Skinfaxi - 01.12.2004, Síða 8
AÐ LOKNU LANDSMÓTI
Gísli Páll - HSK
Landsmótið á Sauðárkróki tókst afar
vel í alla staði. Keppnisgreinar voru
þær sem búast mátti við miðað við
aðstöðu á staðnum og áhuga heima-
manna. Athugasemdir bárust við
tímasetningu keppni einstakra greina
og má þar meðal annars nefna
glímu.
Tjaldstæði voru til fyrirmyndar og
voru mátulega nálægt keppnisstað.
Almenn tjaldstæði voru fyrir ofan
okkur þannig að keppendatjaldstæði
lágu á milli þeirra og dansleikjahalds
í miðbænum sem olli nokkurri
umferð einstaklinga um miðja nótt í
misjöfnu ástandi. Vert að skoða
þetta og reyna að bæta á næstu
mótum. Upplýsingar, kynning og
umfjöllun var með ágætum og fékk
Landsmótið nokkuð góða og
jákvæða umfjöllun í fjölmiðlum
landsins að mínu mati.
Sökum anna komst ég ekki á
Unglingalandsmótið í þetta skiptið
en fékk jákvæðar og góðar fréttir af
því .
Eins og ég hef marg oft sagt er að
mínu mati nauðsynlegt að halda
Unglingalandsmót á hverju ári.
Þarna gefst unglingum og foreldrum
þeirra tækifæri til þess að skemmta
sér og keppa í íþróttum án vímuefna
og er þetta mót að verða eitt af
örfáum á Islandi þar sem slíkt er
mögulegt.
Framtíð beggja Landsmóta UMFÍ
er björt. Nú þegar íþróttabandalögin
geta einnig keppt á Landsmóti þá eru
líkur á því að keppendafjöldi og
umfang aukist enn frá því sem nú er.
Að lokum er það ósk mín að
Landsmótið árið 2012 verði haldið á
HSK - svæðinu.
Árni - UMSE
Mér fannst vel takast til bæði með
Landstmótið og eins Unglingalands-
mótið. Oll aðstaða var til fyrirmynd-
ar, bæði fyrir keppendur og gesti,
varla hægt að hafa hana betri, og
eins með fyrirkomulag, keppnisgrein-
ar og afþreyingu og hef raunar lítið
nema gott eitt um það að segja.
Aftur á móti langar mig að koma því
á framfæri að við sem erum að vinna
að undirbúningi að þátttöku okkar
félaga á Landsmótum myndum við
gjarnan vilja hafa tíma til að ná
félögunum saman t.d einu sinni á
dag, en það var varla hægt því
dagskráin var svo þétt.
Eg var mjög efins um að það gæti
gengið svona fyrirfram að hafa bæði
Landsmótin á saman árinu en er
orðinn jákvæður fyrir því í dag. Eg
taldi að það myndi draga úr þátttöku
á annað hvort mótið, en þetta gekk
bara vel þannig að mér sýnist að það
geti vel orðið áfram.
Mér finnst ekki koma til greina að
halda bæði mótin á sama stað. Mér
fannst það aldrei koma til greina og
tel að reynslan hafi sýnt það.
Ástæðan er fyrst og fremst að það er
sama fjarlægðin, stutt fyrir suma,
langt fyrir aðra, og hreinlega ekki
sanngjarnt. Eins finnst mér mjög
hæpið að leggja það á eitt félag að
halda tvö svona stórmót sama árið.
Landsmótin halda áfram, framtíð
þeirra er björt, eins og sýndi sig í
sumar, góð þátttaka á þeim báðum.
Stóra Landsmótið vil ég sjá í
svipuðum farveg þó það þurfi alltaf
að fylgja tímans rás en Unglinga-
landsmótin verði breytileg frá ári til
árs og taki mið af aðstæðum á
hverjum stað fyrir sig.
Anna Rúna - HSÞ
Mér þótti takast afar vel til með
framkvæmd Landsmótsins sl sumar.
Aðkoman þannig að ég fann hversu
velkominn ég var. Veifurnar sem
leiddu gesti öruggustu leið inn í
bæinn var afar vel til fundið og
vinalegt.
Keppnisaðstaðan var glæsileg,
keppnisgreinar vel valdar, afþreying
örugglega góð og næg, en það var
mjög ánægjulegt hvað fólki okkar
leið vel í tjáldbúðunum og sótti því í
þann félagsskap og stemningu ekki
síður en að vera í bænum.
Það tókst afar vel með Unglinga-
landsmótið á sama stað en um
Verslunarmannahelgina og þar sem
lið HSÞ var skipað í mörgum tilfellum
sama fólki og á Landsmótinu,
reyndar fjölgaði mikið í okkar búðum
og þá aðallega foreldrar og systkini
keppenda. Þá viljum við enn og aftur
þakka vel fyrir okkur. Það gekk allt
upp, að við teljum og allir afar
ánægðir. Það er ekki hægt að gera
betur en það.
Mér sýnist að Unglingalandsmótin
séu komin til að vera, og ánægjulegt
að heyra jákvæðar raddir foreldra og
aðstandenda ungmennanna þar að
lútandi. En það er kannski fullmikið
að halda 2 slík mót sama árið.
Stóru Landsmótin hafa auðvitað
sinn gamla, góða, ungmenna-
félagssjarma. En eru þau ekki of þétt,
að vera á þriggja ára fresti. Þar sem
að við erum að tala um að ULM eru
haldin hvert ár, væri bara enn meiri
tilhlökkun að komast á Landsmót
fjórða hvert ár?
UMFI - Ræktun lýðs og lands
8