Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.2006, Blaðsíða 28

Skinfaxi - 01.08.2006, Blaðsíða 28
Samkeppni um reyklausan bekk: Stöndum þétt saman Samkeppnin um reyklausan bekk heitir Stöndum þétt saman. Skráning í keppnina Reyklaus bekkur er nú þegar hafin. Allir 7. og 8. bekkir í landinu geta verið með, svo fremi að enginn nemandanna reyki. Yfirskrift keppninnar í ár er Stöndum þétt saman en á heimsvísu heitir samkeppninni „Smokefree Class Competition". I ár taka meira en 20 Evrópuþjóðir þátt í keppninni. Glæsileg verðlaun eru í boði en meðal annars getur einn bekkur unnið utanlandsferð fyrir bekkinn næsta vor. Bekkur þarf að skrá sig til leiks fyrir 10. nóvember 2006. Hægt er að skrá bekki á www.lydheilsustod.is. Viðar Jensson, verkefnisstjóri í tóbaksvörnum hjá Lýðheilsustöð, hefur séð um keppnina í 8 ár, eða allt frá því að verkefninu var hleypt af stokkunum. Hann segir keppnina hafa gengið mjög vel frá upphafi. Á landsvísu hefur þátttakan verið um 70% að jafnaði og ár hvert taka um 300 bekkir þátt í keppnini. „Það eru lagðar nokkrar milljónir í þessa keppni árlega og í síðustu keppni fengu allir þátttakendurnir tösku að gjöf. Við drögum síðan út geisladiska og gja- fapoka en til að eiga möguleika á utanlandsferð í lokin þurfa þátttakendur að skila verkefni. Sigurvegararnir frá Vík í Mýrdal í fyrra skiluðu inn mynd sem þau höfðu unnið. Það er sérstök dómnefnd sem fer yfir bestu verk- efnin á vorin," segirViðar Jensson. í upphafi keppninnar skrifar hver nemandi undir samning þess efnis að hann sé reyklaus. Síðan þurfa nemendur að staðfesta sex sinnum á vefsíðu yfir tímabilið að bekkurinn sé reyklaus. Við þetta notum við ákveðið kerfi sem við höfum þróað en það er okkar hagur að þau upplifi sig sem ákveðna heild. Viðar segir þetta mjög vel heppnað verkefni og skólasamfélagið hafi tekið þessu mjög vel. - Heldur þú að þetta verkefni sé að skila árangri? „Já, ég er handviss um það og til lengri tíma litið vekur þetta þátttakendurtil umhugsunar. Nemendur eru frjálsir að því hvaða verkefni þau vinna og inn í keppnina hafa komið mörg frábærlega unnin verkefni gegn reykingum. Það er líka góð tilfinning fyrir þessa krakka að upplifa að þau lifa í reyklausri heild. Ég held að þetta sé með best heppnuðu forvarnaverkefnum sem við erum að keyra I dag. Þrátt fyrir að ég hef verið með þetta verkefni í átta ár sé ég alltaf Ijósið," sagði Viðar Jensson. BILALEIGA AKUREYRAR þínar þarfir - okkar þjónusta. Bilaleiga Akureyrar er ein elsta og stærsta bilaleiga landsins með starfsemi á 13 stöðum um allt land. Bílaflotinn er bæði stór og fjölbreyttur enda ávallt lögð rik áhersla á gott úrval vel útbúinna bíla sem uppfylla ýtrustu kröfur viðskiptavina. Upplýsingar og bókanir í sima 461-6000 6 568-6915 - Afgreiðslutími 08-18 alla daga • Fljótlegt og auðvelt að bóka bíl á www.holdur.is Reykjavík • Keflavík-FLE • Borgarnes • Ólafsvík • ísafjörður • Sauðárkrókur • Akureyri • Vopnafjörður • Egilsstaðir • Neskaupstaður • Höfn • Vestmannaeyjar • Hveragerði 28 SKINFAXI - tímarit Ungmannafélags Islands

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.