Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.2000, Blaðsíða 20

Skinfaxi - 01.08.2000, Blaðsíða 20
Undirbúningur fyrir 23. Landsmót UMFÍ er nú í algleymingi. Mótið verður haldið á Egilsstöðum helgina 12-15 júlí á næsta ári. I sumar hafa staðið yfir framkvæmdir við íþróttamannvirki á svæðinu og verður lokahönd lögð á frágang þeirra nú í haust. Byggt hefur verið við íþróttahúsið á Egilsstöðum og nýtt gólfefni verið lagt á það. Þar með er íþróttahúsið komið í röð stærstu og glæsilegustu íþróttahúsa landsins. Miklar fram- kvæmdir hafa jafnframt átt sér stað við frjálsíþróttavöllinn. Áhorf- endasvæði hafa verið endurbyggð og byggt hefur verið vallarhús sem mun hýsa stjórnstöð og tímatökubúnað auk búningsaðstöðu fyrir keppendur. Mestar hafa þó fram- kvæmdirnar verið við hlaupabrautirnar. Völlurinn hefur nú á að skipa 6 tartanlögðum hlaupabrautum og eru 4 þeirra upphitaðar. Frjálsíþróttavöllurinn á Egilsstöðum stendur í ákaflega fallegu umhverfi, aflokaður með hamravegg á austurhlið, en trjágróðri úr suðri og vestri Vallarstæðið og sú aðstaða sem í boði er á Egilsstöðum gerir þetta frjálsíþróttasvæði eitt það alglæsilegasta á landinu og þótt víðar væri leitað. útisundlaug, 9 holu golfvöllur í stórbrotnu umhverfi, aðstaða til siglinga á Lagarfljóti og keppnisaðstaða fyrir bæði hestaíþróttir og skotfimi. Það er því ljóst að 23. Landsmót UMFÍ 2001 mun verða haldið við bestu hugsanlegu aðstæður á Egilsstöðum. Það er því full ástæða til þess að hvetja öll aðildarfélög til þess að fara að huga að þátttöku sinni á mótinu. Upplýsingar fengnar á heimasíðu Landsmótsins á Egilsstöðum. Slóðin á heimasíðuna er: www.landsmot2001.is Með þeim fram- kvæmdum sem ráðist hefur verið í, verður aðstaða til íþróttaiðkunar á Egilsstöðum eins og best gerist. Fyrir er á staðnum ný og glæsileg 25 metra /ÍT-/Æ jF/7/l&S-n7/7//Af

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.