Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.2006, Blaðsíða 10

Skinfaxi - 01.08.2006, Blaðsíða 10
Norræn ungmennavika 2006: Fræðst var um eldgos og eldvirkni, jarðhita og nýtingu hans, jökla og gufuafl, hella og gróðurhúsaræktun en auk þess um landnám íslands og Egils sögu, Reyk- holt og Snorra Sturluson, Hvanneyri, sveitastörf (sveitafitness), glímu, íslenska hestinn og margt fleira. Á hverju kvöldi sáu þátttakendur einstakra landa um skemmtiatriði og héldu kynningar á sínu landi sem og á sínum félagasamtökum. Fulltrúar UMSB komu meðal annars og sáu um sundlaugarpartí sem heppnaðist afar vel. Það voru þreytt og ánægð ungmenni sem kvöddu Borgar- fjörðinn - með söknuði! Líf ogfjörá Varmalandi Dagana 9.-16. júlí sl. var haldin norræn ungmennavika á Varmalandi í Borgar- firði. Það var Ungmennafélag íslands sem sá um framkvæmd hennar fyrir hönd Norrænu ungmennasamtakana. Ungmennavikan er haldin árlega og er til skiptis á Norðurlöndunum. Að þessu sinni komu þátttakendur frá Danmörku, Suður-Slésvík, Svíþjóð, Grænlandi, Noregi, Finnlandi og íslandi, samtals um 90 ungmenni á aldrinum 15-25 ára. Þema vikunnar var„Orka jarðar". 4 * 11.UNGLINGA LANDSMÓT UMFÍ 7 7. Unglingalandsmót UMFÍ 2008: Þorlákshöfn varð fyrir valinu Við setningu 9. Unglingalandsmóts Ung- mennafélags íslands á Laugum 9. ágúst sl. var tilkynnt hvar mótið yrði haldið 2008. Björn Bjarndal Jónsson, formaður UMFÍ, tilkynnti í ræðu sinni að á stjórnarfundi UMFf í júlí hefði verið ákveðið að Þorlákshöfn yrði fyrir valinu. Auk Þorlákshafnar sóttu Grundarfjörður og Borgarnes um að halda umrætt mót. 10. Unglingalandsmótið 2007 verður á Höfn í Hornafirði á 100 ára afmælisári UMFf. 4 10 SKINFAXI - tímarit Ungmannafélags íslands

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.