Skinfaxi - 01.12.2004, Page 16
FJÖLSKYLDAN Á FJALLIÐ
Ásd/s Helga Bjarnadóttir, stjórnarkona í UMFI, og verkefnisstjórn Göngum um ísland.
Gestabækur á fjöllum
Fjölskyldan á fjallið, landsverk-
efni UMFI, var fram haldið í
sumar, þriðja árið í röð. Um
14.000 landsmenn hafa nú
skráð nöfn sín í gestabækur sem
komið var fyrir á tuttugu fjöllum.
Asdís Helga Bjarnadóttir,
stjórnarkona í UMFI hefur setið í
vekefnisstjórn Göngum um
Island. Hvernig hefur verkefnið
Fjölskyldan á fjallið gengið í ár?
Áhuginn fyrir verkefninu hefur verið
mjög mikill, því maður hittir varla
manneskju sem ekki hefur gengið á
fjall í sumar eða kynnt sér verkefnið.
Verkefnið Fjölskyldan á fjallið hefur
kveikt áhuga fólks á útivist og að
gefa sér tíma í að kynnast sínu
nánasta umhverfi með að ganga á
heimafjallið. Margir hafa þó gengið
á fleiri en eitt fjall, það sér maður
þegar litið er í gestabækurnar sem
hafa verið á alls 22 fjöllum í sumar.
Héraðssamböndin hafa verið dugleg
við að tilnefna fjöll á hverju ári og
stundum breytt til, valið annað fjall
en árinu áður, til að hvetja
heimamenn enn frekar til fjallgöngu.
Einhverjir brestir hafa þó verið á því
að gestabækurnar eru ekki komnar
upp þegar tilkynning er gefin út um
fjöll ársins. Einnig hefur það komið
fyrir að bókum hefur verið stolið af
fjöllunum sem er alveg með
eindæmum! Almennt má þó segja
að verkefnið hafi gengið vel.
Hvað hefur verið mikil þátttaka í
verkefninu?
Miðað við upplýsingar úr gesta-
bókunum og upplýsingum frá
héraðssamböndunum hafa um
14.000 manns tekið þátt í
verkefninu. Þátttakan fer að nokkru
eftir því hvaða fjöll verða fyrir valinu
á ári hverju, því þau eru miserfið og
mislangt frá þjóðvegi 1. Fólk hefur
sig ekki í að fara langar leiðir til að
ganga á fjöll, þó þau gefi oft frábært
útsýni fyrir stærri svæði!
Hvernig verður framhaldinu
háttað, t.d. næsta ár?
Á síðasta Sambandsþingi UMFI var
samþykkt að halda þessu vekefni
áfram. Á meðan áhugi er meðal
aðildafélaga UMFÍ að halda
verkefninu áfram verður það gert. Ég
geri ráð fyrir að verkefnið verði með
svipuðu sniði og árin á undan. Við
munum væntanlega reyna að fá
tilnefningar um fjöll fyrr en verið
hefur og auglýsa það fyrst og fremst
á heimasíðu UMFI og á ganga.is.
Héraðssamböndin og Upplýsinga-
miðstöðvar ferðamála um allt land
hafa einnig verið duglegar að koma
fjöllunum á framfæri.
Hvert er markmiðið með
verkefninu?
Markmiðið er fyrst og fremst að
hvetja einstaklinga til hollrar útivistar
og til að auka þekkingu sína á eigin
landi. Eins og nafn verkefnisins
bendir á er fjölskyldan sérstaklega
hvött til að fara saman, hvort sem
það er ,,gamla settið", vísitölu-
fjölskyldan, ættmenni, fjölskyldan í
fyrirtækinu eða innan stofnana. Það
að fólk fari saman gefur göngunni
aukið gildi, því þá koma
reynslusögurnar, fróðleikurinn um
lífið og tilveruna, uppryfjun á nöfnum
tegunda plantna og fugla og hver
aldurshópur hefur alltaf einhverju að
miðla. Ut frá slíku lærist margt, m.a.
að bera virðingu fyrir náttúrunni
þannig að fólk umgangist hana af
varúð og er síður tilbúið að spilla
henni. Því betur sem við þekkjum
landið, því betur göngum við um það
og hæfari til að taka þátt í umræðum
um viðkomandi landssvæði.
Hverjir hafa helst tekið þátt í
verkefninu?
Það er erfitt að segja, en mér sýnist
að það sé fólk á öllum aldri.
Einstaklingar sem geta gengið einir
og nær óstuddir um óslétt land,
svona frá þriggja og fram á níræðis
aldur. Fólkið kemur úr öllum
þjóðfélagshópum og jafnt úr dreifbýli
sem þéttbýli, þannig að verkefnið
hefur náð fyllilega sínum
markmiðum. Það má þó segja að
vinsælustu fjöllin í ár voru Stóri
Dímon og Vörðufell á Suðurlandi,
tilnefnd af HSK, þannig að það mætti
ætla að íbúar á því svæðinu hafi
verið hvað duglegastir að fjölmenna
í ár! Ég vil að lokum hvetja alla til að
taka þátt á næsta ári," segir Ásdís
Helga.
UMFÍ - Ræktun lýðs og lands
16