Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.2006, Blaðsíða 20

Skinfaxi - 01.08.2006, Blaðsíða 20
Elín Thorarensen M. Ed. framkvæmdastjóri Heimilis og skóla - landssamtaka foreldra: Sofa börn og unglingar nóg? Margir foreldrar og kennarar hafa áhyggjur af því að ungl-ingar og jafnvel börn sofi ekki nægilega mikið. ■r Æ Stór hópur nemenda mætir í skólann Jwt að morgni þreyttur og vansvefta. Þessi þreyta hefur áhrif á skap þeirra, Elín Thorarensen námshæfileika og viðbragðshæfni. framkvæmdastjóri Heimilis og skóla Hæfilegur svefntími barna er: 5-8árabörn um iO- 12klstásólarhring 9-12ára börn um 10-11 klst. á sólarhring 13-15 ára börn um 9- 10 klst. á sólarhring Styttri svefntími getur haft skaðleg áhrifá heilsu og frammistöðu barnsins i daglegu lifi. í nýlegri amerískri rannsókn kom fram að um helmingur unglinga þar í landi sefur of lítið. Að meðaltali sofa unglingar í Ameríku 7 - TVi klst. á virkum dögum og reyndar er fjórðungur aðeins að fá 6V2 tíma svefn eða minna. Svefnþörf unglinga er 9 - 10 klst. og því Ijóst að þessir unglingar eru í mikilli „svefnskuld". Mary Carskadon sálfæðingur við Brown University sem vann rann- sóknina segir að það sé slæmt að svo margir nemendur hefji daginn á „tómum tanki" þar sem þeir séu ekki að fylla hann yfir nóttina. Hún er áhyggjufull því að í rannsókn hennar kom í Ijós að þó nokkur hluti ungl- inga þjáist af alvarlegum svefnskorti. Hún telur einnig að rekja megi aukningu á tíðni þunglyndis meðal unglinga til þessa svefnskorts sem margir þeirra þjást af. Carskadon segir að aukið sjónvarpsáhorf og tölvuleikjanotkun hafi haft neikvæð áhrif á svefnmynstur barna og að foreldrar þurfi að vera vakandi yfir þessu. Einnig telur hún mikilvægt að fræða börn, unglinga, foreldra og skólafólk um svefn. Hún bendir á að nokkrir skólar í Bandaríkjunum hafi seinkað því hvenær unglingar eigi að mæta á morgnana og að það hafi haft margvís- leg jákvæð áhrif á nemendur og skólastarfið'. Samfelldur svefn er mikilvægur til að fá sem besta hvíld. Helgi Gunnar Helgason, lífeðiisfræðingur bendir á að á kynþroskaárum breytist líkams- klukkan þar sem taugaboð sem segja til um hvenær líkaminn þarf aðfara að sofa berast seinna en áður. Því er það svo að þegar unglingar vilja fara seint að sofa þá stafar það oft af líkamlegum orsökum þar sem þeir finna ekki fyrir syfju. Þeir þurfa samt að vakna snemma og ef þeirfara mjög seint að sofa þá myndast svokölluð svefnskuld. Það hve unglingar eru þungir upp á morgnana stafar einnig af breytingu á líkamsklukkunni. Hann telur mikilvægt að unglingar læri inn á svefnmynstur sitt og komi sér upp svefnrútínu þannig að þeir fari að sofa og vakni á saman 20 SKINFAXI - tímarit Ungmannafélags íslands

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.