Skinfaxi - 01.08.2006, Blaðsíða 24
Hólmfríður Þorgeirsdóttir, vekefnisstjóri næringar, Lýðheilsustöð:
Næring skólabarna
Holl næring er öllum nauðsynleg, ekki síst börnum sem eru að
vaxa og þroskast. En hvað á að gefa börnunum að borða þannig
að þeim líði vel og gangi sem best í leik og starfi? Morgunverðu-
rinn er oft sagður mikilvægasta máltíð dagsins. Hann þarf þó ekki
að vera flókin máltíð, t.d. er kornmatur og mjólkurmatur ásamt
ávöxtum eða hráu grænmeti góður morgunmatur og getur
samsetningin verið á ýmsa vegu. Sem dæmi má nefna hafragraut
eða morgunkorn með mjólkog ávöxtum, brauð með áleggi og
grænmeti ásamt mjólk eða súrmjólk með múslí ásamt ávaxtabita.
Þeir sem hafa meiri lyst á morgnana geta bætt við brauðsneið
með áleggi. Velja ætti sýrðar mjólkurvörur og morgunkorn með
sem minnstum sykri. Lýsi eða annar D-vítamíngjafi er svo ómis-
sandi með morgunmatnum.
Nesti
Fyrir þá sem borða vel á morgnana hentar vel að fá sér ávöxt
og eitthvað að drekka, t.d. vatn í nestistíma á morgnana. Hinir sem hafa
borðað minna þurfa meira að borða, t.d. samloku með góðu áleggi til við-
bótar við ávöxtinn. Æskilegast væri ef börnin gætu fengið ávextina í áskrift
líkt og tíðkast hefur með drykkina í skólanum, því að þeir vilja oft velkjast í
skólatöskunni og eru þá ekki lystugir.
I I hádeginu ætti svo öllum börnum að standa til boða
holl máltíð í swálanum. Til að stuðla að því hefur Lýðheilsustöð gefið út
Handbókfyrir skólamötuneyti. í henni er mælt með að börn fái heita mál-
tíð í hádeginu sem flesta daga vikunnar. Fjölbreytnin skal höfð í fyrirúmi,
m.a. er mælt með að fiskur sé á borðum tvisvar í viku en saltur og reyktur
matur sem sjaldnast. Ávallt sé grænmeti og/eða ávöxtur með hádegis-
matnum og einnig kalt vatn að drekka og léttmjólk (Dreitill) með orku-
minni máltíðum.
Ávaxta- og grænmetisneysla íslenskra barna er mjög lítil. Sex ára börn
borða t.d. einungis sem svarar 'A úr gulrót og '/2 ávöxt á dag að meðaltali.
Skólinn er kjörinn vettvangur til þess að stuðla að bættum neysluvenjum
barnanna. Með því að bjóða upp á ávexti á morgnana og grænmeti og/
eða ávöxt með hádegismat leggur skólinn sitt að mörkum til að auka
ávaxta- og grænmetisneyslu barna. Matartíminn ætti að vera hluti af námi
barnanna í skólanum en í honum gefst kjörið tækifæri til að ræða við
börnin á jákvæðan hátt um hollustu og gæði matarins.
Síðdegishressing um
ættu svo börnin So fá hressingu, annaðhvort í sTralanum, þau sem eru í
lengdri viðveru, eða heima. Gjarnan gróft brauð, hrökkbrauð eða bruðu
með viðbiti og áleggi, léttmjólk að drekka og ávöxt eða glas af hreinum
ávaxtasafa í stað mjólkur af og til. Kökur, kex og annað sætmeti ættu ekki
að vera á borðum dags daglega en sjálfsagt er að gera sér dagamun.
Mikilvægt er að foreldrar hugi að því að hafa til hollan og aðgengilegan
mat á heimilunum þegar börnin koma heim, þannig að auðvelt sé fyrir
börnin að velja holla hressingu.
