Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.2006, Blaðsíða 18

Skinfaxi - 01.08.2006, Blaðsíða 18
Ungmenna- og tómstundabúðir að Laugum í Dalasýslu: Laugaferð nemenda í Brekkubæjarskóla Dagana 20.-22. mars sl. fóru 9. bekkingar í Brekkubæjarskóla i Ungmenna- og tómstun- dabúðir Ungmennafélags (slands að Laugum í Dalasýslu. Klara Árný Harðardóttir skrifaði annál ferðarinnar, sem var svo sannarlega skemmtileg og viðburðarík. Rútan lagði af stað frá Brekkubæjar- skóla klukkan hálf níu á mánudags- morgninum og fólk var náttúru- lega í misgóðu skapi, enda flestir nývaknaðir. Ekið var að Eiríksstöðum í Hauka- dal þar sem SH-bekkurinn borðaði brauð sem þau bökuðu sjálf yfir eldi og RR-bekkurinn fór og skoðaði dýrin á næsta bóndabæ. Svo var skipt svo að allir fengju nú eins. Síðan var ekið beinustu leið að Laugum í Sælingsdal (þó að leiðin hafi nú ekki verið mjög bein ef út í það er farið). Þá var loksins farið að borða, en sumir voru orðnir mjög svangir. Þegar allir voru búnir að borða súpu og brauð fengum við smátíma til að koma okkur fyrir á herbergjunum og svo voruallirteknir útíleiki. Síðan var farið í fjallgöngu þar sem bundið var fyrir augun á helmingnum af krökkunum meðan hinir leiddu þau og svo var skipt, þetta var mjög gaman. Eftir gönguna fóru stelpurnar inn að læra um félög hjá Önnu Möggu þar sem þeim var skipt upp í tvo hópa sem áttu að stofna félag, kjósa formann, búa til auglýsingu og slag- orð, hróp og mottó. Strákarnir fóru út í sveita- fitness sem var þrautabraut þar sem mikið byggðistá samvinnu. Strákarnireru náttúrulega Skagamenn og þeir gerðu sér lítið fyrir og bættu metið í brautinni um heilar fjórar mínútur SEM ER EKKERT SMÁ!!! Eftir síðdegishressingu skiptu hóparnir svo um hlutverk og stelpurnar stóðu sig ekki síður vel í fitnessbrautinni, þó að ekki næðu þær meti strákanna. Brunaútkall í brunagaddi Eftir kvöldmatinn, kjötfars í formi og kartöflur, var frjáls tími þar sem sumir fóru í sund og Lilju var hent út í laugina í öllum fötunum. Svo klukk- an 8 var karókí þar sem sum lög voru sungin meira en önnur. Kl. 9 var boðið upp á óvissuferð fyrir þá sem vildu. Farið var með krakkana í smá- labbitúr og sagðar draugasögur. Svo var farið með þau niður í kjallara þar sem þau voru hrædd allillilega. Síðan fóru allir og fengu sér kvöldkaffi, eða réttara sagt kvölddjús, kvöld- frónkex og kvöldepli. Stuttu síðar fóru allir inn á herbergi og fljótlega var komin á ró í húsið. En akkúrat þegar komin var ró fór brunabjallan í gang og allir voru reknir út. Þarna stóðum við svo á náttfötunum í brunagaddi, alveg að frjósa úr kulda á meðan nafnalistinn var lesinn upp. Svo um leið og síðasta nafnið hafði verið lesið var okkur sagt að þetta hefði bara verið plat og við mættum fara aftur upp að sofa. Eins og við má búast voru ekki allir sáttir við þetta en fóru samt að sofa, þótt það hafi ekki komist á ró lengi á eftir. Kl. hálf níu á þriðjudagsmorgninum var liðið ræst og eftir morgunmat var herbergjaskoðun sem kom bara vel út í flestum tilfellum. Stelp- urnarfóru svo í„Kjarkurog þor"-námskeið, en þar vorum við að læra um hvernig á að halda ræður og þess háttar. Á meðan voru strákarnir í leikfimi, en þar tókst Jóni Axel að sprengja stóra, rauða boltann. Svo leið dagurinn þan- nig að hóparnir skiptust á að vera í leikfimi, skoða byggðasafnið og fara í ræðukeppni, þar sem stelpurnar ræddu um samkynhneigð en strákarnir um kynlíf unglinga. Seinni partinn var svo„Sörvævor"-keppni í ýmsum þrautum, s.s. sprengjuspili, fatalínu, hlutaleit, hitta í mark og reiphangi. Svo kom kvöldmatur sem var kjúkl- ingur og franskar, sem er nú alltaf gott. Dragdrottningarog ísköld laugin Um kvöldið var farið að mála dragdrottningar sem var mikið fjör og hver strákurinn af öðrum breyttist í drottningu. Svo var farið upp í tóm- stundaherbergi á kvöldvöku sem byrjaði á því að Jón Valur og Jörgen sungu fyrir okkur lag sem að þeir sömdu um dvölina okkar hér (það erum sko bara við sem fáum lag af því að við erum svo sérstök og skemmtileg, hehe). Svo þegar lagið var búið komu skemmtiatriði frá félögunum sem tókust misvel. Síðan var verð- launaafhending fyrir sörvævor-keppnina, en hana tók stúlknafélagið Bájakabi með trompii! Hápunktur kvöldvökunnar var síðan drag- keppnin, en þá komu drottningarnar fram ein af annarri, fóru í drottningarviðtal hjá Jóni Val og stilltu sér síðan glæsilega upp á sviðinu. Sýndu strákarnir alveg ótrúlega fallega og kvenlega takta í framkomu og hreyfingum svo að unun var á að horfa. Eftir kvöldvökuna var sundlaug- arpartý, en þar sem laugin var kaldari en allt, þá tróðu allir sér í heita pottinn, sem var mjög gaman. Svo fóru allir inn með gaddfrosið hár og I sturtu og fljótlega voru allir komnir í„ró" inni á herbergjum. Á miðvikudagsmorgninum voru allir vaktir kl. hálf níu og fólk mætti mjög myglað í morg- unmat eftir svefnlitla nóttina. Síðan fóru allir upp að pakka og þrífa og sumir fóru út að siga með Jóni Val á meðan aðrir mygluðu eitthvað á meðan. Þegar þetta er skrifað erum við nýbúin að borða hádegismat og kominn er tími til að fara. Við viljum þakka öllum fyrir frábæra dvöl að Laugum, Lillu og Gunnu fyrir að elda ofan I okkur, Jörgen, Jóni Val og Jóhönnu þökkum við fyrir skemmtilega tíma og góða fræðslu og þök- kum Önnu Möggu fyrir að sitja á skrifstofunni. Þetta var mjög gaman og við tökum með okkur góðar minningar frá Laugum. Takk æðislega! 18 SKINFAXI - tímarit Ungmannafélags íslands

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.