Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.2006, Blaðsíða 21

Skinfaxi - 01.08.2006, Blaðsíða 21
tíma alla daga - líka um helgar. Ef unglingareru mjög vansvefta þá getur 20 mínútna lúr að degi til dregið úr mestu þreytunni. Ekki má leggja sig í meira en 30 mínútur að degi til þar sem það getur þá farið að hafa áhrif á nætursvefninn. Eitt af því sem getur gert börnum og unglingum erfiðara að sofna á kvöldin er að hafa setið fyrir framan tölvuskjá fyrr um kvöldið. Birtan frá skjánum virkar örvandi og því verður erfitt að sofna. [ grunnskólanum í Sibbo í Finnlandi ákváðu skólastarfsfólk og foreldra að taka höndum saman um að takast á við svefnleysi nemenda. Verkefnið náði til allra nemenda skólans. Umræða og fræðsla um svefn var tekin fyrir í tengslum við námsefni, til dæmis í heilsufræði og lífsleikni. Gangar skólans fylltust smám saman af myndum, Ijóðum og öðrum upplýsingum um svefn og mikilvægi hans. Einnig kom svefnsérfræðingur í skólann og ræddi við nemendur og foreldra. Allir nemendur skólans áttu síðan að fylla út svefndagbók í sex daga þar sem þeir skráðu hve marga tíma þeir sváfu yfir nótt, hvort þeir lögðu sig yfir daginn og þá hve lengi, hvað þeir gerðu um kvöldið áður en þeir fóru að sofa ásamt eigin hugleiðingum um nætursvefninn. Svefn-bó- kunum var skilað til skólans án nafns. Kennarar og foreldrar voru sammála um að vei hefði tekist og að samstarf við foreldrafélagið um verkefnið og jákvæðni foreldra almennt hefði þar skipt sköpum. Foreldrar, sendum börnin úthvíld í skólann á morgnana. Ræðum við börnin um mikilvægi svefns og verum sjálf góðarfyrirmyndir. Höfum í huga að skynsamlegir lífshættir, s.s. hreyfing og slökun greiða fyrir svefni og að hreyfingarleysi og óhófleg sjónvarps- og tölvunotkun getur haft neikvæð áhrif á svefn. Það að koma á skipulagi og fara að sofa á svipuðum tíma og vakna á svipuðum tíma alla daga er ein besta leiðin til þess að tryggja næga hvíld sem stuðlar að því að börnin séu ánægð, móttækileg fyrir námi og virk í skóla og frístundum. Virðum útivistartímann [ barnaverndarlögum kemur fram að frá 1. september til 1. maí megi börn, 12 ára og yngri, ekki vera á almannafæri eftir kl. 20 nema í fylgd með fullorðnum. Börn á aldrinum 13 til 16 ára mega ekki vera á almannafæri eftir kl. 22, nema þau séu á heimleið frá viðurkenndri skóla-, íþrótta- eða æskulýðssamkomu. Frá 1. maí til 1. september lengist útivistartíminn um tvær klukkustundir. Á björtum sumarkvöldum getur verið erfitt fyrir foreldra að neita barninu um að vera lengur úti en útivistarreglurnar segja til um. Þeir reyna að réttlæta ákvörðun sína um lengri útiveru með því hve fá björt og falleg kvöld eru hér á (slandi. Nægur nætursvefn er mikilvægur börnum og unglingum, hann er forsenda vellíðunar barnsins. Foreldrar verða að hafa í huga að þegar barnið er búið að vera úti að leika sér allan daginn er þreytan farin að segja til sín. Barnið neitar því að vera þreytt því það vill flýta sér út að leika sér. Þreyta eykur líkurnar á sly- sum þar sem barnið á erfiðara með að bregðast við umhverfinu. Athyglin er verri, viðbragðsflýtirinn seinni og jafnvægið verra. Það virðist vera sem foreldrar slaki á útivistarreglunum þegar barnið eldist. Við það getur hætta á áhættuhegðun barnsins aukist eins og t.d. fikt með áfengi eða aðra vímugjafa. Forvarnahópurinn SAMAN lét útbúa segulspjöld með lögboðnum útivistarreglum fyrir börn og ungmenni, sem mynd er af hér á síðunni. Þessi segulspjöld hafa sveitarfélög I landinu keypt og sent til ákveðinna árganga í grunnskólanum. Foreldrum finnst hjálp í því að hafa þessar reglur við höndina og með því að smella á myndina fæst stór mynd af reglunum, sem hægt er að prenta út og hengja upp á viðeigandi stöðum. Tennurnar okkar Leiðir til að fyrirbyggja glerungseyðingu Heppileg fæða á milli mála - Ósykraðar mjólkurvörur eins og skyr, súrmjólk, jógúrt og ostur. - Gróft brauð eða hrökkbrauð með áleggi eins og t.d. tómötum, agúrkum, eggjum, osti eða fitulitlu áleggi. - Ferskt grænmeti eins t.d. gulrætur, kál, gulrófur, tómatar, agúrkur, eða annað hrátt grænmeti. - Ferskir ávextir eins og t.d. epli, appelsínur, mandarínur, perur, bananar, melónurog vínber. Lykilpunktar Unglingar, sem verja í það minnsta klukkustund á dag með fjölskyldum slnum, eru síður líklegir til að hefja neyslu fíkniefna. Ungmenni, sem stunda íþróttir og annað skipulagt æskulýðsstarf, falla mun síður fyrir fíkniefnum. Því lengur sem ungmenni bíða með að hefja áfengisneyslu, þeim mun ólíklegra er að þau verði fíkniefnum að bráð. Byggir á niðurstöðum íslenskra vísindamanna sem hafa um árabil rannsakað áhættuhegðun ungmenna og hafa vakið alþjóðlega eftirtekt. SKINFAXI - tímarit Ungmannafélags íslands

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.