Kvöldmatur Foreldrar þurfa svo að fá góðar upplýsingar
um matinn sem börnin fá í skólanum. Þannig geta þeir samræmt matinn
á heimilinu við matinn í skólanum svo að fæða barnsins verði ekki einhæf.
Gott væri að skólinn benti foreldrum á þetta. Matseðla má t.d. birta á
heimasíðu skólans.
<
Næg hreyfing er svo börnunum mikilvæg ekki síður en hollur matur og
ættu þau að hreyfa sig minnst klukkustund á degi hverjum. Einnig er
sjálfsagt að minna á að vatn er besti svaladrykkurinn.
Til fróðleiks:
Ávaxtasafi hefur nánast jafn-
margar hitaeiningar og sætt gos.
Ávaxtasafinn er hins vegar mun
bætiefnaríkari en gosið.
Þú tvöfaldar hitaeiningarnar
í máltíðinni ef þú notar þrjár
matskeiðar af kokkteilsósu með
hamþorgaranum í staðinn fyrir
sinnep og tómatsósu.
Hamborgarasósa er um fjórum
sinnum feitari en sýrður rjómi
og pítusósa er sjö sinnum feitari.
Þú faekkar hitaeiningunum um
helming í hverri brauðsneið með
því að sleppa því að smyrja og þú
fækkar þeim um þriðjung ef þú
notar fituskert viðbót eins og
Létta eða Létt og laggott borið
saman við Smjörva eða smjör.
Algeng orkuþörf fullorðins
karlamanns er um 2500 kcal og
konu um 2000 kcal á dag.
Karl, sem borðar um 1800 kcal
á dag, getur átt von á að léttast
að jafnaði um 0,5 kg á viku, meira
fyrstu vikuna en heldur minna
þegarfram í sækir.
Megrunarkúrar, sem boða mikið
fitu- og próteinát, geta verið
skaðlegir fyrir heilsuna, ekki síst
nýru, hjarta og æðakerfi. Fylgdu
slíkum kúrum aðeins undir hand-
leiðslu læknis.
Brauð á ekki vera á bannlista.
En iítil brauðsneið með skinku er
með færri kaloríur en tvær hrökk-
brauðsneiðar og 2 msk
af kotasælu.
Hafðu í huga að reykingar lita
tennur, valda andfýlu og auka
hættu á tannholdssjúkdómum.
Þær valda því að erfiðara er að
lækna tannholdssjúkdóma, auka
hættu á að tannplantsmeðferð
misheppnist og auka hættu á
krabbameini.
Munntóbak litar tennur.
Veldur skemmdum á tannholdi.
Inniheldur sætuefni sem geta
valdið tannskemmdum. Inni-
heldur efni sem ertir slímhúðina.
Eykur hættu á krabbameini og
inniheldur mikið magn af nikótíni
í hverjum skammti.
Varastu sætindi sem eru lengi í
munninum. Það eru sætindi eins
og t.d. hlaup, lakkrís og karamell-
ur sem klístrast við tennurnar og
ýmsar töflur og brjóstsykur sem
er lengi að leysast upp.
Rannsóknir hafa leitt í Ijós að fles-
tir unglingar borða morgunmat
áður en þeir fara í skólann. Oft-
ast er það eitthvað sem fljótlegt
er að útbúa en um leið tiltölulega
hollt eins og t.d. morgunverðar-
korn úr pakka, súrmjólk með
múslí eða mjólk og brauð.
Könnun á mataræði ung-
linga sýndi að þeir sem sleppa
morgunverði oft í viku fá minna
en ráðlagðan dagskammt af
flestum nauðsynlegum næringa-
refnum úrfæðunni.
Það er ekki bara óhollt og óþæ-
gilegt að sleppa morgunmat-
num heldur getur það beinlínis
verið fitandi. Morgunverðurinn
skiptir máli og þú ert það sem þú
borðar.
24 SKINFAXI - tímarit Ungmannafélags íslands