Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.2000, Blaðsíða 14

Skinfaxi - 01.08.2000, Blaðsíða 14
Fimmtudaginn 12. október var haldin ráðstefna ungs fólks í Ráðhúsi Reykjavíkur. Ráðstefnan var þriðji og síðasti liðurinn í forvarna- verkefninu Loftskipið á vegum UMFÍ og áætlunarinnar ísland án eiturlyfja, styrkt af áfengis- og vímuvarnarráði. Á ráðstefnunni var leitast við að varpa Ijósi á allt það sem unglingar eru að gera sér til dundurs á landinu í dag. I undirbúningsnefnd ráðstefnunnar störfuðu sex ungmenni frá landinu öllu. Þau, ásamt verk- efnisstjóra, mótuðu dagskrá og önnuðust alla skipulagningu jafnframt því sem þau komu fram í fjölmiðlum fyrir hönd ráð- stefnunnar. Auður: Mér fannst þetta frábær hugmynd, eitthvað annað en gamla lumman „þú skalt ekki drekka" sem er búin að dynja á manni síðan í 7. bekk. Að fá að taka þátt í svona er ekki bara mikill heiður, heldur líka mjög lærdómsríkt og síðast en ekki síst ógeðslega gaman... svo var þetta líka bara svo flott ráðstefna. Eg er stolt. myndbandstækinu var ekki nógu gott og fjarfundabúnaðurinn virkaði ekki vegna símstöðvarinnar í Ráðhúsinu þannig að 17 manns á Egilsstöðum og Isafirði þurftu frá að hverfa. En einhvernveginn hafðist þetta með hljóðið og áfram var haldið. Greipur: „Jeg tarf ekki sjuss" var okkar aðferð til að beina kastljósinu að því sem ungt fólk er að gera skemmtilegt um land allt. Ég tel að þetta hafi tekist framúrskarandi vel og tek fram að þetta er byrjunin, nú fyrst hefst verkefnið. Undirbúningurinn var ánægjulegur og gaf mér helling. Ég vona að allir fái einhvern tíma tækifæri til að prófa eitthvað þessu líkt! Við höfðum tvo kynna frá Isafirði, þau Ingvar og Dísu, sem héldu utan um ráðstefnuna eins og hetjur. Þau voru með fyrirfram skrifað handrit sem var mjög fyndið. Ráðstefnan hófst með því að atriðið úr Stellu í orlofi, sem titillinn vísar í, var sýnt. Gleðisveitin frá ísafirði tróð upp eftir stutta kynningu á Gamla Apótekinu, ísafirði. Þeir kitluðu einnig hláturtaugar gesta með fyndnum textum og skemmtilegri sviðsframkomu og mæla aðstandendur ráðstefnunnar eindregið með þeim í brúðkaup og aðrar skemmtanir. Auk þeirra kom fram ung stúlka, Þórunn Gréta, frá Austur-Héraði og sagði frá lífinu þar, Jóhann Fjalar úr ungmennafélaginu Fjölni kom með skemmtilegt sjónarhorn á þátttöku í íþróttum, fulltrúar Ungmennahreyfingar Rauða krossins sögðu frá sínu starfi og svo mætti lengi telja. Að morgni 12. október var kominn smá frumsýningarskjálfti í liðið. Dagskráin var til staðar en hafði aldrei verið keyrð í gegn í samfelldri heild þannig að margt gat farið úrskeiðis. Við vorum komin niður í Ráðhús á hádegi og hófumst handa við að raða upp. Það kom í ljós að hljóðið úr Inga Berglind: Mér fannst virkilega gaman að taka þátt í þessari ráðstefnu og ég held að ég hafi lært alveg heilmikið af því. Það sem var ekki á dagskrá en vakti mikla lukku var leikhópurinn Lago frá Grindavík. Þau voru um 10 talsins og blönduðu sér meðal áhorfenda. Þau voru með óvæntar uppákomur nær allan tímann án þess þó að trufla ráðstefnuna. GSM-símar hringdu þegar minnst varði og undarlegar samræður

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.