Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.2000, Blaðsíða 9

Skinfaxi - 01.08.2000, Blaðsíða 9
Við höfum glímt við Reykjavík og haft betur þar sem við höfum tekið af þeim tónlistar- hallirnar, listhúsin, sjávarútvegssýningarnar, verslunarmiðstöðvarnar og fólksfjölgunina félagsmálum hér áður fyrr er ástæða þess að ég er í pólitík í dag. Ég kvartaði oft mikið yfir aðstöðuleysi hjá Breiðablik og ég sá fljótt að ég gæti ekki haft nein teljandi áhrif þar nema að fara út í bæjarpólitíkina. Það gaf færi á að komast í íþróttanefnd og láta í sér heyra og koma hugmyndum á framfæri. Ég varð svo varabæjarfulltrúi árið 1970. Á því tímabili var ég nær eingöngu í stjórnmálum í þeim tilgangi að byggja upp íþróttaaðstöðuna í Kópavogi." Svo líða nokkur ár og þá sest þú í bæjarstjórastólinn? „Já, ég var nú eiginlega vélaður í framboð og það er nú einu sinni þannig með mig að ég nenni yfirleitt ekki að sigla bara með. Mér finnst mikilvægt að komast í stöðu þar sem ég get haft einhver áhrif ef ég ætla að koma einhverju í verk. Það var alveg eins með starfið hjá UMFÍ. Það var stundum rætt um það þar að ég ynni kannski bara frá 5-7 á skrifstofunni eða hálfan daginn en það kom aldrei til greina hjá mér. Eg vissi vel að ég myndi ekki gera neitt gagn þannig og ef sú hefði orðið raunin hefði ég frekar viljað sleppa því. Mér finnst mjög mikilvægt að maður sjái og finni það að maður er að gera eitthvað gott." En ef þú berð saman framkvæmdastjórastarfið hjá UMFÍ og bæjarstjórastarfið. Er eitthvað líkt með þessum störfum? ,,Þau eru alveg eins. Ég oft borið þessi störf mín saman og ég er alveg í sama hlutverki hér og ég var hjá UMFÍ. Það er verið að vinna fyrir fólk og með fólki, fjölbreytnin í verkefnum er óendanleg og ég hef haft hressandi og góða vinnufélaga á báðum stöðum. Mér finnst ég líka hafa séð árangur á báðum stöðum. Annað má svo nefna til gamans að þegar ég tók við þar var UMFÍ litli bróðirinn með 6% af ríkisstyrkjunum til íþróttasambandanna. ÍSÍ var þá stóri bróðir, misgóður í sínu hlutverki en valdamikill og nokkuð stórlátur á stundum þótt allt væri þetta nú bestu drengir sem við var að eiga. í dag er ég bæjarstjóri Kópavogs með 16 þúsund bæjarbúa og bý við hliðina á „stóra bróður", Reykjavík, með 100 þúsund íbúa. Það hefur aldrei hrætt mig að takast á við „stóra bróður" og ég held svona almennt að ég hafi komið nokkuð vel út hvort sem um er að ræða ÍSÍ eða Reykjavík." Ertu ánægur með þitt tímabil sem bæjarstjóri Kópavogs? „Við bættum við okkur manni í síðustu kosningum sem segir mér að bæjarbúar eru ánægðir. Uppbyggingin hefur verið mikil hér og farsæl og henni er reyndar ekki lokið. Við höfum stundum glímt við Reykjavík og hvergi látið hlut okkar, hvort sem um er að ræða tónlistarhús, listasöfn, sjávarútvegs- sýningarnar, verslunarmiðstöðvarnar eða fólksfjölgun. Stærra er nefnilega ekki alltaf betra og oft eru hlutirnir lengur að fara í gegn hjá stórum stofnunum en smærri og því fylgja ýmsir kostir og sóknarfæri sem hægt er að nýta." Þú haföir þá góðan undirbúning þegar þú settist í bæjarstjórastólinn? „Já, ér er samvinnuháskólamaður og síðar viðskiptafræðingur og veit einnig að starf mitt hjá UMFI bjó mig vel undir þetta starf sem felst að stórum hluta í mannlegum samskiptum. Ég hef oft notið góðs af því sem ég lærði við störf í ungmenna- félagshreyfingunni." En hvað með framhaldið. Verður Siguröur Geirdal bæjarstjóri Kópavogs á næsta kjörtímabili? „Það er nú kannski ekki mitt að svara því, það gera bæjarbúar þegar þar að kemur. En hér eru mörg verk sem þarf að vinna að og ljúka á farsælan hátt og ég hef mikinn áhuga á því sem hér er að gerast. Það er því bara mannlegt að langa til að klára ýmislegt sem ég hef átt þátt í að koma af stað. Ég var sextán ár sem framkvæmdastjóri UMFI og skilaði þar góðu búi. Eigum við ekki að segja að það sé svo sem ágæt viðmiðun."

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.