Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.12.2004, Page 11

Skinfaxi - 01.12.2004, Page 11
UR STARFINU Það er óhætt að segja að nýr getraunaleikur sem settur var upp hjó Héraðssambandi Vestfirðinga í nóvember hafi slegið rækilega í gegn. Upphafið mó rekja til heim- sóknar Péturs Hrafns Sigurðssonar markaðsstjóra Islenskra getrauna og Guðbrandar Stígs Ágústssonar fró KR-getraunum, þar sem þeir kynntu getraunaleik KR fyrir forsvars- mönnum HSV en leikurinn hefur vakið mikla lukku ó þeim bæ. Gunnar Þórðarson framkvæmda- stjóri HSV ber hitann og þungann af framkvæmd Tippleiks HSV. Skinfaxa lék forvitni ó vita hvernig þetta færi allt saman fram. „HSV með fulltingi flestra íþróttafélaga innan þess vébanda standa nú fyrir ótaki til að fjölga þeim tippurum sem merkja við okkar félög og styðja þannig við íþróttastarfið í bænum. Samkomu- lag hefur verið gert innan íþróttahreyfingarinnar í Isafjarðarbæ um að þau skili inn sínum númerum Gunnar Þórðarson framkvæmdastjóri HSV með myndarlega bikara sem í verðlaun verða í Tippleik HSV. Þess má geta að KR gaf sambandinu stærri bikarinn. Mynd Karl Jónsson Tippið hjá HSV hjá Islenskri getspá og framvegis verði staðið saman að einu númeri undir merki HSV. Sú innkoma sem kemur vegna áheita á það númer verður skipt eftir fyrirfram ákveðnum leiðum á milli íþróttafélaganna. Félögin hafa jafnframt undirgengist að þeir fjármunir sem koma inn vegna getrauna, verði notaðir í barna- og unglingastarf íþróttafélag- anna," segir Gunnar. Gunnar segir getraunastarf eitthvert magnaðasta félags- og fjáröflunartæki sem íþróttafélögum standa til boða í dag: „I fyrsta lagi eflir það allt félagsstarf innan íþróttahreyfingarinnar ef rétt er að málum staðið, í öðru lagi færir þetta viðkomandi einstaklingi góða skemmtun og félagsskap, í þriðja lagi njóta félögin ávinnings af þeim sem skila sínum röðum inn til Islenskrar getspár, en það er alls ekki skilyrði í leiknum og í fjórða lagi rennir þetta stoðum undir barna- og unglingastarf í ísafjarðarbæ," segir Gunnar. Viðtökur hafa verið framar vonum. Lagt var af stað með það markmið að ná 40 liðum til að byrja með, en tveir eru í liði og greiða fast gjald fyrir þátttökuna í tippleiknum. Þar sem langt er liðið á haustið og veturinn og ekki vinnst tími til að klára fullan leik fyrir áramót, var ákveðið að fara af stað með einskonar „hálfleik" 13. nóvember sl. sem tekur 5 vikur í framkvæmd í stað tíu vikna. Síðan er áformað að fjölga liðunum þegar kemur að vorleiknum sem hefst í janúar. I dag eru 53 lið þátttakendur í Tippleik HSV, sem þýðir að 106 mans eru að taka þátt í þessum leik með sambandinu sem er þátttaka framar öllum vonum. Gunnar er ekki í vafa um gildi þessa starfs fyrir HSV og nú þegar er farið að tala um „Isfirska módelið", sem íslenskar getraunir ætla að nota sem fyrirmynd fyrir önnur félög: „Fyrir héraðssambandið er þetta félagslegt og hjálpar til að gera það gildandi, bæði meðal bæjarbúa og ekki síst gagnvart aðildarfélögun- um," segir hann. „Það að HSV hafi tekist að fá öll félög í ísafjarðarbæ til að skila inn sínum númerum og sækja fram undir einu númeri, 400, undir formerkjum HSV, er mikill sigur fyrir sambandið. Okkur er sagt að þetta sé algjört einsdæmi á landinu og engin fordæmi til fyrir slíku. Pétur Hrafn hjá Islenskum getraunum segir að Isfirska módelið verði kynnt framvegis á ferð þeirra Guðbrands KR-ings um landið til að kynna getraunaleiki. Markmiðið er að ná síðan inn 2 milljónum króna á næsta ári fyrir félögin í Isafjarðarbæ í gegnum getraunastarfið," sagði Gunnar Þórðarson framkvæmdastjóri HSV að lokum. Karl Jónsson fyrir Skinfaxa á ísafirði 11 SKINFAXI - tímarit um íþróttir

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.