Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.2000, Blaðsíða 12

Skinfaxi - 01.08.2000, Blaðsíða 12
Það var formaður UMFÍ, Þórir Jónsson, sem setti 32. sambandsráðsfund UMFÍ sem haldinn var á Egilsstöðum og í lok ræðu sinnar tilkynnti hann fundargestum að hann gæfi ekki kost á sér til endurkjörs á næsta sambandsþingi UMFÍ. En lítum á annað merkilegt sem gerðist á fundinum. 32. sambandsnáðsfundur UMFÍ haldinn á Egilsstöðum 14. og 15. oktáber 2000 Gjaldkeri UMFÍ, Kristján Yngvason, las reikninga og skýrði þá. Rekstrartekjur voru kr 41.629,077 og rekstrargjöld 40.878,299 og rekstrarhagnaður þegar tekið hefur verið tillit til fjármagnsliða kr. 45.025. Sambandsráðsfundur UMFÍ þakkaði Menntamálaráðherra, fjárlaganefnd og Alþingi fyrir stuðning við UMFÍ og ríkisstjórn Islands og menntamálaráðherra fyrri stórhug og skilning á uppbyggingu íþróttamannvirkja á landsbyggðinni. Sambandsráðsfundur UMFI skorar á ungmenna- og íþróttafélög að efla mjög forvarnarstarf og maka sér forvarnastefnu miðað við aðstæður heima í héraði. Fundurinn hvetur til að forystumenn, þjálfarar og fararstjórar sjái til þess að í ferðurm á vegum félaganna sé tóbak, áfengi eða önnur vímuefni ekki höfð um hönd. Arni Þorgilsson lagði fram tillögu um sameiningu ISI og UMFI. Sambandsráðs- fundur fagnar því að skoðun fer nú fram á hagkvæmni hugsanlegrar sameiningar UMFI og ÍSÍ. Sigurbjörn Gunnarsson lagði til að tillögu yrði vísað frá. Tillaga samþykkt með 14 atkvæðum gegn 3 atkvæðum. Sambandsráðsfundur þakkar héraðs- sambandinu Flrafna-Flóka fyrir góðar móttökur og framkvæmd á 4. unglingalandsmóti UMFÍ sem haldið var í sumar. Sambandsráðsfundur hvetur sambands- aðila til að standa vörð um þá mikilvægu tekjustofna sem Islensk getspá og íslenskar getraunir eru. Fundurinn fagnar því aukinni samvinnu fyrirtækjanna og vill hvetja þau til að kynna félögum og héraðssamböndum innan hreyfingarinnar betur starfsemi sína til dæmis með heimboðum til höfuðstöðva fyrirtækisins. Upplýsingnr fengnar lir fundagerð 32. sambandsráðsfundar UMFÍ. Sambandsráðsfundur UMFÍ þakkaði ríkisstjórninni fyrir - uppbyggingu íþróttamann-

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.