Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.2000, Blaðsíða 27

Skinfaxi - 01.08.2000, Blaðsíða 27
lærdómsríkt. Mín dvöl stóð í sex ánægjulegar vikur. Það var eitthvað um að vera hvern einasta dag eins og ég hef nefnt dæmi um hér að ofan. Fyrir þá sem kunna að meta góðan mat er þetta líka eitthvað spennandi, allir þessir nýju réttir sem maður hafði aldrei smakkað áður, svo Var líka ansi oft farið út að borða. Maður kynnist mörgu nýju fólki, Svíum og öðrum sem ferðast á vegum IFYE. Helsti kosturinn við þennan ferðamáta er að maður er aðeins hjá hverri fjölskyldu í tvær vikur og með þessu móti kynnist maður stærri hluta landsins. Hver fjölskylda leggur sig líka alla fram um að sýna manni eitthvað nýtt á hverjum degi og sjá til þess að maður njóti dvalarinnar. Vmislegt mátti þó betur fara. Skipulagi og upplýsingaflæði var því miður nokkuð ábótavant. Persónulega hafði það lítil áhrif á mig, þetta gerði bara ferðina meira spennandi, en öðrum sem voru þarna á vegum IFYE fannst þetta mjög miður. Það hefur líka sína galla að maður er svona stutt hjá hverri fjölskyldu, því þegar maður er farinn að kynnast henni og farið að líka vel við hana, þarf maður að fara frá þeim til annarrar fjölskyldu sem maður hefur ekki hugmynd um hvernig er Hvers vegna að fara ? Þetta er eitthvað sem flestir ættu að prófa. Hér færðu að ferðast um landið og býðst einnig að ferðast sjálfur um Evrópu í tvær vikur ef þú vilt. Eftir svona ferð þekkirðu landið Vel, jafnvel betur en heima- maðurinn. Þetta er örugglega h'ka það ódýrasta sem þú getur fundið. Vonandi á þessi starfsemi eftir að þróast áfram þannig að maður geti líka farið til Ameríku °g annarra heimsálfa. Að lokum vil ég benda á að með því að skrifa IFYE í Altvista leitar- vélinni er hægt að fá margar ahugaverðar síður um IFYE. Stefán Karl Sævarsson Hvet aðra til að gera slíkt hið sama Ég heiti Ingunn Eir Andrésdóttir og ég er 17 ára gömul og bý á Eskifirði. Ég er nýkomin heim frá Noregi, þar sem ég var IFYE. IFYE stendur fyrir International 4H Youth Exchange. Ég var sem sagt skiptinemi þar í 6 vikur, fór út þann 2. júlí og kom heim 13. ágúst sl. Það var bæði kvíði og spenna í mér vikurnar fyrir brottför. Ég hafði aldrei verið ein svona langt að heiman áður en að vísu hafði ég verið eitt ár í Menntaskólanum á Akureyri sem gaf mér visst forskot. Þegar ég lenti í Noregi á nýja flugvellinum, 40 km. frá Oslo, tók ég flugrútu til Oslo, þangað sótti Harvard mig starfsmaður hjá 4H en það stendur fyrir clear Head, clever Hands, clean Heart og good Health. 4H er mjög vinsælt og virkt félag í Noregi og flestir krakkar á aldrinum 10-18 ára eru þar að kljást við ýmis verkefni. Þegar þau hafa lokið við síðasta verkefnið sem 4H meðlimir fá þau sérstaka styttu og viður- kenningu og þá verða þau að Alumni. Alumni eru á aldrinum 20 - 35 ára og eru fyrrverandi 4H-meðlimir, margir þeirra hafa verið IFYE til landa alls staðar í heiminum. Harvard tók mig ásamt öðrum IFYE frá Norður-írlandi sem heitir James á lítið hótel á bak við konungshöllina, þar voru hinir 10 skiptinemarnir þegar komnir og sofnaðir því ég var seint á ferð. Ég var með tveimur stelpum í herbergi á hótelinu, þeim Diniu frá Costa Rica og Hili frá Eistlandi. Allir 12 skiptinemarnir hittust næsta dag, ég var langyngst hin voru á aldrinum 20 - 27 ára. Það var dásamlegt veður, sól og mikill hiti. Hópurinn var góður og við ferðuðumst um alla Oslo, fórum á söfn, í bátsferðir, göngutúra, Frognerparken sem er garður fullur af fallegum, nöktum styttum og heimsóttum lítinn bóndabæ þar sem við hittum Kathleen sem er stjórnandi IFYE- samtakanna í Noregi. Hún gaf okkur meiri upplýsingar um dvöl okkar og ferðaáætlanir um hvernig við kæmumst til fyrstu fósturfjölskyldunnar okkar. Fyrri fjölskyldan mín var staðsett á bóndabýli sem er 10 km. frá litlum bæ sem heitir Spydeberg sem er í Ostfoldsýslu. Hún samanstóð af miðaldra bændahjónum og 18 ára syni þeirra. Þau voru vel efnuð, húsið þeirra var mjög stórt og vinstri helmingur þess v.ar aðeins í notkun. Þau ræktuðu korn og grænmeti en þar voru engin dýr. Seinni fjölskyldan mín býr í 800 manna bæ, Kinsarvik í Hordalandsýslu, sem staðsett, hinum megin í Noregi. Þetta var 5 manna fjölskylda, hjón, tvær dætur 16 og 23 og sonur þeirra tvítugur. Þar var einnig mikið af dýrum. Ég var hjá þessari fjölskyldu í tvær og hálfa viku. Dvöl mín í Noregi endaði svo með því að ég var viku í tjaldbúðum í Voss sem er einnig í Hordalandi. Þar hitti ég hina skiptinemana aftur og þá var mikið fjör og fagnaðarfundir. Eftir dvöl mína í Noregi finnst mér ég hafa lært heilmikið á að kynnast nýjum siðum, ólíku fólki og öðruvísi menningu. Mér finnst ég einnig hafa þroskast við að standa svona mikið á eigin fótum og stóla á sjálfa mig. Ég ferðaðist mikið ein, tók strætó, rútur, ferjur, lestir og flug ein og allt þetta hefur aukið sjálfstraust mitt. Ég tel mig búa að þessari reynslu alla ævi og sé ekki eftir að hafa prófað þetta og hvet aðra til að gera slíkt hið sama.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.