Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.12.2004, Side 13

Skinfaxi - 01.12.2004, Side 13
VETRARLEIKAR UMFÍ Skíðasvæðið í Tungudal verður aðalvettvangur Vetrarleikanna á Isafirði í mars á næsta ári. Mynd: Hrafn Snorrason. Vetrarleikar UMFI 2005 Hugmyndin að vetraríþróttahátíð kviknaði innan Skíðafélags Isfirðinga og var kynnt á skíðaþingi sl. vor. Gengur hún út á það að víkka út unglingalandsmótið á skíðum, en það verður fellt inn í hátíðina sem haldin verður á Isafirði 18.-21. mars 2005. Gunnar Þórðarson framkvæmda- stjóri HSV segir að hugmyndin hafi verið kynnt fyrir stjórn UMFI í haust. „Þar var hugmyndinni þunglega tekið en hún var ef til vill ekki sett rétt fram þar. Síðan fór formaður HSV Ingi Þór Agústsson með endurbætta útgáfu hugmyndarinnar á Sambandsþing UMFÍ að Laugum í Sælingsdal í október þar sem viðtökur snérust algerlega við," segir Gunnar. Sambandsþingið samþykkti svo- hljóðandi ályktun vegna Vetrar- íþróttahátíðarinnar: "34. sambands- ráðsfundur UMFÍ haldinn ló.október 2004 að Laugum í Sælingsdal óskar Héraðssambandi Vestfirðinga (HSV) til hamingju með framkomnar hug- myndir varðandi Vetrarleika UMFI. Fundurinn vill beina þeim tilmælum til stjórnar að hún styðji við HSV til að koma hugmyndinni í framkvæmd." Helsti kostnaðurinn við hátíðina verður kynningarkostnaður en Gunnar segir að slagkraftur UMFI og samband þess við aðildarfélög verði notaður til að koma hátíðinni á framfæri. En fyrir hverja er þessi hátíð? „Hún er fyrir íbúa ísafjarðarbæjar og það keppnisfólk sem kemur og fjölskyldur þeirra," segir Gunnar. Keppendur verða frá fermingaraldri til 16 ára. „Hugmyndafræðin við þessa hátíð er sótt í Unglingalandsmót UMFÍ. Það módel hefur tekist frábærlega vel en þar svífur ungmennafélagsandinn yfir vötnum. Ekki er aðalatriðið að sigra heldur að vera með." Þau félög sem standa að þessari Vetrarhátíð eru auk Skíðafélags Isfirðinga, Körfuknattleiksfélag Isafjarðar, Bl 88, Sæfari, Golfklúbbur ísafjarðar og síðast en ekki síst Iþróttafélagið Ivar sem heldur utan um íþróttir fatlaðra í Isafjarðarbæ. A þeirra herðum hvílir t.d. keppni á skíðasleðum og boccia. Ef gluggað er í drög af dagskrá Vetraríþróttahátíðarinnar eru keppnisgreinar margar óvenjulegar auk hefðbundinna skíðaíþrótta. Má þar nefna keppni á skíðasleðum, ísfótbolta, mýrarfótbolta, snjógolf og úti-boccia. En það verður ekki bara keppni í gangi því á kvöldin verður boðið upp á glæsilega skemmti- dagskrá sem krydduð verður með varðeldi, grilli, stórdansleik og flugeldasýningu. „Keppnisgreinar eru þannig upp byggðar að margir eiga möguleika og þetta verður fyrst og fremst skemmtun þar sem foreldrar geta tekið þátt með börnum sínum," segir Gunnar Þórðarson að lokum. Karl Jónsson fyrir Skinfaxa á ísafirði 13 SKINFAXI - tímarit um íþróttir

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.