnarsdóttir Stjórn UMFÍ Þórir Jónsson Björn B. Jónsson Kristján yngvason Jóhann Ólafsson Kristín Gísladóttir Anna R. Möller Sigurbjörn Gunnarsson Sigurður Aðalsteinsson Helga Guðjónsdóttir Kjartan Páll Einarsson Helga Jónsdóttir Skrifstofa Skinfaxa Þjónustumiðstöð UMFÍ Fellsmúla 26 108 Reykjavík sími: 568-2929 fax: 568-2935 netfang: umfi@umfi.is heimasíða: www.umfi.is

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.