Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.2000, Blaðsíða 8

Skinfaxi - 01.08.2000, Blaðsíða 8
Það varð að halda Skinlaxa gangandi til að koma skílaboðurn til félaga okkar um allt land Skilaðí þetta sér? „Já, það er engin spurning. Þú veist það sjálfur að það er ekki eins að hringja í einhvern karl fyrir sunnan sem þú veist ekkert hver er eða að hringja í félaga sem þú hefur sest niður með og rætt málin við. Málin þróuðust mjög hratt og áður en við vissum af var dagurinn hjá mér sem fram- kvæmdastjóri UMFÍ orðinn mjög annasamur og félagar okkar komu alltaf við á skrifstofunni þegar þeir áttu leið í bæinn. Einnig fjölgaði starfsmönnum og ég vann þarna með frábærum starfsfélögum öll þessi sextán ár hjá Ungmenna- félagi Islands." En hvernig voru fjármálin á þessum tímabili? „Það var mikið verið að væla yfir því að engir peningar væru til en mitt viðhorf var alltaf það að fjármálin myndu lagast um leið og starfið yrði öflugra. Það voru margir sem sögðu að það væri svo dýrt að hafa starfsmann, að hann tæki alla þá peninga sem kæmu inn. En það tók inig innan við eitt ár að koma fjármálunum í jafnvægi hjá hreyfingunni, þrátt fyrir að vöxturinn hafi verið mikill á þeim tíma og það krefðist auðvitað vaxandi fjármagns í takt við umfang starfsseminnar." Þá voru þið Hafsteinn lagðir af stað um landið? „Já, okkur fannst þrjú mál vera algjör lykilatriði í starfi okkar við uppbygginguna. Það var númer eitt að halda útgáfu Skinfaxa áfram, hann var mjög mikilvægur í öllu upplýsingastarfi og hann varð að halda velli. Númer tvö var útbreiðslustarfið, það þurfti að vera öflugt og markvisst og við Hafsteinn vorum mikið á ferðinni til að halda sambandi við félagsmenn okkar. Að lokum var það Félagsmálaskólinn. Hann notuðum við til að leita markvisst að foringjaefnum af báðum kynjum. Þetta var stefna þeirra sem voru í forustu og hún tókst mjög vel." Nú eru liðin nokkur ár síðan þú hættir hjá UMFÍ. Hefur hreyfingin breyst mikið frá þeim tfma? „Það verða alltaf breytingar á þjóðfélaginu og það þrífst engin hreyfing sem breytist ekki með. Það urðu formannskipti árið 1989 þegar Pálmi Gíslason varð formaður og hann var hafsjór af nýjum hugmyndum og hóf til vegs og virðingar ýmis ný gildi sem áhersluatriði í starfinu varðandi náttúru landsins, fjölskylduna o.fl. Þar má nefna „Eflum íslenskt" verkefnið, Göngudag fjölskyldunnar o.m.fl. Hins vegar þrífst heldur engin hreyfing sem ekki er trú upphaflegum markmiðum og það verður að vera alveg á hreinu. Eg held að UMFÍ hafi haldið sínum markmiðum vel á lofti og að mínu mati hefur hreyfingin elst vel." En þessi spurning sem alltaf kemur upp. Á að sameina UMFÍ og ÍSÍ? „Eg sagði nú venjulega þegar ég var framkvæmdastjóri að ég væri bara ekki tilbúinn til að yfirtaka ISI eins og staðan væri. Ég er kannski ekki besti maðurinn til að dæma um það núna en mér finnst markmiðin og stefnan skýrari hjá UMFÍ á meðan ÍSÍ fylgir meira straumnum ef það má orða það þannig. Þá er það alveg ljóst að UMFÍ hefur alltaf verið það sambandið sem landsbyggðin hefur talið vera sitt samband, enda sinnir Ungmennfélagshreyfingin mörgu öðru en íþróttastarfi, til dæmis hefur leiklistarstarfsemi lengst af verið í höndum ungmennafélaganna í hinum dreifðu byggðum." En hvernig skiptir þú svo yfir í pólitíkina? „Starf mitt að íþrótta- og ungmenna-

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.