Skinfaxi - 01.12.2004, Síða 26
SIGURÐUR GEIRDAL - MINNING
Morgunhlaðið/Sverrir
Morgunblaðið/Jim Smart
Sigurður
Geirdal
Góður vinur og einn öflugasti félagi
sem ungmennafélagshreyfingin
hefur eignast í tæplega hundrað óra
sögu UMFI er allur. Fregnin um
alvarlegt hjartaáfall Sigurðar Geirdal
og síðar andlát hans kom óvænt.
Aðeins nokkrir dagar eru síðan hann
kom í þjónustumiðstöð UMFÍ og fór
yfir stöðu ungmennafélagsmála og
lét hugann reika inn í framtíðina.
Engan óraði fyrir því að örfáum
dögum síðar yrði hann allur og að
eftir sæti stór hópur vina og
vandamanna sem spyr hvernig gat
þetta gerst. Maður sem er stöðugt á
ferðinni, leysir mál og leggur á ráðin
fyrir aðra, er hrókur alls fagnaðar og
gefur allt í starf sitt til að ná árangri
og nær honum. Hann á ekki að geta
farið svo fljótt.
Sigurður Geirdal var fram-
kvæmdastjóri UMFÍ frá 1970 til
1986. Við hlið Hafsteins Þorvalds-
sonar þáverandi formanns UMFÍ
hófu þeir félagarnir endurreisnarstarf
af miklum eldmóði. Fóru þeir vítt og
breitt um landið og fengu menn í lið
með sér. Þúsundir félaga streymdu
inn í hreyfinguna og starfið var eflt.
Miklir uppgangstímar voru á þessum
árum sem við búum enn að.
Þegar farið er yfir störf Sigurðar
innan ungmennafélagshreyfingar-
innar er af mörgu að taka. Við hlið
Hafsteins formanns var unnið að
stofnun Félagsmálaskóla UMFÍ og
Skinfaxi, málgagn hreyfingarinnar,
var stækkaður að umfangi. Allt starf
ungmennafélaga og héraðssam-
banda var eflt. Þrastaskógur var
gerður aðgengilegur öllum m.a. með
uppbyggingu leikvallar inni í
skóginum og byggingu Þrastalundar.
Á 70 ára afmæli UMFÍ var gefin út
saga hreyfingarinnar í bókaformi.
Samtökin fengu sitt eigið húsnæði í
fyrsta sinn og um leið voru tengsl við
önnur samtök efld bæði innan lands
og utan. Listinn er langur og
verkefnin voru stór.
Að leiðarlokum vill ungmenna-
félagshreyfingin þakka Sigurði
Geirdal störf hans í þágu ungs fólks á
íslandi. Það er Ijóst að ekki er
einungis genginn góðurvinur, heldur
er fallinn frá hugsjónamaður af bestu
gerð sem margir eiga eftir að sakna
sárt því skarðið er stórt.
Ég vil fyrir hönd starfsfólks og
stjórnar UMFÍ, senda Ólafíu og öllum
aðstandendum okkar dýpstu
samúðarkveðjur.
Björn Bjarndal Jónsson
formaður UMFÍ.
UMFÍ - Allir með
26