Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.2000, Blaðsíða 29

Skinfaxi - 01.08.2000, Blaðsíða 29
Framtíðarskógur IReykholti fór fram gróðursetning þar sem hver þátttakandi Kulture & Ungdom fékk eina trjáplöntu sem hann gróðursetti í holtinu fyrir ofan Reykholtsskóla. Þar verður í framtíðinni myndarlegur skógur merktur „Kulture & Ungdom 2000" sem krakkarnir geta heimsótt með fjölskyldur sínar. Þegar rúturnar renndu í hlað í Reykholti fóru einn fulltrúi skógræktarmanna og einn fulltrúi heimamanna inn í hvern bíl, buðu gesti velkomna og sögðu nokkur orð um sveitina, skógrækt á Islandi og útskýrðu hvað þau fengju að gera, þ.e. búa til sinn eigin skóg á staðnum. sett með fjölda trjáa og ungmenna á hverja rnínútu. Fyrstu rútur renndu inn í Reykholt rúmlega 10:30 og sú síðasta var farin fyrir 14:30. Gestirnir fóru glaðir og sögðust margir vilja koma aftur í framtíðinni og skoða skóginn. Fulltrúar Suðurlandsskóga og Ungmennafélags Biskupstungna höfðu umsjón með gróðursetningunni undir stjórn Björns Bjarndal og tókst frábærlega vel til. Ungmenni gengu upp á holtið með fylgdar- rnanni, gróðursettu, skrifuðu dagbók og allt gekk þetta fyrir sig eins og á góðu færibandi. Sólin skein í heiði og einhver hafði orð á því að heimsmet hefði verið Garðabær VINALÍNA RAUÐA KROSSINS

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.