Skinfaxi - 01.12.2004, Qupperneq 14
SNÆFELLSBÆR
Iþróttabærinn Snæfellsbær
Snæfellsbær er um 1800 manna
bæjarfélag á utanverðu Snæfellsnesi
samsett af þéttbýliskjörnunum Ólafs-
vík, Rifi, Hellissandi, Arnarstapa og
Hellnum auk sveitanna í Fróðér-
hreppi, Breiðuvík og Staðarsveit.
Sprenging í
fimleikum og frjálsum
Ungmennafélögin Víkingur og Reynir
í samstarfi við Ungmennafélag
Staðarsveitar hafa síðan í haust
fjölgað aldursflokkum og æfinga-
tímum fyrir frjálsar íþróttir og fim-
leika í Snæfellsbæ. Nýr þjálfari,
Ólafur Jökull Herbertsson var ráðinn
til starfa og nú stunda að jafnaði 50
krakkar fimleika og um 40 krakkar
eru í frjálsum íþróttum sem er mikil
aukning frá fyrri árum. Krakkarnir
hafa á skömmum tíma tekið miklum
framförum og áhuginn er mikill.
Ungmennafélögin í Snæfellsbæ eru
staðráðin í að hasla sér völl í þessum
greinum þannig að nafn bæjarins
verði tengt við öflugt íþróttastarf á
komandi árum.
krakkablaki í Snæfellsbæ undir stjórn
þjálfaranna Viðars Gylfasonar og
Ránar Kristinsdóttur. Fyrri hluti
íslandsmóts í krakkablaki var haldinn
í Snæfellsbæ í byrjun nóvember og
var framkvæmd mótsins til fyrir-
myndar í alla staði og um 300
keppendur skemmtu sér konung-
lega. Mótið og umgjörð blakstarfsins
hefur aukið mjög veg krakkablaksins
í Snæfellsbæ. Fjölga hefur þurft
æfingum og aldursflokkum og
stunda að jafnaði 60 börn og
unglingar blak.
Knattspyrna
I kjölfar þess að knattspyrnulið
Víkings frá Ólafsvík hefur farið upp
um tvær deildir á tveimur árum og
mun spila í fyrstu deild á komandi
sumri hefur áhugi á knattpyrnu
aukist mjög í Snæfellsbæ. 65-70
krakkar eru við æfingar og í haust
var bætt við stúlknaflokki yngri
stúlkna og nýverið hófust æfingar hjá
eldri stúlkum. Þjálfari er Ejub
Purisevic en til stendur að ráða
aðstoðarþjálfara á nýju ári.
Sund
Krakkarnir í sunddeild Víkings í
Ólafsvík hafa náð mjög góðum
árangri á undanförnum árum miðað
við að geta eingöngu æft í 12 m.
innilaug bæjarins. Þau hafa sigrað
héraðsmót 7 ár í röð og náð góðum
árangri á stærri mótum. Þjálfari
þeirra, Fadel A. Fadel hefur auk
sundæfinga skipulagt þrekæfingar í
íþróttahúsi og á nýju ári verður bætt
við svökölluðum kútaflokki fyrir
yngstu krakkana.
íþróttir fatlaðra
Iþróttamenn úr röðum fatlaðra æfa
vikulega í íþróttahúsi Snæfellsbæjar
undir stjórn Sigrúnar Ólafsdóttur
íþróttakennara. Krakkarnir fara víða
og keppa í fjölmörgum íþrótta-
greinum. Fáir íþróttamenn skemmta
sér jafn vel við sína íþrótt og þau
gera.
Herferð gegn
hreyfingarleysi
Stjórnir ungmennafélaganna í
Snæfellsbæ hafa haft skýra stefnu í
íþróttastarfi sínu í vetur. Að tryggja
Krakkablak
Mikill uppgangur hefur verið í
UMFÍ - Ræktun lýðs og lands -
14