Skinfaxi - 01.12.2004, Blaðsíða 15
UR STARFINU
framboð bæði hóp og einstaklings-
íþrótta fyrir alla aldursflokka barna
og unglinga undir stjórn hæfra
þjólfara. Þessi ókvörðun var tekin í
kjölfar þess að krakkar í Snæfellsbæ
komu illa út í óformlegri könnun ó
holdafari og hreyfingu skólabarna.
Það hefur tekist að fó börn ó æfingar
sem ekki æfðu íþróttir óður.
Erfiðlegast hefur gengið að höfða til
unglingsstúlkna 14-16 óra. Þeim
hefur þó fjölgað í blaki og frjólsum
íþróttum og það er von manna að
kvennaknattspyrna nói sér ó strik ó
ný í Snæfellsbæ.
Fjármagn og framtíðin
Þetta átak í íþróttamálum
Snæfellsbæjar hefur gert það að
verkum að íþróttahúsið iðar af lífi,
tímataflan er þétt og nánast
sprungin. Nýr upphitaður spark-
völlur var tekin í notkun í haust og
mun vonandi létta álagið á íþrótta-
húsinu þegar hann kemst í fulla
notkun. Kostnaður við starfið hefur
aukist til muna og vilja ungmenna-
félögin draga það í lengstu lög að
hækka æfingagjöld en þau eru
9.000 kr. fyrir hverja 3 mánuði á
barn óháð fjölda íþróttagreina sem
það stundar. Systkinaafslættir og
fleiri afslættir eru síðan veittir af
æfingagjöldum. Því hefur verið
leitað í auknum mæli til fyrirtækja
varðandi styrki og fjáraflanir s.s.
dósasafnanir, pappírssala og fisksala
hafa gengið framar vonum. Meiri
stuðningur þyrfti þó að koma frá
opinberum aðilum. Að fá fleiri
krakka til að taka upp íþróttir sem
hluta af sínum lífsstíl er ekki bara
forvörn gegn heilsu- og umkomuleysi
heldur sókn sem gefur af sér sterka
og sjálfstæða einstaklinga sem eru
líklegri en ella til að gefa af sér og
skapa sínu bæjarfélagi og umhverfi
tekjur og framfarir.
Næsti áfangi í starfi ungmenna-
félaganna í Snæfellsbæ verður
hugsanlega sameining þeirra.
Gagnvart íþróttastarfinu þá verður
lögð meiri áhersla á skemmtun
samfara íþróttaiðkun. Þetta á að
vera gaman og þar leggjum við
átakalínurnar á komandi misserum.
Guðni Gunnarsson.
Formaður Umf. Víkings í
Ólafsvík
Mikill uppgangur í frjálsum
Mikill uppgangur hefur verið í
frjálsum íþróttum hjá Héraðs-
sambandi Suður-Þingeyinga síðustu
ár og er það mikið fagnaðarefni. HSÞ
hefur vakið athygli síðustu ár fyrir
mikið og gott starf og góða
framkomu keppenda á mótum.
Um 70 börn og unglingar eru nú
að æfa og eru mörg þeirra komin í
hóp þeirra bestu á landinu í sínum
aldursflokki. Foreldrar hafa verið
mjög duglegir að hvetja sín börn og
fylgja þeim á mót og skiptir það mjög
miklu máli. Arangur ársins hefur
verið mjög góður og mýmörg
héraðsmet og nokkur íslandsmet
hafa fallið á þessu ári sem þeim
síðustu. HSÞ hefur um þessar
mundir eitt af 4 bestu keppnisliðum
landsins bæði í flokkum 12-14 ára
og 15-22 ára.
Því er það keppikefli okkar að
halda þessu starfi áfram og geta
mætt með geysiöflugt lið á
Unglingalandsmótið 2006 sem HSÞ
hefur verið úthlutað og verður á
Laugum. Það er mikil viðurkenning
fyrir HSÞ að stjórn UMFÍ skuli hafa
valið Laugar sem keppnisstað. En
það þurfa margir að koma að
undirbúningi mótsins svo allt gangi
vel. HSÞ keypti í sumar fullkomin
rafmagnstímatökutæki og fékk tii
þess styrk frá Þingeyjarsveit. Tækin
voru notuð á Laugum í sumar og
spara þau marga starfsmenn við
tímatöku auk þess sem nákvæmni er
mæld uppá 1/100 úr sekúndu.
Síðan gaf Jóhann Guðni Reynisson
sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Lauga-
velli kastbúr sem vígt var á
Héraðsmóti HSÞ í ágúst.
Hér með þakkar frjálsíþróttaráð
fyrir góðar gjafir og auðveldar HSÞ
að takast á við krefjandi verkefni í
framtíðinni.
Anita Karin Guttesen
Framkvæmdastjóri HSÞ
www.umfi.is
15
SKINFAXI - tímarit um íþróttir