Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.2006, Blaðsíða 17

Skinfaxi - 01.08.2006, Blaðsíða 17
Afleiðingar neyslu Áhrif á líkamsstarfsemi, hæfni og möguleika til lífshamingju. Vímuefni verka með einum eða öðrum hætti á miðtaugakerfið og starfsemi þess.Truflun þeirra og óæskileg áhrif á það má rekja til truflunar á starfsemi taugungamóta og efni sem bera boð til tauga sem stjórna viðbrögðum einstakra líffæra. Þetta veldur því að neysla vímuefna raskar og truflar starfsemi líffæra. Þetta skýrir m.a. breytingar á skynj- un, tilfinningum og skaþhöfn. Þau áhrif sem vímuefni hafa á líkamsstarfsemi og andlega og líkamlega færni geta haft mikil áhrif. Þunglyndi sem hrjáir oft neyt- endur ecstacy er til komið af þessum sökum. Annað dæmi eru áhrif kannabisefna á nýminni og þar með námshæfni. Einnig má nefna heilaskemmdir sem verða vegna þess að öndun hefur stöðvast um hríð og heilinn ekki fengið nauðsynlegt súrefni í lengri eða skemmri tíma. Þetta er t.d. þekkt í tengslum við sniff. Neyslan getur því leitt til mikilla og afdrifaríkra breytinga á lífs- venjum sem rekja má til skertrar getu til þess að takast á við viðfangs- efni lífsins og njóta lífshamingju. Þunglyndi er erfitt að fást við, skert námsgeta takmarkar möguleika fólks til þess að nýta sér hæfileika sína, varanlegar heilaskemmdir útiloka fólk nánast frá þátttöku í sam- félaginu, o.s.frv. Ýmis áhrif vímuefna á líkamsstarfsemina geta verið varanleg og lagast ekki þó að neyslunni sé hætt. Ábyrgð foreldra er mikil Flest lönd hafa sett aldursmörk til kauþa á áfengi. Víðast hvar er hann 18 til 21 ár en hér er hann 20 ár. Það er þó alkunna að margir byrja að drekka áfengi löngu áður en löglegum aldri til þess er náð. Ástæðurn- ar fyrir því að aldursmörk eru sett eru þær að miklu munar á andleg- um, líkamlegum og félagslegum þroska unglinga og fulltíða fólks. Það dregur úr skaðanum af völdum áfengisneyslu, bæði fyrir einstakl- inga og samfélagið í heild, að unglingar neyti ekki áfengis fyrr en þeir hafa tekið út ákveðinn þroska. Við það að unglingurinn fer í framhaldsskóla virðist sem mörk og reglur séu færð út. Strax við fyrsta dansleik vetrarins er línan lögð, áfengisneysla ertalin sjálfsögð. Þeir sem ekki vilja neyta áfengis, a.m.k. ekki strax, þurfa nú stuðning og aðhald sinna nánustu til að geta staðið við afstöðu sína. Sjálfræðisaldurinn er 18 ár og foreldrar og forráðamenn þurfa að vera ófeimnir við að setja mörkin og styðja börnin gegn áfengisneyslu. Hvemig geta foreldar gert það? • Með því að útvega börnum sínum ekki áfengi né aðstöðu til drykkju • Vera börnum sínum fyrirmyndir • Leyfa ekki eftiriitslaus partí • Hvetja og styðja nemendafélög íað halda áfengislausar skemmtanir • Ræða við börn sín á hreinskilinn hátt um áfengi og önnur vímuefni • Þekkja vinahóp barna sinna • Vera samstíga og senda skýr skilaboð Ungt fólk sem vill gæta að heilbrigði sínu og lífsgæðum ætti að fresta því að byrja að neyta áfengis og drekka ekki of mikið í hvert sinn. Foreldrar þurfa að styðja unga fólkið í að njóta skemmtilegs æviskeiðs án nokkurra vímugjafa. Nemendurúr Vík unnu ferð til Kaupmannahafnar Nemendur úr grunnskólanum í Vík í Mýrdal, sem sigruðu síðast í sam- keppninni um reyklausan bekk, Stöndum þétt saman, fengu að launum ferð til Kaupmannahafnar.Tólf nemendur héldu glöð í bragði til Danmerk- ur ásamt tveimur kennurum og fararstjóranum, Viðar Jenssyni frá Lýð- heilsustöð. Heiti verkefnisins hjá krökkunum var: Þóttþérfinnistþað flott þá erþað ekkigott.„Við gerð myndarinnarvoru nemendurnir mjög ein- beittir og áhuginn var mikill frá upphafi til enda. Krakkarnir áttu frábært samstarf við myndmenntakennara sinn og hafði það mikið að segja í ferl- inu. Allar hugmyndir komu hins vegar frá nemendunum sjálfum sem og tónlist og texti í myndinni," sagði Elín Einarsdóttir, umsjónarkennari krakk- anna, í spjalli við Skinfaxa. Elín sagði þetta verkefni skapa góðan grunn fyrir alla umræðu i baráttunni gegn reykingum. „Við ætlum að sjálfsögðu að vera með í ár og eins og áður er áhuginn mikill hjá krökkunum í skólan- um hér í Vík," sagði Elín Einarsdóttir. SKINFAXI - tímarit Ungmannafélags (slands 17

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.