Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.2000, Blaðsíða 6

Skinfaxi - 01.08.2000, Blaðsíða 6
UMFÍ er ekki segir Sigurður Geirdal bæjarstjóri Kópavogs og fyrrum framkvæmda- stjóri Ungmennafélags íslands Sigurður Geirdal hefur setið sem fastast í bæjarstjórastóli Kópavogs sl. tíu ár og flestir landsmenn þekkja hann þaðan. Færri vita hins vegar að í 16 ár gengdi hann framkvæmdastjórastarfinu hjá UMFÍ þar sem hann, að margra mati, reif hreyfinguna upp á ásamt fyrrum formanni UMFÍ Hafsteini Þorvaldssyni. Sigurður er fæddur í Grímsey en sem ungur maður ferðaðist hann víða, hann fluttist til Siglufjarðar, síðan var hann í sveit í Fljótunum, þaðan fór hann í Reykholt í skóla og svo lá leiðin í Bifröst. Eftir að hafa þvælst um landið skoðaði hann heiminn þar sem hann eyddi nokkrum árum m.a. Þýskalandi og Danmörku en eftir öll þessi ferðalög endaði hann á höfuðborgarsvæðinu. Hann var virkur í starfi Ungmennafélagsins Breiðabliks og er í dag heiðursfélagi en hvers vegna fór hann að starfa fyrir ungmennafélags- hreyfinguna? frjálsíþróttadeildar Breiðabliks. Sú deild var nánast dauð þegar ég tók við og það má því segja að það hafi verið mitt fyrsta verkefni hér í bænum að koma þeirri deild af stað að nýju. Mér tókst, ásamt nokkrum góðum mönnum, að byggja upp ágætis frjálsíþróttalið sem tók meðal annars þátt í Landsmótinu á Laugarvatni árið 1965. í millitíðinni var ég líka orðinn formaður Breiðabliks og verkefni mitt þar var að endurskipuleggja félagið og búa til lið sem gat unnið saman á Landsmótinu á Laugarvatni. Mér fannst þetta mjög spennandi og skemmtilegt verkefni á þeim tíma og ég held að það hafi tekist nokkuð vel." „Ég var nú alltaf mikið í íþróttum og þegar ég flutti hingað Svo í franihaldi af því tekur þú viö framkvæmdastjórastarfinu hjá þróuðust málin þannig að ég var strax orðinn formaður Ungmennafélagi Islands?

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.