Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.2000, Blaðsíða 18

Skinfaxi - 01.08.2000, Blaðsíða 18
Kulture ug Ungdom - Menning og æska Um 2000 ungmenni frá öllum Noröurlöndunum voru þátttakendur í hátíðinni Kultur og ungdom eöa Menning og æska sem haldin var í Reykjavík 21. - 28. júnísl. Mikið blíðskaparveður var lengst af þá viku sem hátíðin stóð svo segja má að Reykjavík hafi tekið á móti gestunum í sparifötunum. \ Dagskrá hátíðarinnar var fjölbreytt, íþróttir voru í boði á hverjum degi en auk þeirra var ýmislegt annað á dagskránni. I samvinnu við Rauða kross Islands tóku krakkarnir t.d. þátt í lófaþrykki gegn ofbeldi. Lófanum var dýft í málningu og síðan þrykkt á stóran dúk svo úr varð hið besta lista- verk. Listaverkið var síðan hengt upp í Fjölskyldu- garðinum og seinna í Laugar- dalshöllinni en þar voru m.a. haldnir tónleikar þar sem margar hljómsveitir spiluðu og m.a. hljómsveitir sem skipaðar voru bæði íslenskum og erlendum. Ljósmynda- maraþon var einnig á dagskrá og vakti það mikla ánægju lrjá þeim sem voru með. kvöld var þar diskótek en einnig voru þar mjög skemmtileg menningarkvöld en meðal þátttakenda voru hinir færustu listamenn af ýmsum toga. Laugardalurinn og ná- grenni var megin vettvangur hátíðarinnar. Gist var í skólum umhverfis dalinn en allar máltíðir voru borðarð á Broadway og þar var einnig miðstöð hátíðarinnar. Mörg

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.