Skinfaxi - 01.12.2004, Side 28
BO RGARF J ARÐARH LAU P
Borgarfjarðarhlaup
Lagt af stað...
Ungmennasamband Borgar-
fjarðar stóð fyrir hlaupadegi á
Hvanneyri laugardaginn 25.
september. Boðið var upp á
þrjár vegalengdir: 4,4 km.
(skemmtiskokk) Hvanneyrar-
hringinn, 10 km. og 25 km. þar
sem hlaupið var frá Hvanneyri
að Hvítárvöllum, eftir Hvítár-
flóanum þaðan yfir Hestháls og
síðan niður Skorradalinn, að
norðanverðu og þaðan til
Hvanneyrar. Rásmark og
endamark var við kirkjuna á
Hvanneyri.
Þátttakendur úr skokkhópnum Laugaskokki
Alls tóku 35 hlauparar þátt í Bestum tíma í skemmtiskokkinu náði
hlaupinu, flestir frá skokkhóp sem Bandaríkjamaðurinn Natan Barelay
kallar sig Laugaskokk alls 20 en hann hljóp á 18.58 mín. Hann
hlauparar. Þátttaka var framar keppti í unglingaflokki.
vonum þar sem veðrið var leiðinlegt
fyrir hlaup, rok og rigning, en það
létu hlaupararnir ekki á sig fá og
komu hressir og ánægðir í mark.
Alls tóku 1 1 þátt í 25 km.
hlaupinu. Sá sem náði bestum tíma
þar var Stefán Orn Einarsson úr
skokkhópi IR en hann hljóp á
tímanum 1:48.31. klst.
Jóhannes Guðjónsson náði besta
tíma karla í 10 km. hlaupinu á 41.40
mín., Ingveldur Ingibergsdóttir í
kvennaflokki á 48.04 mín og Gunnar
Ingi Friðriksson í unglingaflokki á
50.29 mín. þau keppa öll fyrir UMSB.
Sigmar H. Cunnarsson afhenti Jóhönnu
Eiríksdóttir verðlaun en hún var eina
konan sem hljóp 25 kílómetrana.
Rósa Marinósdóttir afhendir Ingveldi
Ingibergsdóttur verðlaun fyrir 10 km.
hlaup kvenna.
Sigurvegarar í 25 km. hlaupinu, Stefán
Örn Einarsson, Sigurður Ingvarsson og
Alfreð Guðmundsson.
Þetta hlaup er nýmæli hjá UMSB
en undanfarin ár hefur Sparisjóðs-
hlaupið verið um þetta leiti, en það
var fært í Borgarnes í sumar, sem
liður í Borgfirðingahátíð. Mat
undirbúningsnefndar hlaupsins er að
vel hafi tekist til og verður örugglega
reynt að festa hlaupið í sessi og
stefna á enn fleiri þátttakendum að
ári.
KB banki í Borgarnesi og
Mjólkursamlagið í Búðardal voru
styrktaraðilar hlaupsins.
UMFÍ - Þátttaka er lífsstíll
28