Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.2006, Blaðsíða 7

Skinfaxi - 01.08.2006, Blaðsíða 7
Ritstjóraspjall -Jón Kristján Sigurðsson Tíminn er dýrmætur [fyrsta sinn var haldinn Forvarna- dagur í grunnskólum landsins þann 28. september sl. undir heit- inu Taktu þátt! Hvert ár skiptir máli. Af því tilefni var dagskrá í öll- um 9. bekkjum grunnskóla og skila- boð send inn á öll heimili landsins. Markmið Forvarnadagsins var að kynna heillaráð sem geta forðað börnum og unglingum frá þvi að verða fórnarlömb fíkniefnaneyslu. Forvarnadagurinn var haldinn að frumkvæði forseta Islands í sam- starfi við Ungmennafélag íslands, Iþrótta- og Ólympíusamband íslands, Skátahreyfinguna, Samband íslenskra sveitarfélaga og Reykjavíkurborg. Átakið var stutt myndarlega af lyfjafyrirtækinu Actavis og á fyrirtækið þak- kir skildar fyrir gott framtak. Svona dagur er nauðsynlegur og vonandi að hann verði haldinn árlega hér eftir. Börnin eru það dýrmætasta sem við eigum, við umvefjum þau, veit- um þeim öryggi og kappkostum að koma þeim til manns. Á þessari göngu er auðvelt að misstíga sig, foreldrar verða að vera á varðbergi og mega í raun aldrei sofna á verðinum því að þá getur illa farið. Aðgengi að stór- hættulegum vímuefnum er mun meira og opnara en áður og sölumenn þessara efna svífast einskis til að koma þeim að unglingunum. Unglingar eru vænlegasti markhópurinn fyrir ýmsan varning sem hellist yfir okkur á hverjum degi i formi auglýsinga og þá ekki síst á Netinu. Eins og heimur- inn er í dag verða unglingar stöðugt fyrir áreiti með alls konar gylliboðum. Það getur því verið erfitt fyrir foreldra að feta hinn gullna meðalveg og finna út hvað er best fyrir barnið. Tíminn, sem foreldrar verja með börnunum sínum, skiptir miklu máli en í hinu hraða samfélagi í dag hafa samverustundirnar með börnunum minnkað. Kröfurnar, sem gerðar eru til alls i dag, taka sinn toll og fyrir vikið verður tíminn minni eða alls enginn fyrir fjölskylduna að setjast niður og ræða saman. Það eitt að eiga góðar stundir með börnunum, ræða saman og taka á vandamálunum getur skipt sköpum. Góð og sterk samskipti á milli foreldris og barns eru geysilega mikilvæg, þau skaþa öryggiskennd fyrir báða aðila, þá ekki sístfyrir barnið, sem eflir það og gerir það sterkara til að takast á við hlutina þegar út í lífið er komið. Foreldrar verða þrátt fyrir mikið vinnuálag að ætla sér einhvern tíma með börnum sínum. Þetta er tími sem kemur aldrei til baka, og því er afar brýnt að fara vel með hann og skipuleggja hann vel. Iallri umræðunni um unglinga hafa forvarnir líklega aldrei skipt meira máli en einmitt nú um stundir. Rannsóknir hér innanlands og erlendis staðfesta að þátttaka barna og unglinga í íþróttum og öðru tómstunda- starfi er afar mikils virði. Þetta eflir börn og unglinga í alla staði, í námi og í öðru sem þau taka sér fyrir hendur. Fyrst þátttaka í íþróttum og öðru tómstundastarfi skiptir svona miklu máli verður aðgengi að þeim að verða jafnt fyrir alla. Kostnaður barna og unglinga í íþrótta- og tómstundastarfi getur verið stór biti fyrir fjölskyldu þar sem tekjur eru ekki miklar. Það vita foreldrar, sem til þekkja, að hafa kannski nokkur börn í íþróttum á sama tima getur kostað sitt og hefur þessi liður verið að hækka hin síðustu ár. (þróttir hafa mikið forvarnagildi og þegar upp er staðið hlýtur það að skipta samfélagið miklu máli. Nokkur sveitarfélög hafa sýnt lofsvert framtak með því að styrkja þátttöku barna og unglinga i íþróttum með ákveðinni upphæð. Reykjavíkurborg hyggst á næstunni fara inn á sömu braut og bjóða hin svokölluðu frístundakort. Það hljóta samt sem áður að vera sjálfsögð réttindi að börn og unglingar eigi greiða leið til að stunda íþróttir án tillits til efnahags foreldra og forráðamanna. Ritstjóri: Jón Kristján Sigurðsson Ábyrgðarmaður: Bjöm B. Jónsson, formaður UMFl Ljósmyndir: Jón Kristján Sigurðs- son o.fl. Umbrot/hönnun: Örn Guðnason Prentun: Prentmet Prófarkalestur: Helgi Magnússon Auglýsingar: PSN-samskipti og Gunnar Bender Ritnefnd: Anna R. Möller Einar Haraldsson BirgirGunnlaugsson Ester Jcnsdóttir Skrifstofa UMFÍ/Skinfaxa: Þjónustumiðstöð UMFÍ, Fellsmúla 26, 108 Reykjavík, sími: 568-2929, netfang: umfi@umfi.is Heimasíða: www.umfi.is Starfsmenn UMFl: Sæmundur Runólfsson, framkv.stjóri, Valdimar Gunnarsson, landsfulltrúi, Ómar Bragi Stefánsson, landsfulltrúi, með aðsetur á Sauðárkróki, Torfi Jóhannsson, svæðisfulltrúi með aðsetur á (safirði, Guðrún Snorradóttir, verkefnisstjóri forvarna Esther Jónsdóttir, ritari, Helgi Gunnarsson, fjármálastjóri Þóra Kristinsdóttir, bókhald, Jón Kristján Sigurðsson, ritstjóri Skinfaxa, kynningar- og upplýsinga- fulltrúi. Jón M. (varson, söguritari Alda Pálsdóttir, verkefnisstjóri vegna ritunar á sögu UMFl Stjórn UMFf: Björn B. Jónsson, formaður Helga Guðjónsdóttir, varaformaður Björn Ármann Ólafsson, gjaldkeri Ásdís Helga Bjarnadóttir, ritari Anna R. Möller Haraldur Þór Jóhannsson HringurHreinsson Jóhann Tryggvason Einar Jón Geirsson Einar Haraldsson Eyrún H. Hlynsdóttir Forsíðumynd: Efri myndin er tekin á Unglinga- landsmótinu á Laugum í sumar af Þórsstúlkum frá Akureyri. Neðri myndin er af hressum stelpum á íþróttadegi Umf. Æskunnar á Svalbarðseyri. SKINFAXI - tímarit Ungmannafélags íslands 7

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.